Hinn fjölhæfi fótskemill - frábær viðbót í stofuna
Með fótskemli verður slökun og afslöppun í stofunni enn betri! Það er fátt betra en að setja fæturna upp á meðan maður les eða slakar notalega á. En fótskemill er ekki bara hagnýt mubla, notkun fótskemils hefur heilsueflandi áhrif. Þegar fótunum er lyft upp örvar það blóðrásina ásamt því að draga úr eymslum og spennu í vöðvum. Við viljum hjálpa þér að finna besta fótskemilinn sem hentar bæði heilsunni og veskinu í fjölbreyttu úrvalinu hjá vidaXL.
Hvað er það sem er svona sniðugt við fótskemla?
Fótskemill er góð fjárfesting fyrir heimilið og hann er hægt að nota í öllum herbergjum hússins. Flestir kaupa þó fóthvílu til þess að nota við sófa eða hægindastól en það er líka hægt að nota þær einar og sér sem aukasæti. Góð fóthvíla er nauðsynleg á hvert heimili. Hér eru helstu ástæður þess:
- Hún eykur á þægindin þegar þú vilt slaka vel á. Rétt fóthvíla nýtir sófann betur til slökunar. Hún kemur sér vel þegar fjölskyldan tekur bíómyndamaraþon eða hámhorf um helgar. Fyrir lestrarhesta er einfaldlega dásamlegt að setja góðan fótskemil við uppáhaldshægindastólinn.
- Fyrir utan þægindin eru fótskemlar líka góðir fyrir heilsuna. Við langar setur hægist á blóðrásinni til fótanna. Með því að hafa hærra undir fótunum bætirðu blóðflæðið og getur setið lengur við án óþæginda. Set- og bakvöðvar verða líka fyrir áhrifum af löngum setum en hækkun fótanna breytir stöðu vöðvanna og kemur í veg fyrir vöðvaspennu.
- Fótskemlar eru ekki bara fyrir fætur. Það má til dæmis nota þá sem sófaborð í stofunni. Það eina sem þarf að gera er að leggja bakka eða plötu á yfirborðið til þess að leggja frá sér hluti á og koma í veg fyrir sull. Þeir nýtast einnig sem aukasæti ef gesti ber að garði.
- Fótskemlarnir fást í fjölmörgum útfærslum, bæði hvað varðar útlit, stíl og liti. Veldu sterkan lit til að lífga upp á hversdagslega stofu (eða hvaða annað rými sem er).
Gólfpúði eða skemill? Hver er eiginlega munurinn á þessu tvennu?
Bæði gólfpúðar og skemlar hafa sína kosti og galla. Í grunninn er þó hægt að nota þá á svipaðan hátt en skoðum aðeins hver munurinn er.
Gólfpúði
Gólfpúðar eru lágir og eru helst ætlaðir sem stuðningur við fætur. Þeir fást í ýmsum útfærslum, bæði hvað varðar lögun og áklæði. Sumir eru með mjúkri fyllingu og líta einna helst út fyrir að vera háir púðar. Einmitt þess vegna er gott að nota þá sem lágt sæti.
Skemill
Skemlar eru sterklega byggðir og eru hugsaðir sem lág sæti sem klædd eru með áklæði. Þeir fást í fjölbreyttum útfærslum, bæði með fótum og án þeirra. Skemlana er hægt að nota bæði innan- og utandyra. Einn vinsælasti fótskemillinn fyrir útirýmið er rattan skemill með þykkbólstraðri sessu.
Hvernig vel ég réttan fótskemil?
Það getur verið skemmtilegt ferðalag að finna rétta skemilinn. Það fyrsta sem þarf að íhuga er notagildið. Hafðu eftirfarandi atriði í huga:
- Efni: Mjúkur skemill er góður kostur ef ætlunin er að nota hann sem fóthvílu við sófa. Handprjónaður gólfpúði úr bómull gæti verið það sem þú leitar að. Ef þú vilt skemil sem getur einnig nýst sem borð þarftu að vera viss um að velja skemil á stöðugum fótum og úr traustum efnivið. Við mælum með því að velja rattangrind með mjúkum púða fyrir þægindin.
- Stærð: Hæð fótskemilsins er einn mikilvægasti þátturinn til að hafa í huga. 30-35 cm er góð hæð til að setja fæturna upp á þegar setið er. Flestir sófar hafa sethæð á milli 45-48 cm og skemillinn ætti að vera lægri svo að fæturnir séu í hentugri stöðu.
- Stíll: Litur og útlit fer eftir þeim stíl sem er ríkjandi í rýminu þar sem hann á að standa. Fótskemill í sterkum lit eða með áberandi mynstri getur lífgað upp á rýmið og gefið því nýjan blæ. Húsgagn í hlutlausari litatónum geta aftur á móti tónað niður meira áberandi húsgögn eða áhersluhluti. Áferð og áklæði eru því eitthvað sem þarf að hafa í huga þegar fótskemill er valinn. Gólfpúði úr náttúrulegri jútu kemur sérlega vel út í rými sem er innréttað í bóhem stíl á meðan svartur rattanskemill sómir sér betur með módernískum innréttingum.