Hér hjá vidaXL leggjum við okkur fram við að tryggja að vefsíðan okkar sé aðgengileg öllum, þar á meðal einstaklingum með fötlun.

Við fylgjum viðmiðunarreglum fyrir vefaðgengi („Web Content Accessibility Guidelines“ eða WCAG) 2.1 Level AA staðlinum til að tryggja að stafræn þjónusta hjá okkur uppfylli þarfir notenda og fylgi evrópskum aðgengislögum.

Um þjónustuna okkar

vidaXL býður upp á netverkvang til kaupa á heimilis- og garðvörum. Vefverslunin okkar er hönnuð til að gera verslunarupplifunina hnökralausa, hvort sem það varðar vafur á síðunni, vöruúrval, greiðsluferli eða aðgangsstjórnun. Ennfremur veitum við stöðugan stuðning í gegnum þjónustufulltrúa og netspjall.

Aðgengisfylgni

Við höfum bætt aðgengi með því að:

  • Auka litabirtingu til að uppfylla AA/AAA staðla samkvæmt WCAG
  • Stækka marksvæði fyrir gagnvirka þætti í að minnsta kosti 44x44px, í samræmi við AAA WCAG staðla
  • Bæta fókusframferðið og -útlitið okkar til að gera kúnnum auðveldara fyrir að vafra á síðunni.
  • Bæta varnir og meðhöndlun á villum með skýrari sjónrænum vísbendingum og vel skrifuðum texta
  • Gera endurbætur á forritun með réttri HTML notkun og ARIA tögum
  • Bæta lýsandi alt-tögum við myndir í vefversluninni.
  • Stækka textastærðirnar okkar í 16px í samræmi við ráðleggingar frá WCAG. Við skiljum í grundvallaratriðum að allar málsgreinar og langur texti þarf að vera að minnsta kosti 16px svo að lesendur geti skimað textann á þægilegan hátt.

Áframhaldandi vinna í aðgengi

Til að viðhalda og bæta aðgengi enn frekar sjáum við til þess að:

  • Vera með stöðugt eftirlit með aðgengisviðmiðunum til að tryggja áframhaldandi eftirfylgni
  • Bæta aðgengistögin okkar á forritunarstiginu með tíð og tíma til að vera með nákvæmar táknmyndir fyrir notendur og vefskriðla
  • Tryggja innri hönnunarferli sem setja fylgni á aðgengiskröfum á borð við marksvæði, litaandstæður og fókusframferði í forgang.

Við erum meðvituð um að sum svæði megi bæta. Þetta felur í sér að gera verslunarupplifunina auðveldari og öruggari, eins og að bæta hvernig notendur skoða vörur, hafa umsjón með körfunni sinni og ganga frá kaupum, svo að allt á síðunni virki sérsniðið og áreynslulaust. Við erum einnig að auka aðgengi til að tryggja að allir, óháð getu, geti vafrað og notið vefsvæðisins okkar á auðveldan hátt. Í slíkum tilfellum vinnum við markvisst að því að innleiða aðra aðgengilega valkosti heldur en endurbætur og við munum birta fréttir í síðari útgáfum.

Ferli til að viðhalda aðgengi

Við höfum komið upp innri ferlum til að tryggja langtímaaðgengi, þar á meðal með:

  • Áframhaldandi eftirliti og prófunum þegar á þróunarlotum stendur
  • Gagnaskráningu á aðgengismálum, lagfæringu og endurbótum
  • Áætlun um framtíðarendurbætur byggða á athugasemdum notenda og úttektum á aðgengi
  • Sérstakt hönnunarteymi fyrir notendaupplifanir sem forgangsraðar sjónrænu aðgengi með áherslu á litaandstæður, textastærð og smellisvæði.

Hafa samband

Við erum staðráðin í að viðhalda stöðugum endurbótum á aðgenginu okkar. Ef þú stendur frammi fyrir áskorunum við að ná aðgangi að vefsíðunni okkar eða hefur tillögur um úrbætur, vinsamlegast hafðu samband við okkur á eftirfarandi síðu:

- https://support.vidaxl.net/hc/is/requests/new?ticket_form_id=24409481452561

Hljóðútgáfa í boði

Hægt er að fá hljóðútgáfu af þessari yfirlýsingu