1. Heim keyboard_arrow_right
  2. Byggingavörur keyboard_arrow_right
  3. keyboard_arrow_left Til baka til  Girðingar & Garðveggir
  4. keyboard_arrow_right Gates

Gates

(93 Niðurstöður)
Flokkun
sort_default
Síur

Síur og flokkun

(93 Niðurstöður)
  • Byggingavörur (93) Raða eftir Flokkur: Byggingavörur (93)
    • Girðingar & Garðveggir (93) Raða eftir Flokkur: Girðingar & Garðveggir (93)
      • Gates (93) valið Nú raðað eftir Flokkur: Gates (93)
    kr
    kr
    cm
    cm
    cm
    cm
sort_default

Gates

(93 Niðurstöður)
sort_default
vidaXL Garðhlið 105x105 cm Corten Stál Ferköntuð hönnun
Tilboð
vidaXL Garðhlið 105x105 cm Corten Stál Ferköntuð hönnun
+ 5 valkostir
27.409,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlað með speartop tvíhlið kolagrár 200x400 cm stál
Nýtt
vidaXL Garðhlað með speartop tvíhlið kolagrár 200x400 cm stál

með VSK

vidaXL Girðingarhlið Stál Grænt 105x150 cm
Tilboð
vidaXL Girðingarhlið Stál Grænt 105x150 cm

2 Litir

26.639,00 kr

með VSK

vidaXL garðhlið 105x105 cm Veðrunarstál logahönnun
Tilboð
vidaXL garðhlið 105x105 cm Veðrunarstál logahönnun
+ 4 valkostir

2 Litir

27.289,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið Reykgrátt 105x105 cm Stál Grashönnun
Tilboð
vidaXL Garðhlið Reykgrátt 105x105 cm Stál Grashönnun
+ 5 valkostir
45.959,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið 105x105 cm Corten Stál Bambushönnun
Tilboð
vidaXL Garðhlið 105x105 cm Corten Stál Bambushönnun
+ 5 valkostir
24.939,00 kr

með VSK

vidaXL Vírgrindarhlið Reykgrátt 300x175 cm Sínkhúðað Stál
vidaXL Vírgrindarhlið Reykgrátt 300x175 cm Sínkhúðað Stál

2 Litir

68.409,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið 85x100 cm Corten Stál
vidaXL Garðhlið 85x100 cm Corten Stál
+ 5 valkostir
18.429,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið með Staurum Stál 350 x 100 cm Reykgrátt
vidaXL Garðhlið með Staurum Stál 350 x 100 cm Reykgrátt
+ 2 valkostir
57.209,00 kr

með VSK

vidaXL Stök Dyr Girðingarhlið Dufthúðað Stál
Tilboð
vidaXL Stök Dyr Girðingarhlið Dufthúðað Stál
26.369,00 kr

með VSK

vidaXL Garðgirðingarhlið 415x200 cm Stál Grænt
vidaXL Garðgirðingarhlið 415x200 cm Stál Grænt
104.399,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið Svart 105x106 cm Stálblaðahönnun
Tilboð
vidaXL Garðhlið Svart 105x106 cm Stálblaðahönnun
+ 4 valkostir

2 Litir

27.489,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið 105x105 cm Corten Stál Trjáhönnun
Tilboð
vidaXL Garðhlið 105x105 cm Corten Stál Trjáhönnun
+ 5 valkostir
31.049,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið Möskvanet Sinkhúðað Stál 289 x 125 cm Grátt
vidaXL Garðhlið Möskvanet Sinkhúðað Stál 289 x 125 cm Grátt
67.999,00 kr

með VSK

vidaXL Möskvagarðhlið Sinkhúðað Stál 289 x 150 cm Grátt
vidaXL Möskvagarðhlið Sinkhúðað Stál 289 x 150 cm Grátt
78.619,00 kr

með VSK

vidaXL Garðshlið Stál 500x75 cm Reykgrátt
vidaXL Garðshlið Stál 500x75 cm Reykgrátt

3 Litir

68.169,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið Svart 105x106 cm Stálsporhönnun
Tilboð
vidaXL Garðhlið Svart 105x106 cm Stálsporhönnun
+ 4 valkostir

2 Litir

26.459,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið Svart 105x106 cm Stálkrosshönnun
Tilboð
vidaXL Garðhlið Svart 105x106 cm Stálkrosshönnun
+ 4 valkostir

2 Litir

28.549,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið Stál 1x1,25 m Reykgrátt
vidaXL Garðhlið Stál 1x1,25 m Reykgrátt
+ 11 valkostir
28.639,00 kr

með VSK

vidaXL Garðhlið með Möskva 415x200 cm / 400x150 cm
vidaXL Garðhlið með Möskva 415x200 cm / 400x150 cm
+ 2 valkostir

2 Litir

104.399,00 kr

með VSK

Úr verslun okkar og heim til þín. Vertu með í #sharemevidaxl myndasafninu!

Skoða myndasafn >
Skoða myndasafn

Val á garðhliði fyrir heimilið

Hvort sem þú varst að kaupa nýtt heimili eða langar einfaldlega til að flikka upp á gamla heimilið með nýju útliti þá er garðhlið frábær byrjunarreitur. Gott garðhlið bætir ákveðnum varnarvegg við heimilið, ver heimilið gegn óprúttnum aðilum og eykur auk þess næðið.

Við leitinni að garðhliði er þó mikilvægt að þú spáir í tilgang hliðsins. Ef þú ert í leit að hliði sem virkar sem hindrun og eykur öryggið fyrir börn og gæludýr þá mælum við með því að þú veljir hátt hlið úr gegnheilum við. Ef hliðið er fyrir framan eignina þá geturðu valið minna og skrautlegra hlið. Þú vilt eflaust helst að vegfarendur fái fallega mynd af eigninni. Einnig er gott að taka tillit til þema garðsins og girðingarinnar.

Það skiptir ekki máli að hverju þú ert að leita, við erum hér til að aðstoða þig við valið. Þessar leiðbeiningar fara yfir atriði sem gott er að hafa í huga við kaup á garðhliði. Lestu því áfram!

Úr hvaða efnivið ætti garðhliðið að vera? 

Einn af mikilvægustu hlutunum sem gott er að fylgjast með þegar kemur að vali á garðhliði, er úr hvaða efni hliðið er. Eins og við má búast þá fást garðhlið úr allskyns efnum. Þú getur valið á milli viðar, málms eða plasts, allt eftir því hvort þú vilt hafa hliðið framan á, aftan á eða á hliðinni á garðinum. Viður og málmur eru þó vinsælustu efnin. Hér að neðan skoðum við mismunandi efni fyrir garðhlið til að hjálpa þér að velja rétt.

Viðarhlið

Viður er eitt vinsælasta efnið fyrir garðhlið og það af góðum ástæðum. Viðarhlið auka fyrst og fremst öryggi garðsins þar sem þau eru gegnheil og sterkbyggð. Þar að auki bæta þau útlit og stemningu garðsins, hvort sem þú velur einfalt hlið fyrir hagnýtnina, gróft hlið fyrir sveitalegt útlit eða skrautlegt hlið sem grípur augað. Þar að auki þarftu að velja á milli þess hvort þú viljir mjúkvið eða harðvið. Mjúkviðarhlið eru hagkvæm en þú þarft að meðhöndla þau reglulega gegn rotnun og rýrnun. Harðviðarhlið eru á hinn boginn sterkbyggðari en mjúkviðarhlið og svo endast þau til lengri tíma ef þeim er vel haldið við. Þau eru þó dýrari.

Málmhlið

Hlið úr málmi eru aðallega notuð í innkeyrslur eða við innganga. En það þýðir ekki að þú getir ekki notað þau sem garðhlið. Þau eru reyndar oft notuð á hliðinni eða framan á garðinum. Málmhlið gefa útisvæðinu klassískt útlit. Þau virka vel með girðingu úr múrsteinum eða málmi og þau fást í mismunandi hönnunum sem henta mismunandi garðþemum. Málmur er gjarn á að ryðga eða tærast en flest málmhlið eru annað hvort máluð eða dufthúðuð til að koma í veg fyrir þetta. Málmhlið fá einnig garðinn til að virka stærri og bjartari. Ókosturinn er þó sá að þú færð minna næði og vernd þar sem bilin á milli stanganna eru í stærra lagi. Af þessari ástæðu mælum við með því að málmhlið sé aðeins notað sem bakhlið ef það er hátt og með göddum að ofan.

Ryðfrítt stál

Ef þú ert í leit að garðhliði sem gefur þér allt það besta þegar kemur að öryggi og útliti þá ættirðu hiklaust að velja hlið úr ryðfríu stáli. Garðhlið úr þessu efni eru bæði traust og endingargóð. Svo lengi sem hliðinu er vel viðhaldið þá ætti það að endast jafnvel við erfið veðurskilyrði. Hlið úr ryðfríu stáli eru auðveld í þrifum og ryðga hvorki né tærast.

Plast

Garðhlið úr plasti eru að verða sífellt vinsælli þar sem þau bjóða upp á ýmsa kosti. Þó að útgjöld í upphafi geti hugsanlega verið hærri en eða jafn há og kostnaður við viðarhlið, þá þarfnast plasthlið ekki reglulegs viðhalds né útskiptingar. Þú þarft því ekki að búast við aukakostnaði þegar þú hefur sett hliðið upp. Þar að auki eru hlið úr plasti afar endingargóð. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að plastið rotni eða taki á sig lit, þar sem það þarf ekki að mála plast. Mikilvægasti hluturinn hér er kannski sá að plast mun hvorki skekkjast né beygjast. Garðhlið úr plasti fást einnig í ýmsum stærðum, litum og stílum.

Hvaða stærð af garðhliði ættirðu að velja?

Þegar þú hefur ákveðið hvaða efni þú vilt hafa í garðhliðinu þá er næsta skrefið að velja réttu stærðina. Ef þú ert að flikka upp á garðinn og hliðið þarf að vera í ákveðinni stærð þá gæti verið sniðugt fyrir þig að íhuga kaup á sérsniðnu hliði. Ef þú ert hins vegar í leit að hliði í staðlaðri stærð þá hefurðu úr ýmsu að velja. Eftirfarandi eru leiðbeiningar varðandi val á réttri stærð á hliði.

Hefðbundin hæð á garðhliðum

Hefðbundin hæð á flestum garðhliðum er um 1,83 cm. Þetta er nægileg hæð til að halda óprúttnum aðilum í skefjum og koma í veg fyrir að börn og gæludýr hoppi yfir. Ef þú þarft aukna vernd og næði þá geturðu líka valið hærra garðhlið sem er um 2,3 m. Hærri hlið virka hins vegar best á hliðinni eða framan á garðinum þar sem þetta eru svæðin sem innbrotsþjófar eru líklegastir til að reyna að komast inn á heimilið í gegnum.

Einnig er hægt að finna styttri hlið sem eru um 0,91 m. Þar sem þetta er staðalhæðin á girðingum þá mun 0,91 m hlið hjálpa til við að skapa fallega heildarmynd á garðsvæðinu. Reyndar er þetta ein algengasta tegund af garðhliðum. Af hverju ekki að prófa?

Hefðbundin breidd á garðhliðum

Flest garðhlið eru um 0,91 m á breidd, sem er nógu breitt til að flestir geti gengið í gegnum það án nokkurra vandkvæða. Þú gætir líka fundið mjórri hlið en þau virka best á hliðinni á litlum görðum.

Breiðari garðhlið í kringum 1,22 m eru oft notuð sem framhlið. Fyrir hlið eins og þessi er yfirleitt gott að vera með tvöfalt hlið frekar en einfalt. Hafðu þó í huga að þessi tegund hliða er dýrari en einföld hlið. Hafðu því verðið bakvið eyrað þegar þú kaupir tvöfalt garðhlið.

Innblástur fyrir stílhreint útisvæði

Ef þú hugsar einungis um garðhliðið sem hagnýtan hlut þá hefurðu ekki náð kjarna málsins. Hvort sem hliðið er við inngang heimilisins, á hliðinni eða að aftan þá ætti það að grípa augað á sinn eigin hátt. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir garðinn sem þú getur notað fyrir útisvæðið - hvort sem það er lítið eða stórt.

Veldu hlið sem endurspeglar girðinguna þína

Þegar þú leitar að garðhliði þá skaltu hugsa um hvernig það passar við aðra þætti garðsins, sérstaklega við girðinguna. Ef þú ert til dæmis með lága girðingu þá gætirðu valið viðarhlið með rimlum. Kosturinn við rimla er að þeir gera þér kleift að nýta rýmið á útisvæðinu betur á lóðrétta vegu, sem auðveldar einnig málið fyrir klifurplöntur.

Veldu rétta timbrið

Garðhlið þurfa að þola erfið veðurskilyrði allt árið um kring. Það er algjörlega þess virði að vita að hverju þú ert að leita áður en þú kaupir garðhlið. Flest viðarhlið eru gerð með því að nota þrýstingsmeðhöndlaða mjúkviði á borð við strandrisafuru og furu. Þótt mjúkviður sé yfirleitt verndaður með viðarvörn og þótt hann sé yfirleitt ódýrari en harðviður, þá er harðviðartimbur endingarbetra en timbur úr mjúkviði. Þar að auki er mjúkviður með hnúðum og náttúrulegum áverkum, sem er oft ekki eins fallegt og þétt æðamynstrið í olíuríkum harðviðartegundum á borð við eik og iroko-við.

Veldu hina fullkomnu málningaráferð

Ef þú fílar bjart útlit á útisvæðinu þá geturðu auðveldlega meðhöndlað viðinn með málningu eftir þínu höfði. Þú getur valið úr allskyns litum til að sýna stílinn og persónuleikann þinn. Þar á meðal eru hlutlausir jarðlitir, óendanlega margir bjartir litir og djúpir tónar. En það er ekki nóg að setja bara eitt lag af málningu og svo þarftu að muna að rétta málningin verður að vera sveigjanleg, anda vel og vera rík af kvoðu svo að hún höndli sveiflukennt hitastig og erfið veðurskilyrði. Hún ætti einnig að vera vatnsþolin og UV-stöðug svo að hún fölni ekki.

Veldu góð gæði

Ef þú ert í leit að garðhliði sem endist í mörg ár þá er gott að hafa heildarhönnun hliðsins í huga og hvernig hliðið hefur verið sett saman. Timbur þrútnar auðvitað og skreppur saman þegar hann er stanslaust úti. Hliðið þarf því að vera með samskeytum sem ráða við veðrið og áferð sem kemur í veg fyrir að timbrið dragi í sig rigningu.

Leitaðu að traustu og öruggu garðhliði

Ef þú ert að fara að kaupa garðhlið í öryggisskyni þá skaltu velja hlið sem er traust og vel hannað. Hlið úr gegnheilum viði kemur í veg fyrir að fólk sjái í gegnum það eða klifri yfir það og það er því frábært til að halda óprúttnum aðilum í burtu. Veldu sterkbyggða byggingu þar sem fjalirnar á grindinni eru með innskoti til að gefa betri styrk og stöðugleika.

Veldu hlið með viði eða málmi

Garðhlið geta líka verið úr blöndu af mismunandi efnum. Garðhlið úr timri með málmskrauti að ofan flikkar meira upp á útisvæðið heldur en einföld hönnun. Ef þú vilt ná bestu mögulegu áhrifunum reyndu þá að tryggja að málningin á viðinum og málminum sé eins.

Verslaðu garðhlið hjá vidaXL

Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af garðhliðum í frábærum gæðum. Við eigum einungis vörur frá leiðandi framleiðendum og þú finnur því aðeins fyrsta flokks hlið hjá okkur. Úrvalið okkar býður upp á garðhlið í mismunandi efnum, stærðum og gerðum sem mæta þörfum hvers og eins.

Hvort sem þú ert með lítinn eða stóran garð þá ættum við að eiga eitthvað fyrir þig. Við ættum að eiga garðhlið sem mætir þörfum allra. Þér er velkomið að skoða úrvalið okkar í dag í leitinni að garðhliði sem bætir virkni og stíl við eignina þína.

Sjá meira Sjá minna