Athugaðu stafsetningu leitarorða
Notaðu færri lykilorð við leitina
Klósettpappírshaldari er nauðsynlegur aukahlutur á öll baðherbergi. Hann gerir klósettferðina mun þægilegri og auðveldari þar sem hann heldur klósettpappírnum innan seilingar þegar þú þarft á honum að halda. Haldarinn heldur baðherberginu auk þess snyrtilegu með því að koma í veg fyrir að pappírinn detti á gólfið eða jafnvel í klósettið. Svo getur klósettrúlluhaldari ennfremur auðveldlega sett stíl á baðherbergið.
Þó eru auðvitað ekki allir haldarar eins. Þeir fást í mismunandi efnum, lögunum og hönnunum svo að þeir henti þörfum hvers og eins. Það er nokkrir mikilvægir þættir sem þú þarft að hafa í huga við kaup á klósettpappírshaldara. Við höfum hér útbúið þægilegar leiðbeiningar með grunnatriðunum til að auðvelda þér valið.
Það eru til nokkrar mismunandi gerðir af klósettrúlluhöldurum, allt eftir festingu. Hér að neðan skoðum við hinar ýmsu tegundir til að hjálpa þér að ákveða hvaða kostur hentar þínum stíl best.
Veggfestur klósettrúlluhaldari er algengasta tegundin. Hann er yfirleitt festur á vegg með skrúfum og festingarbríkum. Það eru til allskyns gerðir af veggfestum klósettpappírshöldurum, en algengustu tegundirnar eru sveifluhaldari og gormahaldari. Þessar tegundir eru afar stílhreinar og snyrtilegar og þar að auki er engin hætta á að haldarinn detti niður. Þó er mikilvægt að þú staðsetjir klósettpappírshaldarann rétt. Þegar búið er að festa haldarann á vegginn þá þarftu að halda þig við þann stað - annars endarðu með handahófskennt gat á veggnum.
Frístandandi klósettrúlluhaldari er frábær kostur fyrir rúmgott baðherbergi. Ýmsar einstakar hannanir eru í boði. Auðvelt er að færa frístandandi haldara og geyma hann - og svo geturðu auðveldlega skipt honum út ef þú vilt fríska upp á rýmið. Þar að auki þarftu ekki að bora í vegginn. Þessi tegund haldara fæst í ýmsum hönnunum og litum með allskyns áferðum fyrir þarfir hvers og eins.
Þú færð einnig klósettrúlluhaldara með sogskálum. Þeir eru góður kostur fyrir fólk sem vill ekki bora göt í baðherbergisflísarnar eða veggina. Hins vegar er mikilvægt að þú veljir haldara með vel hönnuðum sogskálum því að annars er ekki víst að skálarnar veiti þann stuðning sem þarf til að halda haldaranum uppi. Eins og með frístandandi haldara þá er auðvelt að færa klósettpappírshaldara með sogskálum til.
Klósettrúlluhaldarar fást í mismunandi efnum og valið á efni ákvarðar útlit og endingu haldarans. Skoðum nánar efnin sem oft eru notuð í haldarana.
Plast er líklegast eitt af algengustu efnunum fyrir klósettrúlluhaldara. Þessi efniviður er bæði endingargóður og auðveldur í þrifum. Hann fæst einnig í ýmsum litum sem henta allskyns stílum. Hálfgegnsætt yfirborð gerir þér auðveldara fyrir að sjá hvenær þú þarft að fylla á klósettpappírinn. Klósettpappírshaldarar úr plasti rispast ekki auðveldlega og þeir líta því fallega út til lengri tíma.
Fyrsta flokks ryðfrítt stál er að öllum líkindum besta efnið fyrir klósettpappírshaldara. Það er með sterkri byggingu og þolir mikinn raka, sem er auðvitað tilvalið á baðherbergi. Haldari úr ryðfríu stáli ætti að endast í áraraðir. Þar að auki er auðvelt að þrífa haldara úr ryðfríu stáli og hann býður upp á frábæra leið til að bæta stíl og fágun við baðherbergið.
Líkt og með ryðfrítt stál þá ryðgar ál ekki. Það er vegna þess að það er með lágu járninnihaldi. Ál er einnig afar tæringarþolið. Léttleikinn gerir það einnig að frábæru vali fyrir klósettrúlluhaldara þar sem veggfestir haldarar mega ekki vera of þungir. Klósettpappírshaldarar úr áli fást í mismunandi litum og með mismunandi áferðum fyrir þarfir hvers og eins.
Haldarar úr málmi eru afar endingargóðir og virka vel með flestum innréttingum. Einnig er auðvelt að pússa málm og gefa honum það útlit sem þú vilt. Þar sem mikill raki er yfirleitt á baðherberginu þá er mikilvægt að þú veljir haldara með tæringar- og ryðþolinni áferð. Ef vel er hugsað um málmhaldara þá getur hann enst í mörg ár.
Klósettpappírshaldarar úr látúni eru þekktir fyrir að vera sterkir og endingargóðir. Þeir standast vel þá miklu daglegu notkun sem baðherbergishlutir þurfa að standast. Látún er einnig ryðþolið, sem gerir það frábært til notkunar á baðherberginu. Brún áferðin á klósettrúlluhöldurum úr látúni fær þá til að passa vel inn allskyns innréttingar. Haldararnir líta sérstaklega vel út í nútímalegum og hefðbundnum baðherbergjum.
Þú hefur úr miklu úrvali hannana að velja, allt eftir því hver stíllinn á baðherberginu þínu er. Klósettpappírshaldari í stíl við baðherbergisinnréttingarnar er frábær leið til að lyfta baðherberginu á næsta plan. Hér að neðan skoðum við mismunandi stílbrigði svo að valið verði auðveldara.
Ef baðherbergið er nútímalegt þá er haldari úr áli eða ryðfríu stáli alveg tilvalinn. Haldarar í þessum stíl eru oft með einfaldri og látlausri hönnun sem flikkar upp á nútímaleg baðherbergi. Þeir fást veggfastir, frístandandi eða með sogskálum. Þú getur einnig valið klósettrúlluhaldara í litum eins og gráum og svörtum.
Besta efnið fyrir baðherbergi í iðnaðarstíl er málmur. Öll málmefni (þ.m.t. ryðfrítt stál og ál) eru góður valkostur fyrir iðnaðarleg rými. Sígild iðnaðarefni á borð við látún eða kopar sóma sér einnig vel í iðnaðarstíl þar sem þau bæta dass af birtu við gróft og oft karlmannlegt útlitið. Þú getur líka alveg búist við því að finna klósettpappírshaldara úr viði – hann hentar oft afar vel við iðnaðarleg baðherbergi.
Haldari úr kopar hentar best fyrir baðherbergi í hefðbundnum stíl. Litur og útlit koparsins gerir hann að góðum valkosti fyrir hefðbundin rými. Þú hefur einnig kost á að velja haldara í jarðtónum á borð við gráan, brúnan og svartan.
Þegar þú hefur loksins valið klósettrúlluhaldarann þá þarftu auðvitað að finna út úr því hvar hann á að vera. Þú þarft að geta náð í klósettpappírinn þegar þú situr á klósettinu. Rétt staða er afar mikilvæg fyrir þægindin, öryggið og hreinlætið. Ef þú þarft að teygja þig of langt í klósettpappírinn þá gætirðu lent í því að togna. Svo gæti eldri einstaklingur sem á erfitt með jafnvægi átt í hættu á að slasa sig ef haldarinn er ekki í seilingarfjarlægð.
Ef haldarinn er veggfestur þá er best að setja hann um 66 cm frá gólfi. Þegar talað er um miðju þá er verið að meina miðju haldarans, ekki botninn eða toppinn. Þessi hæðarstaðsetning hentar bæði á salerni fyrir fatlaða og á hefðbundin salerni.
Gott er að setja haldarann í um 20 – 30 cm fjarlægð frá klósettinu í átt að veggnum á móti. Fjarlægðin ætti að vera frá miðju haldarans að fremstu hlið klósettskálarinnar. Þú þarft einnig að taka tillit til meðalhæðar fjölskyldumeðlimanna. Gott er að hafa haldarann um 8 – 25 cm frá framhlið skálarinnar ef börn eða styttri einstaklingar eru á heimilinu. Ef notendurnir eru hins vegar yfir meðalhæð þá er sniðugt að setja haldarann í um 25 – 30 cm fjarlægð frá skálinni.
Ef þú ert enn óviss um hvaða málum þú átt að fara eftir þá gæti verið sniðugt fyrir þig að velja frístandandi haldara í staðinn. Hér geturðu haft haldarann hvar sem er. Þetta er almennt séð þægilegasti kosturinn þar sem hann krefst ekki festingar.
Margir gleyma oft að þrífa og viðhalda klósettpappírshaldaranum. Þó er mikilvægt að hafa í huga að það þarf að viðhalda haldaranum líkt og öðrum baðherbergishlutum. Hér eru nokkrar ábendingar varðandi umhirðu svo að haldarinn haldist í toppstandi.
Vatn og uppþvottalögur
Settu örlítið af mildum sápulög í skál af vatni. Notaðu mjúkan klút eða svamp, bleyttu hann vel með vatni, þrífðu klósettrúlluhaldarann og hreinsaðu hann svo með volgu vatni. Notaðu mjúkan tannbursta til að þrífa rifur, skolaðu síðan með volgu vatni og þurrkaðu með mjúkum klút.
Vatn og edik
Ef blettir eru á haldaranum þá er tilvalið að nota vatn og edik. Edik er sterkara en sýra og það hjálpar því til við að fjarlægja óhreinindi og bletti á haldaranum. Blandaðu saman einum parti af ediki og einum parti af vatni. Berðu lausnina á haldarann með mjúkum klút eða svampi. Þú getur einnig notað mjúkan bursta til að hreinsa svæði sem erfitt er að ná til. Fyrir þrjóska bletti er gott að setja haldarann í bleyti í lausninni í 15 mínútur og skrúbba síðan varlega. Skolaðu með volgu vatni og þurrkaðu með mjúkum klút.
Forðastu sterkar hreinsivörur
Reyndu að nota ekki sterk efni sem geta skemmt málningu eða efni haldarans. Forðastu einnig að nota slípiefni eða beitt eða gróf hreinsiáhöld. Notaðu aðeins hreinsiklúta eða mjúka svampa. Það eru blessunarlega til öruggar hreinsivörur sem þú getur notað. Skoðaðu merkimiðann á öllum hreinsiefnum fyrir notkun.
Hér hjá vidaXL státum við af miklu úrvali af vel hönnuðum klósettpappírshöldurum í mismunandi gerðum, stærðum, hönnunum, vörumerkjum og efnum. Hvort sem þú ert að byggja nýtt heimili eða einfaldlega endurgera baðherbergið, þá finnurðu klósettpappírshaldara hjá okkur sem hentar þínum smekk og notkun.
Skoðaðu glæsilegt úrvalið okkar af vörum til að finna hinn fullkomna klósettpappírshaldara fyrir baðherbergið þitt.