Tímaritarekki er hlutur sem er bæði hagnýtur og setur stíl á rýmið og hann er því ómissandi á öll heimili. Heppnin er með þér því að hér hjá vidaXL bjóðum við upp á allskyns tímaritarekka sem falla vel við hvaða innréttingar sem er.
Hvaða innanhússstíl ertu með? Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á tímaritarekka fyrir allar innréttingar. Við bjóðum upp á allskyns hannanir fyrir hvaða smekk sem er og í hvaða verðflokki sem er, sama hvort varan er í sígildum eða nútímalegum stíl.
Best er að velja tímaritarekka eftir smekk og í takt við stíl heimilisins. Skoðum nánar hvaða valkostir eru í boði:
Ef þú hefur áhuga á iðnaðarlegri hönnun þá muntu elska tímaritarekka úr gegnheilum mangóvið og stáli. Þessi samsetning virkar vel með öðrum hlutum á heimilinu og hún er sterk, stöðug og grípur augað.
Fyrir nútímalegt útlit mælum við annað hvort með veggfestum tímaritarekka eða gólfrekka í einfaldri og fágaðri hönnun. Flestar nútímalegar geymslulausnir fyrir tímarit passa vel í stofur, borðstofur, á skrifstofur og jafnvel á baðherbergi.
Þú skapar fullkomna retróstemningu á heimilinu með tímaritarekka með vintage prenti. Til að ná fram fallegu heildarútliti er hægt að setja málmrekka saman við aðrar heimilisvörur úr málmi og aukahluti úr málmi.
Ímyndaðu þér fágaðan hvítan tímaritarekka úr MDF og gegnheilum þin með stórri skúffu sem þú getur einnig notað sem hliðarborð eða náttborð. Hönnun á borð við þessa passar fullkomlega inn í skandinavískan stíl og hún hentar í rauninni vel með hvaða innréttingu sem er.
Við bjóðum upp á allskyns tímaritarekka fyrir alla og þá skiptir engu hvort markmiðið sé að koma skipulagi á dagblöð og tímarit á fallegan hátt eða hreinlega að búa til notalegan leskrók. Við erum hér til að aðstoða þig ef þú ert í leit að tímaritarekka en átt í erfiðleikum með að velja rétta rekkann. Nú þegar mismunandi stílbrigði eru orðin ljósari þá er tilvalið að þú finnir út úr því hverjar þarfir þínar eru og hversu mikið þú vilt að rekkinn kosti.
Sumir tímaritarekkar bjóða upp á meira geymslupláss en aðrir og suma er jafnvel hægt að nota sem hliðarborð. Sumir eru breiðari en aðrir og þola mismunandi þunga. Gott er að hafa þessa þætti bakvið eyrað áður en þú leggst í leitina. Rétt mál koma einnig að góðum notum þar sem gott er að vita hversu mikið pláss þú hefur að vinna með. Ef þú hefur ekki pláss fyrir standandi rekka þá gæti vegghengdur rekki verið fyrir þig.
Svo þarftu auðvitað að gera upp við þig hvað þú vilt að rekkinn kosti, en við bjóðum upp á ríflegt úrval af rekkum í hvaða stíl og verðflokki sem er. Það skiptir ekki máli hversu mikið ráðstöfunarfé þú hefur, hér hjá vidaXL finnurðu tímaritarekka sem passar bæði við innréttingarnar og lífsstílinn þinn.
Tímaritarekki gefur hvaða herbergi sem er fágað yfirbragð. Vantar þig innblástur hvað varðar stílbrigði og gagnsemi? Prófaðu að nota tímaritarekkann í öðrum tilgangi. Þú getur notað tímaritarekka á frumlegan hátt, t.d. með því að nota rekkann sem geymslulausn annars staðar á heimilinu. Nokkrar góðar hugmyndir:
Notaðu veggfestan tímaritarekka sem hillu til að geyma barnabækur, leiki eða bangsa. Ekki festa hann of hátt á vegginn. Þannig ná börnin einnig upp í rekkann og geta þá jafnvel rétt fram hjálparhönd við skipulagninu á herberginu þegar að því kemur.
Hver segir að þú getir ekki notað tímaritarekka á skrifstofunni? Rekkinn er frábær leið til að koma skipulagi á uppáhaldsblöðin eða -bækurnar þínar við hliðina á sófaborðinu þegar þú tekur þér pásu frá vinnu. Hjá vidaXL finnurðu hagnýta tímaritarekka í fallegri hönnun sem hæfa hvaða rými sem er - jafnvel tilgerðarlegustu skrifstofunum!
Væri ekki frábært ef þú gætir haft póstinn þinn við höndina? Tímaritastandar eru fullkomnir til þess! Rétti gólfrekkinn fyrir tímarit gæti jafnvel líka verið með pláss fyrir regnhlífar eða skó. Bæði veggfestir tímaritarekkar og standrekkar virka vel.
Þú hefur án efa aldrei spáð í þessa lausn, en tímaritarekki gæti reynst góð geymsla fyrir eldhúsáhöldin. Hvað er betra til að koma skipulagi á eldhúsið heldur en að umbreyta tímaritarekkanum í skipulagseiningu fyrir pottalok? Finnst þér orðið þreytandi að þurfa að setja ofnskúffur eða skurðarbretti hvert ofan á annað? Nú hefurðu lausnina.
Ef nóg pláss er á baðherberginu þá geturðu íhugað að hafa standrekka á baðherberginu fyrir handklæði eða aðra snyrtihluti. Ef þér hefur ekki tekist að finna rétta staðinn fyrir hárþurrkarann eða hárdótið þitt þá er tilvalið að prófa að nota tímaritarekkann.
Hér hjá vidaXL finnurðu allar gerðir tímaritarekka, hvort sem þeir eru veggfestir eða í formi hliðarborðs. Við bjóðum upp á allskyns efniviði og áferðir og þú færð ávallt ríflegt fyrir peninginn. Og líka - vorum við búin að nefna að þú færð alltaf fría heimsendingu hjá vidaXL?