Gangur

Gangurinn skreyttur

Það sem kemur okkur fyrst fyrir sjónir hefur mikið vægi og ættir þú því alltaf að leggja áherslu á að hafa ganginn heima fallegan. Flestir fókusera þó helst á tilgang rýmisins. Og jú, við erum sammála því að gangurinn þarf að vera praktískur og vera með geymslulausnirnar innan seilingar þegar gengið er inn um dyrnar en það þýðir ekki að hann geti ekki líka haft yfir sér töfrandi brag.

Þú vilt sniðugar geymsluhugmyndir fyrir skóna og stað til að geyma nauðsynjarnar - lykla, veski, regnhlífar. Ef þú ert með fataherbergi þarf lítið að geyma á ganginum. En annars skiptir máli að taka sem bestar ákvarðanir þegar hönnun gangsins er annars vegar.

Þess vegna bjóðum við upp á fullt af hugmyndum fyrir geymslu á ganginum. Við teljum samt líka að gangurinn eigi að vera gullfallegur. Við bjóðum þess vegna upp á töfrandi húsgögn fyrir ganginn í alls konar stíl. Við erum með fyrirtaksráð til að útfæra ganginn á sem flottastan hátt.

Nýttu plássið sem best með sniðugri geymslu á ganginum

Það fyrsta sem þarf að hafa í huga þegar gangurinn er hannaður er notagildi. Þar sem plássið er oftast nokkuð takmarkað þarftu sniðugar geymslulausnir á ganginn. Nýttu allt rýmið vel með því að bæta við nokkrum lykilmublum.

Fatahengi eru nógu rúmgóð til að geyma vetrarjakka sem þú vilt kannski ekki hafa uppi við. Fyrir skó eru nokkrir geymslumöguleikar í boði. Skórekkarnir okkar hjá vidaXL og skápar eru með og án hurða og í ýmsum stærðum. Fyrir stóra fjölskyldu mælum við með þeim sem eru með yfir 20 hólfum. Minni íbúðir geta nýtt sér klassískan skóskáp með skáhöllum hólfum.

Viltu sameina notagildi og þægindi? Skoðaðu bekki á ganginn hjá vidaXL, fáanlega í mörgum stærðum og litum. Sumir eru með sætispúða; aðrir gangbekkir eru í sveitastíl með fallegum tágkörfum til að geyma skóna.

Opnaðu dyrnar að töfrandi stíl

Tölum aðeins um stíl. Gangurinn getur verið bæði smart og praktískur. Til að ná fram slíku lúkki á heimilið skaltu kynna þér forstofuborðin. Hjá vidaXL finnurðu örugglega flott veggborð eða lítið borð sem passar fullkomlega á ganginn. Leiktu þér með frumlega blöndu af efniviði - tré, málmi, gleri - til að skapa flotta hönnun. Gangborð eru fullkomin til að sýna listmuni, setja blómvendi á og að sjálfsögðu til að geyma lyklana á.

Besta leiðin til að láta ganginn líta út fyrir að vera töff er að nota vegghillur. Notaðu þær sem fallega leið til að skreyta vegginn. Hérna getur sköpunargleðin fengið að leika lausum hala – komdu fyrir bókum, myndum og öllu öðru sem þú vilt hafa uppi við.

VidaXL vegghirsla með krókum er önnur leið til að fegra ganginn. Hengdu regnhlíf, hatt eða jakka og límdu myndir fyrir ofan með góðum minningum. Svo er tréstigi mjög smart til að geyma trefla. Þannig bætir þú lit og mynstri á ganginn en heldur treflinum innan seilingar.

5 ráð til að stílisera ganginn

  • Settu upp myndavegg. Veldu ramma í mismunandi stílum og litum til að sýna uppáhaldslistaverkin þín eða fjölskyldumyndir.
  • Opnaðu rýmið og gerðu það eftirminnilegt með flottum spegli. Eða farðu í marga minni spegla, þú ræður!
  • Notaðu hengiljós ef þú ert með hátt til lofts. Veldu hreinar línur í hönnun fyrir nútímalegt heimili eða farðu í ljósakrónu fyrir smá glamúr.
  • Láttu ganginn virka notalegri með mottu í ljósari litum sem ver líka gólfið.
  • Stökktu í djúpu laugina og skapaðu einstakt útlit með áhersluvegg. Veldu sterkan lit og láttu hann poppa með fylgihlutum í mjúkum tónum.
Sjá meira Sjá minna
sort_default
Flokkun
sort_default
Síur

Síur og flokkun

(58 Niðurstöður)
    kr
    kr
    cm
    cm
    cm
    cm
    cm
    cm
    cm
    cm

Gangur

Gangurinn skreyttur

Það sem kemur okkur fyrst fyrir sjónir hefur mikið vægi og ættir þú því alltaf að leggja áherslu á að hafa ganginn heima fallegan. Flestir fókusera þó helst á tilgang rýmisins. Og jú, við erum sammála því að gangurinn þarf að vera praktískur og vera með geymslulausnirnar innan seilingar þegar gengið er inn um dyrnar en það þýðir ekki að hann geti ekki líka haft yfir sér töfrandi brag.

Þú vilt sniðugar geymsluhugmyndir fyrir skóna og stað til að geyma nauðsynjarnar - lykla, veski, regnhlífar. Ef þú ert með fataherbergi þarf lítið að geyma á ganginum. En annars skiptir máli að taka sem bestar ákvarðanir þegar hönnun gangsins er annars vegar.

Þess vegna bjóðum við upp á fullt af hugmyndum fyrir geymslu á ganginum. Við teljum samt líka að gangurinn eigi að vera gullfallegur. Við bjóðum þess vegna upp á töfrandi húsgögn fyrir ganginn í alls konar stíl. Við erum með fyrirtaksráð til að útfæra ganginn á sem flottastan hátt.

Nýttu plássið sem best með sniðugri geymslu á ganginum

Það fyrsta sem þarf að hafa í huga þegar gangurinn er hannaður er notagildi. Þar sem plássið er oftast nokkuð takmarkað þarftu sniðugar geymslulausnir á ganginn. Nýttu allt rýmið vel með því að bæta við nokkrum lykilmublum.

Fatahengi eru nógu rúmgóð til að geyma vetrarjakka sem þú vilt kannski ekki hafa uppi við. Fyrir skó eru nokkrir geymslumöguleikar í boði. Skórekkarnir okkar hjá vidaXL og skápar eru með og án hurða og í ýmsum stærðum. Fyrir stóra fjölskyldu mælum við með þeim sem eru með yfir 20 hólfum. Minni íbúðir geta nýtt sér klassískan skóskáp með skáhöllum hólfum.

Viltu sameina notagildi og þægindi? Skoðaðu bekki á ganginn hjá vidaXL, fáanlega í mörgum stærðum og litum. Sumir eru með sætispúða; aðrir gangbekkir eru í sveitastíl með fallegum tágkörfum til að geyma skóna.

Opnaðu dyrnar að töfrandi stíl

Tölum aðeins um stíl. Gangurinn getur verið bæði smart og praktískur. Til að ná fram slíku lúkki á heimilið skaltu kynna þér forstofuborðin. Hjá vidaXL finnurðu örugglega flott veggborð eða lítið borð sem passar fullkomlega á ganginn. Leiktu þér með frumlega blöndu af efniviði - tré, málmi, gleri - til að skapa flotta hönnun. Gangborð eru fullkomin til að sýna listmuni, setja blómvendi á og að sjálfsögðu til að geyma lyklana á.

Besta leiðin til að láta ganginn líta út fyrir að vera töff er að nota vegghillur. Notaðu þær sem fallega leið til að skreyta vegginn. Hérna getur sköpunargleðin fengið að leika lausum hala – komdu fyrir bókum, myndum og öllu öðru sem þú vilt hafa uppi við.

VidaXL vegghirsla með krókum er önnur leið til að fegra ganginn. Hengdu regnhlíf, hatt eða jakka og límdu myndir fyrir ofan með góðum minningum. Svo er tréstigi mjög smart til að geyma trefla. Þannig bætir þú lit og mynstri á ganginn en heldur treflinum innan seilingar.

5 ráð til að stílisera ganginn

  • Settu upp myndavegg. Veldu ramma í mismunandi stílum og litum til að sýna uppáhaldslistaverkin þín eða fjölskyldumyndir.
  • Opnaðu rýmið og gerðu það eftirminnilegt með flottum spegli. Eða farðu í marga minni spegla, þú ræður!
  • Notaðu hengiljós ef þú ert með hátt til lofts. Veldu hreinar línur í hönnun fyrir nútímalegt heimili eða farðu í ljósakrónu fyrir smá glamúr.
  • Láttu ganginn virka notalegri með mottu í ljósari litum sem ver líka gólfið.
  • Stökktu í djúpu laugina og skapaðu einstakt útlit með áhersluvegg. Veldu sterkan lit og láttu hann poppa með fylgihlutum í mjúkum tónum.
Sjá meira Sjá minna
(58 Niðurstöður)
sort_default

4 Litir

57.449,00 kr

með VSK

4 Litir

145.639,00 kr

með VSK

4 Litir

108.209,00 kr

með VSK

46.719,00 kr

með VSK

4 Litir

63.789,00 kr

með VSK

4 Litir

54.169,00 kr

með VSK

2 Litir

56.549,00 kr

með VSK

5 Litir

111.869,00 kr

með VSK