ALMENNIR SKILMÁLAR OG SKILYRÐI

Efnisyfirlit: 

Grein 1 – Skilgreiningar
Grein 2 – Upplýsingar um seljanda 
Grein 3 – Gildissvið 
Grein 4 – Vöruframboð 
Grein 5 – Samningurinn 
Grein 6 – Verðið 
Grein 7 – Greiðslur 
Grein 8 – Afhending og notagildi 
Grein 9 – Skilaréttur 
Grein 10 – Skyldur neytanda á umþóttunartíma 
Grein 11 – Nýting á skilarétti neytandans og kostnaður við það
Grein 12 – Skyldur seljanda ef skilaréttur er nýttur 
Grein 13 – Útilokun skilaréttar 
Grein 14 – Fylgni við samninginn og ábyrgð
Grein 15 – Kvörtunarferli 
Grein 16 – Persónuvernd
Grein 17 - Hugverkaréttindi 
Grein 18 – Viðbótar- eða fráviksákvæði  
Grein 19 – Breytingar á almennum skilmálum  
Grein 20 - Upplýsingar

Grein 1 – Skilgreiningar 

Eftirfarandi skilgreiningar gilda í skilmálunum: 

 1. Viðbótarsamningur: samningur þar sem neytandinn kaupir vörur, stafrænt efni og/eða þjónustu í tengslum við fjarsölusamning og þessar vörur, stafrænt efni og/eða þjónusta er afhent af seljandanum eða af þriðja aðila á grundvelli samnings milli þriðja aðila og seljanda;
 2. Skilafrestur: tímabilið þar sem neytandinn getur nýtt sér skilarétt sinn;
 1. Neytandi : sá sem kemur ekki fram í nafni starfsgreinar eða fyrirtækis og gerir fjarsölusamning við seljandann
 1. Dagur : virkur dagur; 
 1. Stafrænt efni : gögn framleidd og afhent á stafrænu formi; 
 1. Afhendingarsamningur: samningur sem nær til reglulegrar afhendingar á vörum, þjónustu og/eða stafrænu efni á ákveðnu tímabili;
 1. Gagnamiðill: sérhvert miðill - þar á meðal tölvupóstur - sem gerir neytanda eða seljanda kleift að geyma upplýsingar sem beint er til hans persónulega á þann hátt að skoðun eða notkun í framtíðinni sem verður á tímabili sem sniðið er að þeim tilgangi sem upplýsingarnar eru ætlaðar og gera kleift að kalla fram óbreyttar vistaðar upplýsingar.
 1. Skilaréttur: möguleikinn fyrir neytandann á að falla frá fjarsölusamningi innan umþóttunartímans;
 1. Seljandi: einstaklingurinn eða lögaðilinn sem býður upp á vörur og/eða þjónustu til neytenda í fjarlægð (hér eftir nefnt „vidaXL“);
 1. Fjarsölusamningur:  samningur þar sem, innan ramma kerfis sem skipulagt er af seljandanum fyrir fjarsölu á vörum og/eða þjónustu, þar sem í aðdraganda og við gerð samningsins, er sérstaklega notuð ein eða fleiri aðferðir til fjarskipta (hér eftir nefndur „samningur“);
 1. Fjarskiptaaðferð: sérhver aðferð sem hægt er að nota við gerð samnings, án þess að neytandi og seljandi hittist.
 1. Vörutilboð: vísar til þess að vidaXL býður vöru á [vefsíðu] þar sem neytendur geta samþykkt tilboðin eða ekki, þar sem samþykkið er háð staðfestingu frá vidaXL svo það hafi lagalegt gildi.

Grein 2 – Upplýsingar um seljanda  

Nafn seljanda: vidaXL EHF 
Stundar viðskipti undir nafninu: vidaXL.is 

Heimilisfang fyrirtækis og starfstöðvar:  

Dalvegur 30, 201 Kópavogi, Ísland 

Netfang:  webservice@vidaXL.is

Viðskiptaráðsnúmer: 4305210390

Virðisaukaskattsnúmer: 141496 

Grein 3 – Gildissvið 

 1. Þessir almennu skilmálar eiga við um allar vörur sem vidaXL býður upp á í gegnum www.vidaXL.is og alla samninga sem gerðir eru milli vidaXL og neytandans.
 2. Áður en samningurinn er gerður eru almennir skilmálar og skilyrði gerð neytandanum aðgengileg. Ef þetta er ekki mögulegt með sanngjörnum hætti mun vidaXL upplýsa, áður en samningurinn er gerður, hvernig hægt er að skoða almennu skilmálana á [hlekkur á skilmálana á vefsíðunni] og að þeir verði sendir endurgjaldslaust að beiðni neytenda, annað hvort rafrænt eða á annan hátt svo neytandinn geti geymt þá á varanlegan máta.
 3. Komi til þess að sérstök skilyrði gildi auk þessara almennu skilmála og skilyrða, getur neytandinn ávallt beitt því ákvæði sem við á sem hagstæðast er fyrir hann ef upp kemur ágreiningur. 

Grein 4 – Vörutilboð 

 1. Ef vara sem boðin er hefur takmarkaðan gildistíma eða er háð skilyrðum, verður það sérstaklega tekið fram í tilboðinu.
 1. Vörutilboðið inniheldur fullkomna og nákvæma lýsingu á þeim vörum sem birtar eru. Vörulýsingin er nægilega ítarleg til að neytandinn geti metið tilboðið með réttum hætti. vidaXL leggur sig sérstaklega fram við að birta myndir sem eru sannar framsetningar á þeim vörum sem í boði eru. Augljós mistök eða villur í vörutilboðum eru ekki bindandi fyrir vidaXL.
 1. Hverju tilboði fylgja slíkar upplýsingar að neytandanum mun vera ljóst hvaða réttindi og skyldur fylgja samþykki tilboðsins.

Grein 5 – Samningurinn 

 1.  Samningurinn telst vera kominn á milli vidaXL og neytandans þegar sá síðarnefndi kaupir vöru af www.vidaxl.is Þar til vidaXL hefur staðfest samþykki, geta bæði neytendur og vidaXL slitið samningnum.
 2.  Ef neytandinn hefur samþykkt tilboðið með rafrænum hætti, staðfestir vidaXL móttöku samþykkis tilboðsins með rafrænum hætti. VidaXL mun gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja rafrænan gagnaflutning og tryggja öruggt vefumhverfi. vidaXL mun fylgja viðeigandi öryggisráðstöfunum fyrir rafrænar greiðslur.    
 3. Í samræmi við gildandi löggjöf áskilur vidaXL sér rétt til að afla upplýsinga um lánstraust / gjaldfærni neytandans sem og allar aðrar mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja viðeigandi efnd samningsskuldbindinga. Ef vidaXL hefur, á grundvelli þessarar athugunar, gildar ástæður fyrir því að ganga ekki til samningsins,  áskilur vidaXL sér rétt til að hafna pöntun eða setja sérstök skilyrði fyrir framkvæmdinni.
 4. Í síðasta lagi við afhendingu vörunnar sendir vidaXL til neytandans  eftirfarandi upplýsingar, annaðhvort skriflega eða á þann hátt að neytandinn geti geymt þessar upplýsingar á varanlegum miðli:
 • heimilisfang vidaXL; 
 • skilyrðin fyrir og með hvaða hætti neytandinn getur nýtt sér skilaréttinn, eða skýra yfirlýsingu varðandi undantekningu skilaréttar;
 • upplýsingarnar um ábyrgð og núverandi þjónustu eftir sölu;  
 • verðið að meðtöldum öllum gjöldum sem leggjast ofan vöruverðið;   
 • kostnaður vegna afhendingar, að því marki sem við á;   
 • greiðslumáta, afhendingu eða framkvæmd samningsins;
 • Skilyrði vegna uppsagnar samnings ef samningurinn hefur lengri gildistíma en eitt ár eða er ótímabundinn;  
 • viðeigandi eyðublað vegna skila á vöru, ef skilaréttur er uppfylltur.  

 Grein 6  – Verðið 

 1. Á gildistíma tilboðsins mun verð á vörum og/eða þjónustu sem í boði eru ekki hækka, nema ef breytingar verða á virðisaukaskatti.
 1. Með fyrirvara við fyrri málsgrein, áskilur vidaXL sér rétt til að bjóða vörur þar sem  verð er háð sveiflum sem vidaXL hefur engin áhrif á.
 1. [Verðið sem fram kemur í tilboði á vöru eða þjónustu er með virðisaukaskatti, innflutningsgjöldum og sendingarkostnaði, þ.e. öllum kostnaði.]

Grein 7 – Greiðslur 

 1. Að svo miklu leyti sem ekki er kveðið á um annað í samningnum eða viðbótarskilmálum verður að greiða þær upphæðir sem neytandinn skuldar þegar pöntunin er gerð og innan 14 daga frá upphafi skilafrests, eða innan 14 daga frá gerð samningsins þar sem skilafrestur á ekki við.
 1. Neytandanum ber skylda til að tilkynna þegar í stað ónákvæmni í greiðsluupplýsingunum sem gefnar eru upp eða tilgreindar hjá vidaXL.
 1. Greiðslumátarnir sem í boði eru á [vefsíðu] eru eftirfarandi:
 • Visa
 • Marstercard

Grein 8 – Afhending og notagildi 

 1. Afhendingarstaðurinn er heimilisfangið sem neytandinn hefur gefið upp við vidaXL.  
 1. Með vísan til þess sem fram kemur í grein 4 í þessum almennu skilmálum mun vidaXL afgreiða mótteknar pantanir fljótt en í síðasta lagi innan 30 daga, nema um annan afhendingartíma hafi verið samið. Ef seinkun er á afhendingu, eða ef pöntun getur ekki eða aðeins að hluta til verið afgreidd, verður neytanda tilkynnt um þetta eigi síðar en 30 dögum eftir að hann hefur gert pöntunina. Í því tilfelli hefur neytandinn rétt til að falla frá samningi án kostnaðar.
 1. Ef fallið er frá samningi samanber ofangreint ákvæði, endurgreiðir vidaXL fjárhæðina sem neytandinn hefur greitt.
 1. Hættan á tjóni og / eða tapi á vörum hvílir á vidaXL þar til afhending hefur átt sér stað til neytandans eða fulltrúa sem fyrirfram hefur verið tilnefndur og tilkynntur til vidaXL nema sérstaklega hafi verið samið um annað.

Grein 9 – Skilaréttur 

 1. Neytandinn getur fallið frá kaupum á vöru frá því að pöntunin var gerð og allt að 14 daga eftir móttöku pöntunarinnar án þess að tilgreina ástæður. Þó vidaXL sé heimilt að óska eftir útskýringum á ástæðu afpöntunar, ber neytanda ekki skylda til að veita slíkar skýringar til að geta nýtt rétt sinn.
 1. Tími skilaréttar sem um getur í 1. mgr. rennur út 14 dögum eftir að neytandinn, eða þriðji aðilinn sem neytandinn hefur tilnefnt fyrirfram, og ekki er flutningsaðilinn, hefur fengið vöruna, eða:
 • ef neytandinn hefur pantað nokkrar vörur í sömu pöntun: daginn sem neytandinn, eða þriðji aðili tilnefndur af honum, hefur móttekið síðustu vöruna. Að því tilskildu að neytandanum hafi verið gerð grein fyrir rétti hans samkvæmt þessari grein áður en pöntunin var samþykkt, áskilur vidaXL sér rétt til hafna pöntun á nokkrum vörum með mismunandi afhendingartíma.
 • ef afhending vöru samanstendur af nokkrum sendingum eða hlutum: daginn sem neytandinn, eða þriðji aðili sem hann hefur tilnefnt, hefur fengið síðustu sendinguna eða síðasta hlutann;

Grein 10 – Skyldur neytandans meðan skilafrestur líður 

 1. Meðan skilafresturinn líður skal neytandinn meðhöndla vöruna og umbúðirnar með gát. Hann má aðeins opna umbúðir vörunnar eða nota vöruna að því marki sem nauðsynlegt er til að ákvarða eðli, einkenni og virkni vörunnar. Neytandinn má aðeins meðhöndla og skoða vöruna eins og honum væri heimilt að gera í verslun.
 1. Neytandi skal vera ábyrgur fyrir rýrnun á verðgildi vöru vegna meðhöndlunar vörunnar sem er umfram það sem leyfilegt er í 1. mgr.
 1. Neytandi er ekki ábyrgur fyrir rýrnun á verðgildi vöru ef vidaXL hefur ekki veitt honum allar upplýsingar um lagalegan rétt hans til að falla frá samningi fyrir eða við lok samnings.

Grein 11 – Nýting á skilarétti neytandans og kostnaður við það

 1. Ef neytandinn nýtir sér skilarétt sinn skal hann tilkynna það til vidaXL innan frestsins með ótvíræðum hætti.
 1. Eins fljótt og auðið er, en innan 14 daga frá deginum eftir þá tilkynningu sem vísað er til í 1. mgr., skal neytandinn skila vörunni, eða afhenda hana (viðurkenndum fulltrúa) vidaXL. Þetta er ekki nauðsynlegt ef vidaXL hefur boðist til að sækja vöruna. Neytandinn telst í öllum tilvikum hafa gætt skilafrests ef hann skilar vörunni áður en umþóttunartíminn er liðinn.
 1. Neytandinn skal skila vörunni með öllum fylgihlutum sem fylgja, ef mögulegt er í upprunalegu ástandi og umbúðum og í samræmi við viðeigandi og skýrar leiðbeiningar frá vidaXL.
 1. Áhættan og sönnunarbyrðin fyrir réttri og tímanlegri nýtingu skilaréttar liggur hjá neytandanum.
 1. Neytandinn ber beinan kostnað við að skila vörunni. Ef vidaXL hefur ekki greint frá því að neytandinn beri þennan kostnað eða ef vidaXL gefur til kynna að það muni bera kostnaðinn þarf neytandinn ekki að bera kostnaðinn fyrir skil á vöru.
 1. Ef neytandinn nýtir sér skilarétt sinn verður fallið frá öllum viðbótarsamningum samkvæmt lögum.

Grein 12 – Skyldur vidaXL vegna afpöntunar 

 1. Geri vidaXL það mögulegt að neytandi geti tilkynnt um afpöntun rafrænt, verður samstundis send staðfesting á móttöku þegar tilkynningin hefur borist.
 2. vidaXL mun endurgreiða allar greiðslur frá neytandanum, þar með talinn allan sendingarkostnað sem vidaXL rukkaði fyrir á skiluðu vörunni, án tafar en innan 14 daga frá þeim degi sem neytandinn tilkynnir honum um afpöntunina. Nema VidaXL bjóðist til að sækja vöruna, áskilur vidaXL sér rétt til að fresta endurgreiðslunni þar til vidaXL hefur móttekið vöruna eða þar til neytandinn sýnir fram á að hann hafi skilað vörunni, hvort sem gerist fyrr.
 3. vidaXL notar sama greiðslumáta til endurgreiðslu og neytandinn notaði við kaup á vörunni, nema að neytandinn samþykki annan máta. Endurgreiðslan er neytandanum að kostnaðarlausu.
 4. Ef neytandinn hefur valið dýrari afhendingarmáta en ódýrustu hefðbundnu afhendinguna þarf vidaXL ekki að endurgreiða viðbótarkostnað vegna dýrari afhendingarmáta.

Grein 13 – Undantekningar frá skilarétti

 1. Vörur eða þjónusta þar sem verð er háð sveiflum á fjármálamarkaði og VidaXL hefur engin áhrif á og geta komið fram innan skilafrests;
 2. Samningar sem gerðir eru á almennu uppboði. Með almennu uppboði er átt við söluaðferð þar sem vörur, stafrænt efni og / eða þjónusta sem vidaXL býður neytandanum sem er viðstaddur í eigin persónu eða er gefin kostur á að vera viðstaddur í eigin persónu á uppboðinu, undir stjórn uppboðshaldara, og þar sem hæstbjóðanda er skylt að kaupa vörurnar, stafrænt efni og / eða þjónustu;
 3. Þjónustusamningar, eftir fulla framkvæmd þjónustu, en aðeins ef:
 •  framkvæmdin er hafin með sérstöku fyrirfram samþykki neytandans; og
 • neytandinn hefur lýst því yfir að hann muni glata skilarétti sínum um leið og vidaXL hefur fullnægt samningnum;
 1. Þjónustusamningar um útvegun húsnæðis, ef kveðið er á um ákveðna dagsetningu eða frammistöðu í samningnum og annað en vegna íbúðarhúsnæðis, vöruflutninga, bílaleiguþjónustu og húsaleigu;
 2. Vörur sem framleiddar eru eftir fyrirmælum neytanda, sem ekki eru fyrirfram gerðir og framleiddir á grundvelli einstaklingsvals eða ákvörðunar neytandans, eða sem greinilega eru ætlaðir tilteknum einstaklingi;
 3. Vörur sem rýrna fljótt eða renna út fljótt;
 4. Vörur í lokuðum umbúðum sem ekki er viðeigandi að skila af heilsuverndar- eða hreinlætisástæðum og innsiglið hefur verið rofið eftir afhendingu;
 5. Vörur sem hafa blandast eftir eðli sínu á óafturkræfanlegan hátt saman við aðrar vörur eftir afhendingu;
 6. Áfengir drykkir, sem samið var um verð á þegar samningurinn var gerður, en afhending þeirra getur aðeins farið fram eftir 30 daga, og raunverulegt verðmæti þeirra fer eftir sveiflum á markaðnum sem vidaXL hefur engin áhrif á;
 7. Innsiglaðar hljóð-, myndbandsupptökur og tölvuhugbúnaður, þar sem innsiglið hefur verið rofið eftir afhendingu;
 8. dagblöð eða tímarit, að undanskildum áskriftum að þeim;
 9. Framboð stafræns efnis annað en á áþreifanlegum miðli, en aðeins ef:
 • framkvæmdin er hafin með sérstöku fyrirfram samþykki neytandans; og
 • neytandinn hefur lýst því yfir að hann missi skilarétt sinn.

Grein 14 – Fylgni við samninginn og ábyrgð 

 1. vidaXL ábyrgist að vörur og / eða þjónusta uppfylli kröfur samningsins, lýsingarnar sem fram koma í tilboðinu, sanngjarnar kröfur um áreiðanleika og / eða notagildi og þau lagaákvæði og / eða stjórnvaldsreglur sem eru til staðar á þeim degi sem samningurinn er gerður.
 2.  Í samræmi við íslensk lög, n.t.t. lög nr. 16/2016, eiga neytendur rétt á 24 mánaða ábyrgð frá þeirri dagsetningin er varan berst.
 3. Með fyrirvara um gildandi lög og þar sem vara uppfyllir ekki skilyrði samnings um kaup innan 24 mánaða ábyrgðartíma, áskilur vidaXL sér rétt á að velja að gera við vöruna, skipta vörunni, bjóða fyrirfram upp á endurgreiðslu að hluta eða að fullu fyrir skil á umræddri vöru.
 4. Allur réttur til ábyrgðar fellur brott í tilfellum misnotkunar vörunnar, vanrækslu, skorts á viðhaldi eða viðgerð þriðja aðila án undangenginnar heimildar vidaXL.

Grein 15 – Kvörtunarferli 

 1. Þar sem við á, getur neytandinn sent inn kvörtun með því að hafa samband við fyrirtækið með því að notast við eftirfarandi samskiptaupplýsingar frá [9 til 17]
 • með tölvupósti: webservice@vidaXL.is,
 • Með vefspjalli;
 • Með bréfpósti á heimilisfangið sem hér er birt;
 1.  Komi upp ágreiningur milli seljandans og neytandans skuldbinda samningsaðilar sig sérstaklega til að leita eftir vinsamlegri lausn áður en önnur málsmeðferð er hafin. Seljandi hefur sett upp ferli við meðferð kvartana sem viðskiptavinur hefur verið upplýstur um. Kvartanir sem berast seljanda eru afgreiddar innan fjórtán (14) daga frá móttökudegi þeirra.
 2.  Kvörtun vegna framkvæmdar samningsins verður að leggja skýrt og nákvæmlega fram við vidaXL innan hæfilegs tíma eftir að neytandinn hefur uppgötvað galla en eigi síðar en 2 mánuðum eftir að galli uppgötvast.
 3.  Kvörtunum sem berast vidaXL verður svarað innan 14 daga frá móttökudegi. Ef fyrirsjáanlegt er að kvörtun muni krefjast lengri afgreiðslutíma mun vidaXL svara innan 14 daga með tilkynningu um móttöku og útskýringum á því  hvenær neytandinn getur búist við ítarlegra svari.

Grein 16 – Persónuvernd 

VidaXL er bundið af almennu persónuverndarreglugerðinni (ESB) 2016/679 sem veitir persónuupplýsingum um neytendur eða gesti vernd. Nánari upplýsingar um söfnun, vinnslu og aðra notkun á gögnum neytenda er að finna í persónuverndarstefnunni.

Grein 17– Hugverkaréttindi  

 1. Innihald [www.vidaXL.is] er eign vidaXL og samstarfsaðila þess og er verndað af íslenskum lögum sem gilda um hugverkaréttindi. Öll eftirgerð af þessu efni, að öllu leyti eða að hluta, er stranglega bönnuð og getur talist fölsun samkvæmt lögum.
 2. Neytandinn skal forðast að endurgera eða nota umræddar rannsóknir, teikningar, líkön og frumgerðir o.s.frv. án sérstaks, skriflegs og fyrirfram leyfis seljanda.

Grein 18 –  Gildandi lög og lögsaga

 1. Aðeins íslensk lög eiga við um samninga milli vidaXL og neytandans, sem gerðir eru á grundvelli þessa almennu skilmála.
 2. Lögsögu vegna skilmála þessa hafa dómstólar á Íslandi.  

Grein 19 – Breytingar á almennum skilmálum

 1. vidaXL áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum og mun birta nýjustu útgáfuna á vidaXL.is.
 2. Breytingar á þessum skilmálum taka aðeins gildi eftir að þær hafa verið birtar á viðeigandi hátt, með þeirri túlkun að ef einhverjar viðeigandi breytingar verða á vörutilboði gildir það ákvæði sem er hagstæðast fyrir neytandann.
 3. Neytandinn hefur rétt á að biðja vidaXL um að upplýsa hann um viðeigandi skilmála.

Grein 20 – Upplýsingar

Fyrir frekari upplýsingar um réttindi neytenda, vinsamlegast farðu inn á vefsíðuna https://www.neytendastofa.is/english/consumer-rights-divison/

 


Viðhengi

Skilmálar Seljanda vidaXL

Skilyrði skil

Persónuverndarstefna og vafrakökuyfirlýsing