Fellistólar eru algjörlega ómissandi á öll heimili. Þú getur notið morgunkaffibollans á fellistólnum í garðinum eða tekið nokkra með í ferðalagið. Svo eru þeir tilvaldir þegar óvænta gesti ber að garði. Fellistólar eru sérstaklega frábærir fyrir útilegur og lítil heimili þar sem þeir eru samleggjanlegir, traustir, léttir og auðveldir í geymslu á milli nota.
Hér hjá vidaXL elskum við samleggjanlega stóla, sem er einmitt ástæðan fyrir því af hverju við eigum svona mikið af þeim. Fellistólarnir eru allir þægilegir og á viðráðanlegu verði.
Ertu að fara að halda stóra garðveislu? Grillboð fyrir nágrannana? Fara að horfa á boltann með vinunum? Það skiptir ekki máli hvert tilefnið er, fellistólar eru nýi besti vinur þinn. Ef þú ert að fara að halda viðburð eða stóra veislu og átt ekki nógu marga stóla, þá eru fellistólar bjargvætturinn. Þannig geturðu tryggt öllum gestunum sæti án þess að þurfa að borga hálfan handlegg fyrir það. Allir vinna. Og stólarnir eru þar að auki þægilegir í geymslu í skúrnum, bílskúrnum eða annars staðar.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af fellistólum í allskyns hönnunum, litum og efnum. Við efumst ekki um að þú finnir fellistól sem hentar þínum þörfum. Ef þú ert með spurningar eða þarft hjálp við að velja, þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar. Við hjálpum þér að finna fullkomna fellistóla fyrir heimilið þitt.