1. Heim keyboard_arrow_right
  2. Byggingavörur keyboard_arrow_right
  3. keyboard_arrow_left Til baka til  Byggingarefni
  4. keyboard_arrow_right Panilklæðning

Panilklæðning

(123 Niðurstöður)
Flokkun
sort_default
Síur

Síur og flokkun

(123 Niðurstöður)
  • Byggingavörur (123) Raða eftir Flokkur: Byggingavörur (123)
    • Byggingarefni (123) Raða eftir Flokkur: Byggingarefni (123)
      • Panilklæðning (123) valið Nú raðað eftir Flokkur: Panilklæðning (123)
    kr
    kr
    cm
    cm
    cm
    cm
sort_default

Panilklæðning

(123 Niðurstöður)
sort_default
WallArt Veggplötur Viðarútlit 30 stk. „GL-WA28“ Náttúruleg Eik Ryðbrún
WallArt Veggplötur Viðarútlit 30 stk. „GL-WA28“ Náttúruleg Eik Ryðbrún

7 Litir

12.699,00 kr

með VSK

3040.43 kr /m²

vidaXL Acoustic Wall Panels 2 stk Rimlar 60,5x60 cm Eik spónn
vidaXL Acoustic Wall Panels 2 stk Rimlar 60,5x60 cm Eik spónn

4 Litir

7.929,00 kr

með VSK

vidaXL Veggþil 12 stk. Grátt 50x50 cm XPS 3 m² Stjörnumynstur
vidaXL Veggþil 12 stk. Grátt 50x50 cm XPS 3 m² Stjörnumynstur
+ 2 valkostir

27 Litir

5.369,00 kr

með VSK

vidaXL 3D Veggplötur með Drappaðri Múrsteinshönnun 10 stk. EPS
vidaXL 3D Veggplötur með Drappaðri Múrsteinshönnun 10 stk. EPS

31 Litir

34.839,00 kr

með VSK

6425.27 kr /m²

vidaXL 3D Veggþil 10 stk. Dökkbrúnt 100x50 cm EPS
vidaXL 3D Veggþil 10 stk. Dökkbrúnt 100x50 cm EPS

31 Litir

35.379,00 kr

með VSK

vidaXL Veggþil 12 stk. Beton 50x50 cm XPS 3 m² Steinamynstur
vidaXL Veggþil 12 stk. Beton 50x50 cm XPS 3 m² Steinamynstur
+ 2 valkostir

27 Litir

7.389,00 kr

með VSK

vidaXL 3D Veggþil 5 stk. ljósbrúnt 100x50 cm EPS
vidaXL 3D Veggþil 5 stk. ljósbrúnt 100x50 cm EPS

3 Litir

19.049,00 kr

með VSK

vidaXL Veggþil 12 stk. Svört 50x50 cm XPS 3 m² Stjörnumynstur
vidaXL Veggþil 12 stk. Svört 50x50 cm XPS 3 m² Stjörnumynstur
+ 2 valkostir

27 Litir

6.979,00 kr

með VSK

vidaXL Veggþil 12 stk. Svört 50x50 cm XPS 3 m² Steinamynstur
vidaXL Veggþil 12 stk. Svört 50x50 cm XPS 3 m² Steinamynstur
+ 2 valkostir

27 Litir

7.779,00 kr

með VSK

vidaXL 3D Veggþil 12 stk. 50x50 cm Demantsmynstur Grá 3 m²
vidaXL 3D Veggþil 12 stk. 50x50 cm Demantsmynstur Grá 3 m²
+ 2 valkostir

27 Litir

8.399,00 kr

með VSK

2929.67 kr /m²

vidaXL 3D Veggþil 12 stk. 50x50 cm Origami Svartur 3 m²
vidaXL 3D Veggþil 12 stk. 50x50 cm Origami Svartur 3 m²
+ 2 valkostir

27 Litir

9.389,00 kr

með VSK

2986.33 kr /m²

vidaXL Veggþil 12 stk. Bleikar 30x30 cm Flauel 1,08 m²
vidaXL Veggþil 12 stk. Bleikar 30x30 cm Flauel 1,08 m²
+ 2 valkostir

8 Litir

6.439,00 kr

með VSK

5489.81 kr /m²

vidaXL 3D Veggplötur Dökkur Sandsteinn Múrsteinshönnun 10 stk. EPS
vidaXL 3D Veggplötur Dökkur Sandsteinn Múrsteinshönnun 10 stk. EPS

31 Litir

34.929,00 kr

með VSK

7018 kr /m²

vidaXL 3D Veggplötur Dökkbrún og Grá Múrsteinshönnun 10 stk. EPS
vidaXL 3D Veggplötur Dökkbrún og Grá Múrsteinshönnun 10 stk. EPS

31 Litir

30.769,00 kr

með VSK

9063.45 kr /m²

vidaXL 12 stk Veggspjöld 3D 0,5 x 0,5 m 3 m²
vidaXL 12 stk Veggspjöld 3D 0,5 x 0,5 m 3 m²
6.109,00 kr

með VSK

2043 kr /m²

WallArt Veggplötur Viðarútlit Hlöðuviður Eik Öskugrár
WallArt Veggplötur Viðarútlit Hlöðuviður Eik Öskugrár

4 Litir

6.309,00 kr

með VSK

3209.05 kr /m²

vidaXL Veggplötur Wood Look Brown PVC 2,06 m²
vidaXL Veggplötur Wood Look Brown PVC 2,06 m²
+ 1 valkostir

6 Litir

7.189,00 kr

með VSK

3509.22 kr /m²

vidaXL 3D Veggplötur með Brúnni Múrsteinshönnun 10 stk. EPS
vidaXL 3D Veggplötur með Brúnni Múrsteinshönnun 10 stk. EPS

31 Litir

26.749,00 kr

með VSK

vidaXL Veggþil 12 stk. Grátt 50x50 cm XPS 3 m² Ameþyst
vidaXL Veggþil 12 stk. Grátt 50x50 cm XPS 3 m² Ameþyst
+ 2 valkostir

27 Litir

6.289,00 kr

með VSK

vidaXL 3D Veggþil 10 stk. Brúnt 100x50 cm EPS
vidaXL 3D Veggþil 10 stk. Brúnt 100x50 cm EPS

31 Litir

35.489,00 kr

með VSK

Úr verslun okkar og heim til þín. Vertu með í #sharemevidaxl myndasafninu!

Skoða myndasafn >
Skoða myndasafn

Veldu réttu veggþilin fyrir heimilið þitt

Veggþil eru að verða sífellt vinsælli leið til að skreyta veggina í samanburði við aðrar eldri veggáferðir á borð við málningu, flísar og veggfóður. Ýmsir kostir eru við veggþil, eins og til dæmis hreinleiki, lágur kostnaður og góð ending. Þú getur notað veggþil til að hylja ófagra hluti eða hannanir á veggnum, eins og til dæmis pípulagnir eða berar raflagnir sem ekki er hægt að fela á annan hátt.

Þar að auki er auðvelt að setja upp veggþil ofan á núverandi innréttingar til að gera útlit heimilisins ennþá áhrifameira. Ólíkt öðrum áferðum þá þarfnast veggþil heldur ekki mikillar vinnu né tíma. Veggþil eru einnig frábær leið til að bæta persónuleika við eignina. Hvort sem heimilið er sveitalegt eða hvort sem þig langar til að bæta sjarma við rýmið, þá eru veggþil frábær leið til að lyfta rýminu á annað plan.

Í þessum einföldu leiðbeiningum förum við yfir allt sem þú gætir þurft að vita varðandi val á veggþiljum. Við förum yfir ýmsa þætti sem þú þarft að hafa auga með svo að þú getir valið veggþil sem bæta hagnýtni og stíl við rýmið.

Hvað er besta efnið fyrir veggþil?

Veggþil fást í ýmsum efnum sem eru bæði endingargóð og þægileg í viðhaldi. Þilin eru fest á vegginn með skrúfum eða sett upp á málmgrind sem er síðan fest á vegginn. Hér að neðan skoðum við nokkra mismunandi efniviði sem þú hefur úr að velja.

Viður

Náttúrulegur viður er vinsælasta efnið fyrir veggþil þar sem það bætir náttúrulegri fegurð, hlýju, fágun og glæsileika við rýmið. Ólíkt veggflísum er viður með færri sprunguþéttingum sem geta safnað að sér óhreinindum. Annar kostur við veggþil úr viði er að þau eru auðveld í viðhaldi og viðgerð. Það besta er að það er hægt að sanda við niður og lakka hann aftur til að ná upphaflegu útlitinu ef skemmdir koma á viðinn. Viðarþil eru þó ekki ónæm gegn raka. Það er einnig hætta á termítárásum þegar kemur að viði.

MDF

MDF (meðalþétt spónaplata) er úr samsettum viði sem er gerður úr viðarflísum límdum saman undir hita og þrýstingi. Helsti kosturinn við MDF er að það er ódýrara, sem gerir það að frábærum kosti í staðinn fyrir gegnheilan við. Og það besta af öllu er að MDF lítur út eins og náttúrulegur viður. Efnið er einnig sveigjanlegt, sem þýðir að auðvelt er að hanna það á allskyns hátt og setja ýmis mynstur á það. Hægt er að gefa þiljum úr MDF allskyns áferðir á borð málningu, málmáferðir og annað. Þó er ekki ráðlagt að nota MDF ef leki er nálægt veggnum þar sem MDF á það til að draga í sig vatn og tútna út, sem þýðir að það getur á endanum dottið í sundur.

Plast

Veggþil úr plasti eru vatnsheld, sem gerir þau að frábærum kosti fyrir rakamikil svæði á borð við baðherbergi og eldhús. Þau eru einnig létt og auðveld í uppsetningu og svo laða þau ekki að sér ryk. Þar að auki eru þau ekki með gljúpu yfirborði og ýta því ekki undir myglumyndun. Svo eru veggþil úr plasti einnig tilvalin þar sem þau fást í allskyns litum. Þú finnur einnig 3D þil sem setja ákveðna dýpt, áferð og mynstur á rýmið. Þó þarf að hafa í huga að þar sem ytri áferðin er úr plasti þá þarftu að passa þig á að rekast ekki í þilin með skörpum hlutum þar sem þetta gæti rispað yfirborðið. Þar að auki getur verið krefjandi að skrúfa eða negla þessi þil. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá geturðu ekki notað skrúfuna aftur.

Spónn

Spónn er þunnt lag af viði sem hægt er að festa ofan á bakplötu til að búa til veggþil. Efnið lítur út eins og alvöru viður en er ódýrara en náttúrulegur viður. Það er einnig létt og auðvelt í uppsetningu. Einn af helstu kostunum við spón er að það er hægt að búa til stór veggþilsyfirborð úr þeim án grópa. Þetta þýðir einnig að það er auðveldara fyrir hönnuði að prófa mismunandi hannanir. Þar að auki er spónn fáanlegur í sama litatónum og ýmsir viðir og með mismunandi æðamynstrum.

Leður

Veggþil úr leðri bæta fallegum lit, áferð og hlýju við rýmið. Leður dregur einnig úr hávaða og getur enst í áraraðir ef vel er hugsað um það. Þar að auki er hlýjan sem leður getur gefið rýminu yfirleitt óviðjafnanleg. Þú getur verið með efnið í hvaða herbergi sem er og það lítur fágað og fallegt út án þess þó að vera of yfirþyrmandi. Leður er frábær kostur fyrir staði þar sem hávaði á það til að vera vandamál. Það er einnig hægt að meðhöndla það með vatnsheldu efni ef það á að vera í rýmum á borð við baðherbergi eða eldhús sem eru með miklum raka. Leður er hins vegar dýrt.

Sniðugar hugmyndir sem gera veggina ennþá fallegri

Veggþil voru upphaflega notuð fyrir aukna einangrun og til að auka endingu veggjanna. Í dag eru þau yfirleitt notuð meira sem skrautatriði til að gefa rýminu ákveðinn sjarma, áferð eða karakter. Einn af helstu eiginleikum veggþilja er að þau eru ekki eins flókin í uppsetningu og margir halda - það er nóg að vera handlaginn og þá ætti uppsetningin ekki að taka of langan tíma. Við höfum hér tekið saman nokkrar frábærar hugmyndir sem ættu að tryggja að veggþilin passi á hvaða heimili sem er, hvort sem það er sígilt eða nútímalegt.

Vertu með veggþil á baðherberginu

Ef það er mikið af steini á baðherberginu þá getur það oft endað á að virka kalt og andlaust. Viðarþil á baðherberginu eru frábær leið til að bæta hlýju við rýmið. Einnig er hægt að vera með hálfa veggi úr marmara. Með því að blanda saman efnum geturðu brotið upp einsleitni á óspennandi baðherbergi. Ennfremur er notkun viðarþila á baðherberginu frábær leið til að bæta við skrautlegri áherslu, þá sérstaklega ef það vantar miðdepil í rýmið.

Fegraðu veggþil með skrautlegum mynstrum

Þú getur sett glæsilegan blæ á einfalda hvíta veggi með endurteknu mynstri í ólíkum litum. Þetta setur skemmtilegan blæ á rýmið og skapar þar að auki bakgrunn sem er léttur á að líta. Eða farðu hagnýtu leiðina og málaðu veggþilin. Þú getur valið eggjaskelslit með smávegis glansáferð sem auðvelt er að þurrka af og er endingarbetri en ljósnæmislag.

Veldu riffluð þil fyrir nútímalegan blæ

Riffluð hönnun er að verða sífellt vinsælli innan innanhússhönnunar. Þessi hönnun er oft notuð til að skapa áhugavert útlit og áferð í rýminu. Þú getur einnig notað þessa tegund þilja sem skilrúm í nútímalega borðstofu í minimalískri hönnun til að bæta ákveðnum karakter við rýmið. Riffluð viðarveggþil bæta við hlýju og minimalískum hönnunaratriðum sem setja heillandi blæ á rýmið.

Búðu til leynihurð úr veggþiljunum

Það er afar sniðugt að nota veggþil til að fela hurð. Þú getur gert þetta í tengslum við falda geymslu, eins og til dæmis geymslu undir stiga eða jafnvel baðherbergi í hjónaherberginu. Þegar hurðin er lokuð þá lítur rýmið stílhreint út án þess að það sé augljóst að dyr séu fyrir aftan veggþilin.

Veldu hagnýt veggþil á fjölförnum svæðum

Stigaþil fela yfirleitt í sér hagnýt og skrautleg atriði. Notkun veggþilja á neðri hluta veggja á fjölförnum svæðum á heimilinu eykur endingu ytri hluta veggsins. Með því að velja auðþrífanlega málningu gerirðu þér auðveldara fyrir að fjarlægja bletti og fingraför. Látlaus veggþil með málningu á neðri hluta veggsins gera þér einnig klefit að nýta efri hluta veggsins betur til að setja skrautlegan blæ á rýmið. Þú getur til dæmis verið með veggfóður að ofan sem grípur augað og fær gestina til að líta upp.

Góð ráð varðandi viðhald á veggþiljum

Eins og með aðra hluti á heimilinu þá eru veggþil auðvitað gjörn á að slítast upp með tímanum. Rétt viðhald er nauðsynlegt til að tryggja að þilin haldist í toppstandi í fjöldamörg ár. Hér eru nokkrar ábendingar varðandi umhirðu á veggþiljum.

  • Þekktu veggþilin þín

  • Efnið sem notað er í veggþilin hefur að hluta til áhrif á það hvernig þú viðheldur þiljunum. Þetta er vegna þess að mismunandi efni þurfa mismunandi umönnun og þú þarft því að þekkja veggþilin þín. Hreinsiefni sem eru til dæmis of sterk geta eyðilagt við eða haft áhrif á áferðina. Þú gætir líka þurft að pússa þilin upp á einhverjum tímapunkti. Á hinn bóginn virkar nánast hvaða hreinsiefni sem er á plast.

  • Ryksugaðu þilin eða þurrkaðu reglulega af þeim

  • Mjög mynstruð veggþil eru tilvalin til að fela ryk en óhreinindi safnast þó fyrir á jafnvel sléttustu yfirborðum. Það er mikilvægt að þú hreinsir yfirborðið á þiljunum reglulega með notkun á lólausum klút eða rykbursta úr fjöðrum. Ef þú vilt að þrifin séu áhrifarík þá er best að nota ryksugu. Festu mjúkan bursta við ryksugurörið og færðu þig jafnt og þétt meðfram þiljunum að ofan og niður.

  • Haltu þiljunum frá beinu sólarljósi

  • Flest veggþil eiga það til að fölna ef sólin skín beint á þau til lengri tíma. Þegar veggþil eru sett upp þá skaltu ganga úr skugga um að þau snúi í burtu frá gluggum, hurðum eða öðrum stöðum þar sem beint sólarljós er. Þú getur einnig verið með gardínur eða gluggatjöld til að reyna að minnka það beina sólarljós sem endar á veggþiljunum.

  • Haltu veggþiljunum þurrum

  • Veggþilsefni á borð við MDF eða við skemmast ef þau eru sett á raka eða blauta staði. Því gæti verið best að forðast að hafa þau í eldhúsinu eða á baðherberginu. Það er mikilvægt að þú verndir þilin gegn vatni og þurrkir vatnsslettur af samstundis. Þú þarft líka að hafa auga með rökum blettum.

Verslaðu veggþil hjá vidaXL

Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af veggþiljum sem henta hvaða heimili sem er. Veggþilin okkar fást í mismunandi efnum, stærðum og stílum sem passa við innréttingar hvers og eins. Hvort sem heimilið er sígilt eða nútímalegt þá bjóðum við upp á hin fullkomnu veggþil fyrir þig.

Veggþilin okkar eru með fallegum áferðum og þau eru hönnuð til að vera sett upp á örskotsstundu. Þar að auki bjóðum við aðeins upp á vörur frá hágæðaframleiðendum til að tryggja að kúnnarnir okkar fái þil sem mæta fyrsta flokks gæðastöðlum. Skoðaðu úrvalið okkar í dag til að finna réttu veggþilin fyrir heimilið þitt.

Sjá meira Sjá minna