Hvernig þú velur réttu garðhúsgagnasettin
Með rétta garðhúsgagnasettinu geturðu skapað fallegt heildarútlit á útisvæðinu og notið útiverunnar þegar hlýtt er í veðri. Ef þú tekur þér tíma til að átta þig á því hvernig stemningu þú vilt hafa í garðinum og hvernig þú vilt nota garðinn, þá ættirðu að eiga auðveldara með að finna rétta garðhúsgagnasettið fyrir þig.
Einn af meginkostunum við að velja húsgagnasett er að það fjarlægir alla fyrirhöfnina við að þurfa að finna húsgögn í litum og hönnunum sem eru í stíl. Garðhúsgagnasett hafa verið hönnuð af fagfólki og því hefur verið sett mikil vinna í að tryggja að öll húsgögnin líti vel út saman. Mesta áskorunin er þó að finna alveg nákvæmlega rétta settið fyrir útisvæðið þitt.
Garðhúsgagnasett fást í mismunandi efnum, stærðum og stílum. Þetta þýðir að það getur reynst snúið að finna rétta settið fyrir rýmið. Við höfum til allrar hamingju búið til þessar auðveldu leiðbeiningar sem hjálpa þér að ná fram þínum eigin persónuleika og stíl í garðinum.
Skoðaðu mismunandi gerðir af garðhúsgagnasettum
Leitin að rétta garðhúsgagnasettinu hefst á því að þú skoðir hvaða mismunandi tegundir af settum eru til. Rétta settið ætti að mæta þínum þörfum og stíl. Hér eru megintegundirnar af útihúsgagnasettum.
Borðstofusett í garðinn
Útiborðstofusett inniheldur hátt borð og stóla og það er tilvalið fyrir kvöldverði útivið með fjölskyldunni eða hádegismat í sólinni með vinunum. Stólarnir eru oftast með þykkum og íburðarmiklum sessum sem gera þér kleift að sitja þægilega og slaka á eftir máltíðina. Borðstofusett í garðinn fást í ýmsum efnum, lögunum og stílum. Stór borðstofusett eru tilvalin ef þú átt stóra fjölskyldu eða finnst gaman að bjóða gestum í mat, á meðan minni sett eru betri fyrir pall eða svalir.
Slökunarsett
Ef þig langar til að færa þægindi og útlit stofunnar út á útisvæðið þá eru slökunarsett besti kosturinn. Þessi húsgagnasett eru yfirleitt með lágu borði, sem þýðir að uppsetningin lítur mun afslappaðri út heldur en borðstofusett. Þau eru þó ekki svo lág að þau hindra vini og vandamenn í að safnast saman og njóta máltíðarinnar undir berum himni. Slökunarsett skapar stofustemningu í útirýminu.
Bístrósett
Bístrósett eru frábær kostur fyrir lítil útisvæði á borð við svalir. Þú getur líka staðsett settið á stóru útisvæði eða á stað í garðinum sem er í burtu frá öllu öðru. Bístrósett eru tilvalin ef þig langar til að búa til nána stemningu við borðhaldið. Hvort sem það er fyrir morgunmat í einrúmi eða fyrir kvöldmat fyrir tvo, þá eru þessi sett alveg frábær.
Borð- og stólasett
Þú getur líka notið útiverunnar með stökum húsgögnum eins og bekkjum. Helstu kostirnir við bekksæti er að þau veita aukið sætispláss fyrir gestina. Bekkur fyrir þrjá gefur í rauninni tvö aukasæti miðað við stól. Bekksæti í kringum borð dregur auk þess úr þörfinni fyrir stök sæti, sem gefur útisvæðinu stílhreinna útlit.
Hvaða efnivið ættirðu að velja fyrir garðhúsgagnasettið þitt?
Ein af stærstu áskorununum við að kaupa garðhúsgögn er að átta sig á því úr hvaða efnivið þau eiga að vera. Mundu að val þitt á efnivið hefur áhrif á útlit og endingu húsgagnanna. Hér að neðan skoðum við nokkur mismunandi efni sem hægt er að velja úr fyrir garðhúsgagnasett.
Viður
Viður er klassískt og vinsælt val fyrir útihúsgagnasett. Það er erfitt að ímynda sér betri leið til að setja tímalausan og afslappaðan blæ á útisvæðið heldur en með garðhúsgagnasetti úr viði. Viður er fallegur á náttúrulegan hátt, þægilegur ef maður vill breyta honum og hann veitir traustan grunn fyrir útihúsgögnin þín. Þó eru ekki allar viðartegundir eins. Flestar tegundir mjúkviðar þola ekki erfiðar veðuraðstæður og það þarf stanslaust að vera að fylgjast með viðnum og verja hann þegar hann er ekki í notkun. Harðviður er hins vegar endingarbetri og með góðu þoli gegn veðri ef vel er hugsað um hann.
Tekkviður
Tekk er vinsæl tegund viðar þegar kemur að útihúsgögnum. Þó er eftirspurnin mikil og framboðið takmarkað og því getur verðið á þessum fínkornótta harðviði verið í hærra lagi. Tekkviður er með háu olíuinnihaldi sem gerir hann vatns- og rakaþolinn, sem er einmitt sá eiginleiki sem gerir hann vinsælan í útihúsgögn. Olíuinnihaldið gefur honum einnig þol gegn rotnun og termítum. Veðurþol tekkviðar gerir það að verkum að hann ætti að haldast í allt að 50 ár. Tekkviður er þar að auki ákaflega sterkur og brotnar ekki auðveldlega né skekkist eins og margar aðrar viðartegundir.
Málmur
Málmur er sterkasti og endingarbesti efniviður af öllum og hann er því ákaflega áreiðanlegur þegar kemur að útihúsgögnum. Hann er í flestum tilfellum settur saman við önnur efni, sem skapar alveg einstaka kosti og útlit. Framleiðendur geta með allskyns hátæknilegum aðferðum búið til málmborð og stóla sem nota hvorki bolta, skrúfur né festingar. Eini ókosturinn við málm er að hann getur hitnað verulega í sólinni, sem getur skapað óþægindi við snertingu. Málmur er þar að auki gjarn á að ryðga eða tærast. Þó ætti lag af málningu eða dufthúðun að halda garðhúsgögnum úr málmi ryðfríum.
Ryðfrítt stál
Ryðfrítt stál er fullkomið efni fyrir garðhúsgögn sem þurfa að bera mikla þyngd. Það er auk þess háþéttniefni, sem kemur í veg fyrir dældir og skaða af reglulegri notkun. Eins og með annan málm þá hitnar ryðfrítt stál á sumrin, en hann leiðir hita þó mun verr heldur en margar aðra málmtegundir. Samsetning þessa efnis þýðir auk þess að það er ryð- og tæringarþolið. Ef þú býrð nálægt hafinu þá er sniðugt að velja húsgögn úr ryðfríu stáli þar sem þau bjóða upp á aukið þol gegn veðri.
Hvaða garðhúsgagnasett er best fyrir útisvæðið þitt?
Það er afar mikilvægt að þú veljir garðhúsgagnasett sem hentar útisvæðinu þínu. Hér að neðan skoðum við betur hvaða atriði þú þarft að hafa í huga þegar þú velur húsgagnasett, allt eftir tegund útisvæðisins og fjölda notenda.
Húsgagnasett fyrir litla garða
Ef þú vilt að útisvæðið líti snyrtilega út þá er mikilvægt að þú veljir húsgagnasett sem hentar útisvæðinu. Ef garðurinn er lítill, veldu þá stórt hornsett í staðinn fyrir lítið sett. Þú getur líka búið til framlengingu á innisvæðinu með því að setja spegla á útisvæðið til að fá það til að líta stærra út. Plöntuker geta oft verið tilvalin sem næðisskilrúm á pallinum.
Húsgagnasett fyrir gras
Þótt við mælum ekki endilega með því að þú setjir útihúsgögnin þín beint á gras, þá geturðu þó auðveldlega gert það ef þú ert ekki með reit með slitlagi í garðinum - svo lengi sem þú finnur sléttan og þurran stað fyrir settið. Þú gætir þó þurft að slást við ryð og rotnun þar sem gras og mold heldur nokkuð fast í vökva. Til allrar hamingju geturðu forðast þetta með því að velja garðhúsgagnasett úr áli eða ryðfríu stáli. Mundu þó að taka húsgögnin af grasinu þegar sólin sest.
Húsgagnasett fyrir svalir
Svalir eru með takmörkuðu plássi, sem þýðir að þú þarft húsgögn í minna lagi. Bístrósett er frábært val á svalir til að sleikja sólina eða eiga rómantískan kvöldverð undir berum himni. Fellistólar og -borð eru tilvalin ef þig langar til að geta geymt húsgögnin til hliðar þegar þau eru ekki í notkun.
Húsgagnasett fyrir stærri fjölskyldur og samkomur
Ef þú átt stóra fjölskyldu eða ert oft með stóra hittinga, þá er slökunarsett í horni pallsins eða garðsins alveg tilvalið til að auka þægindin og stemninguna. Borð í stíl er svo tilvalið til að gestirnir geti fengið sér í gogginn og notið samverunnar.
Hugsaðu vel um garðhúsgögnin þín
Garðhúsgögn þurfa að þola ýmsa veðráttu allan ársins hring og þú þarft því að hugsa vel um þau. Viðhaldið fer algjörlega eftir því hvaða efniviðir eru notaðir í uppbyggingu húsgagnanna. Mismunandi efniviðir þurfa mismunandi viðhald. Hér eru nokkrar ábendingar varðandi viðhald.
-
Regluleg þrif
Undirstöðuatriði í þrifum á útihúsgögnunum er að þrífa þau reglulega með léttu hreinsiefni og vatni. Þetta hjálpar þér ekki aðeins að ná blettum og óhreinindum af húsgögnunum heldur einnig myglu sem gæti skemmt þau.
-
Berðu vaxáburð á málmhúsgögn
Ef þú átt garðhúsgagnasett úr málmi þá er sniðugt að bera vaxáburð á húsgögnin til að veita þeim aukalag af vörn í leiðinlegu veðri. Þetta er í rauninni svipað og að setja sólarvörn á húðina þegar maður situr úti í sól - málmhúsgögn endast betur með vaxáburði. Ef þú sérð merki um tæringu eða ryð á málmhúsgögnunum þínum, fjarlægðu þá ryðið, berðu grunnmálningu á húsgögnin og síðan lag af málningu.
-
Geymdu húsgögnin þín í skugganum
Garðhúsgagnasettið þitt nýtur góðs af því vera varið gegn sólinni. Íhugaðu því að setja það undir sólhlíf eða á stað sem er að mestu í skugga. Þetta lengir endingu húsgagnanna með því að minnka líkur á skaða frá sól, rigningu eða vindi.
-
Notaðu yfirbreiðslur
Yfirbreiðslur vernda garðhúsgögnin þín gegn erfiðum veðuraðstæðum á borð við útfjólubláa geisla, rigningu, sól, vind og annað. Þegar þú velur yfirbreiðslur fyrir húsgögnin þín þá skaltu ganga úr skugga um að þær passi á hvert húsgagn. Taktu málin á húsgögnunum svo að yfirbreiðslurnar séu hvorki of lausar né of þröngar.
Verslaðu garðhúsgagnasett hjá vidaXL
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á feiknamikið úrval af fyrsta flokks garðhúsgagnasettum í ýmsum efnum, lögunum, stílum og stærðum. Hvort sem þig langar í slökunarsett, bístrósett eða borð- og bekkjasett úr viði, málmi eða tekki þá finnurðu það í versluninni okkar. Úrvalið okkar af húsgagnasettum státar af settum frá leiðandi vörumerkjum og þau eru öll búin til úr hágæðaefnum eftir fyrsta flokks framleiðslustöðlum. Skoðaðu úrvalið okkar til að finna fullkomið garðhúsgagnasett fyrir útisvæðið þitt.