Við bjóðum upp á mikið úrval af bekkjum fyrir öll rými heimilisins. Rattanbekkirnir eru til dæmis afar hentugir til notkunar utandyra. Auk þess erum við með forstofubekki sem hafa geymslurými fyrir skó og töskur. Við erum einnig með bekki sem hægt er að nota við borðstofuborðið, sem og aðra með mjúku áklæði sem henta vel í svefnherbergi.
Hentugasta stærðin fer bæði eftir því hvar bekkurinn stendur og hvernig hann verður notaður. Hefðbundin lengd borðstofubekkjar er 106-150 cm og tekur 2-3 í sæti en mestu máli skiptir hvernig hann passar við borðið. Ef plássið er lítið, mælum við með því að taka bekk sem er styttri en langhlið borðsins, svo hægt sé að ýta honum undir það þegar hann er ekki í notkun. Bekkur sem stendur við rúmenda ætti ekki að vera lengri en heildarbreidd rúmsins.