Með fótskemli verður slökun og afslöppun í stofunni enn betri! Það er fátt betra en að setja fæturna upp á meðan maður les eða slakar notalega á. En fótskemill er ekki bara hagnýt mubla, notkun fótskemils hefur heilsueflandi áhrif. Þegar fótunum er lyft upp örvar það blóðrásina ásamt því að draga úr eymslum og spennu í vöðvum. Við viljum hjálpa þér að finna besta fótskemilinn sem hentar bæði heilsunni og veskinu í fjölbreyttu úrvalinu hjá vidaXL.
Fótskemill er góð fjárfesting fyrir heimilið og hann er hægt að nota í öllum herbergjum hússins. Flestir kaupa þó fóthvílu til þess að nota við sófa eða hægindastól en það er líka hægt að nota þær einar og sér sem aukasæti. Góð fóthvíla er nauðsynleg á hvert heimili. Hér eru helstu ástæður þess:
Bæði gólfpúðar og skemlar hafa sína kosti og galla. Í grunninn er þó hægt að nota þá á svipaðan hátt en skoðum aðeins hver munurinn er.
Gólfpúðar eru lágir og eru helst ætlaðir sem stuðningur við fætur. Þeir fást í ýmsum útfærslum, bæði hvað varðar lögun og áklæði. Sumir eru með mjúkri fyllingu og líta einna helst út fyrir að vera háir púðar. Einmitt þess vegna er gott að nota þá sem lágt sæti.
Skemlar eru sterklega byggðir og eru hugsaðir sem lág sæti sem klædd eru með áklæði. Þeir fást í fjölbreyttum útfærslum, bæði með fótum og án þeirra. Skemlana er hægt að nota bæði innan- og utandyra. Einn vinsælasti fótskemillinn fyrir útirýmið er rattan skemill með þykkbólstraðri sessu.
Það getur verið skemmtilegt ferðalag að finna rétta skemilinn. Það fyrsta sem þarf að íhuga er notagildið. Hafðu eftirfarandi atriði í huga:
Flottasti liturinn fyrir fótskemil eða gólfpúða er sá sem passar þínum innréttingastíl og persónulegum smekk. Við eigum þá í ýmsum björtum litum, fínlegum hlutlausum tónum og dökkum tónum. Veldu liti sem munu annaðhvort skera sig úr í minímalískri stofu eða hjálpa þér að tóna niður líflega aðallliti. Jarðlitir eins og beige, brúnn og leirbrúnn skapa til dæmis notalegt andrúmsloft en líflegir litir eins og skærgulur eða vínrauður vekja meiri athygli og setja líflegri svip á rýmið.
Gólfpúðar líkjast stórum púðum sem settir eru beint á gólfið, á meðan fótskemlar eru úr föstum efnivið og því ekki jafnmjúkir. Gólfpúði er lágt sæti án baks sem er lagt beint á gólfið en flestir fótskemlar eru með fætur sem hækka þá upp. Báða þessa hluti getur verið sniðugt að nota til að skapa samhengi milli mismunandi húsgagna á heimilinu.