Fólk heldur yfirleitt að flestir hundar séu alltaf til í göngutúr, en þeir eru það alls ekki alltaf. Sumum hundum líður ekki vel í fjölmennu eða háværu umhverfi. Hundurinn gæti þar að auki verið meiddur eða of gamall til að fara í göngutúra með eigandanum. Hundavagn gefur hundinum (og eigandanum) ákveðna öryggistilfinningu.
Hundavagnar eru einnig oft kallaðir gæludýrakerrur og þeir eru hannaðir til að flytja lítil gæludýr. Þessar vörur eru þó ekki aðeins ætlaðar fyrir hunda - kettir geta líka notað þær. En þó verður að hafa í huga að hundavagn er með hámarksburðargetu. Því eru gæludýraeigendur yfirleitt bara með lítil og létt dýr í vögnunum. Þú getur keypt gæludýrakerru hjá vidaXL ásamt öðrum gæludýravörum.
Svipað og með börn, þá geturðu andað rólega þegar þú veist af gæludýrinu þínu í öruggri og þægilegri dýrakerru þegar þú þarft að stússast. Mörgum finnst hundavagn einfaldlega vera eyðsla á tíma og fé. En fyrir sumum gæludýraeigendum er gæludýrakerra tilvalin lausn á flestum (ef ekki öllum) vandamálum.
Gæludýravagn eða -kerra virkar á sama hátt og vagn eða kerra fyrir börn. Kerran er tilvalin á mismunandi yfirborð þegar farið er í göngutúr, hvort sem þau eru slétt eða óslétt. Gæludýrin þín þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þau meiði loppurnar á heitu malbiki eða ójafnri jörðu þegar þau eru í kerru!
Notkun hundakerru og hversu algeng hún er fer algjörlega eftir svæðinu. Mörgum gæti þótt furðulegt að sjá manneskju með vagn sem lítur út eins og barnavagn, en er með gæludýri í í staðinn fyrir barn.
Þó er fólk að venjast því meir og meir að nota hundakerru þegar það er á vappinu með hundinum. Gæludýravagn býður upp á kosti fyrir bæði gæludýrið og eigandann. Byrjum á því að skoða kostina fyrir gæludýrin.
Það skiptir í rauninni ekki máli hver heilsa eða ásigkomulag gæludýrsins er, gæludýrum finnst yfirleitt gott að komast út í ferskt loft með eigendum sínum. Kerrur fyrir gæludýr eru því afar sniðugar fyrir hunda og önnur dýr sem geta ekki farið í langa göngutúra.
Hér er listi yfir þau gæludýr sem gætu þurft á kerru að halda:
Dýr með kvilla sem koma í veg fyrir að þau geti gengið í lengri tíma;
Mjög ung eða lítil dýr;
Gömul gæludýr;
Slösuð gæludýr eða dýr sem eru nýkomin úr aðgerð;
Óörugg dýr eða dýr sem verða auðveldlega hrædd;
Gæludýr sem verða þreytt við göngu.
Hundakerra getur borið gæludýrin þín þegar þú ferð í langa göngutúra. Hún gerir dýrinu kleift að hafa það náðugt í göngutúrnum. Eigendur geta auk þess fylgst vel með gæludýrunum sínum og haldið þeim öruggum í hágæðavagni með góðri endingu. Kerra getur því aukið lífsgæði hundsins.
Það eru ýmsir kostir við að eiga gæludýrakerru. Í gamla daga keyptu gæludýraeigendur oft kerrur fyrir fötluð eða eldri gæludýr. Nú til dags eru gældudýraeigendur þó byrjaðir að átta sig á þeim mörgu kostum og praktísku eiginleikum sem gæludýravagnar bjóða upp á fyrir eigendurna.
Eigendurnir hafa til dæmis möguleika á því að fara með gæludýrið hvert sem er. Fyrir suma einstaklinga getur burðartaska reynst þung, þá sérstaklega til lengri tíma. Hér getur kerra borið þyngdina fyrir eigandann.
Hundavagn getur þar að auki líka virkað sem áhald sem veitir hreyfistuðning, sérstaklega fyrir eldri eigendur. Ef hundurinn eða kötturinn þinn situr til dæmis í kerrunni, þá getur snúra dýrsins ekki flækst fyrir fótum þér og skapað slysahættu.
Eigendur sem eru virkari geta þar að auki keypt sérstaka vagna sem hægt er að nota þegar farið er út að skokka. Hreyfing minnkar auðvitað streitu og dægrastytting á borð við þessa getur verið enn hentugri þegar þú og gæludýrið þitt fáið nægan tíma útivið.
Gæludýrakerrur eru frábærar þar sem þær tryggja gæludýrinu þínu afslappaðan tíma útivið. Dýravagnar eru fullkomnir fyrir hunda sem eiga við veikindi eða meiðsl að stríða. Þú finnur einnig vagna fyrir mjög ung og mjög gömul dýr. Dýr sem eiga það til að verða stressuð útivið kunna mjög líklega að meta öruggt rými nálægt eigendum sínum.
Hundakerra getur því hæglega gert líf gæludýrsins mun betra. Gæludýrið þitt mun til dæmis ekki þurfa að stíga á heita og sársaukafulla jörð. Auk þess geta eigendur sem elska hreyfingu auðveldlega tekið gæludýrin sín með sér í skokkið. Íhugaðu að kaupa gæludýrakerru hjá vidaXL og farðu út að labba með gæludýrið þitt.