Hvernig þú velur hina fullkomnu borðstofustóla

Hvert horn heimilisins skiptir máli. Heimilið þitt sýnir hver þú ert og það ætti að vera notalegt og þægilegt.

Borðstofan þín er sérstaklega mikilvæg og þar eru borðstofustólarnir engin undantekning. Borðstofan er staðurinn fyrir matarboð, góðar stundir með vinum og vandamönnum og notalega morgunverði um helgar. Borðstofustólarnir ættu því að vera bæði þægilegir og stílhreinir. Gott er að hafa þessi atriði í huga þegar þú skoðar ómissandi ráð í þessum kaupleiðbeiningum varðandi kaup á réttu borðstofustólunum.

 

Ekki hræðast að blanda mismunandi hlutum saman

Auðveldasta leiðin til að útbúa borðstofusvæði er að kaupa borðstofusett. Hér hefurðu þægilegt svar við spurningunni varðandi hvernig þú færð allt til að vera í stíl. Þetta er þó ekki eina leiðin. Borðstofuborðið þarf ekki endilega að vera í stíl við stólana. Þú hefur þvert á móti frelsið til að setja einstakan og persónulegan svip á borðstofuna með því að kaupa stólana sér. Ekki hika við að leika þér með mismunandi gerðir af stólum fyrir borðstofuborðið.

En ættu allir borðstofustólar að vera í stíl? Eina reglan sem þú þarft að fylgja þegar þig langar til að hafa gott jafnvægi á borðstofunni er að hafa allavega einn sameiginlegan þátt sem setur heildrænan svip á rýmið. Þú getur valið einstaklega þægilega borðstofustóla með armhvílum og sett þá saman við bekki, kolla eða hliðarstóla. Stólarnir þurfa ekki að vera hluti af setti. Blanda af stólum úr viði eða rattan með bólstruðum stólum getur gefið borðstofunni hlýtt yfirbragð.

Veldu borðstofustóla í réttri stærð

Þú getur leyft sköpunargleðinni og þínum einstaka persónuleika að njóta sín þegar þú hannar borðstofusvæðið. Þægindin þurfa að vera í fyrirrúmi þegar þú velur borðstofustóla. Hefðbundin stærð borðstofustóla passar við venjulegar stærðir borða. Hæð borðstofustólsins er í kringum 45 cm, en hefðbundin borðhæð er um 76-77 cm. Ef þú átt sérsmíðað borð eða stóla þá skaltu hafa 30 cm frá sæti stólsins að borðplötunni. Þetta tryggir gott hnépláss.

Önnur mál sem vert er að hafa í huga er hæð armhvílanna. Borðstofustólar með armhvílum eru yfirleitt með hefðbundnu 18 cm bili á milli armhvílunnar og borðplötunnar. Stólarnir eru örlítið stærri en hefðbundnir stólar og ættu því að passa undir borðið til að spara pláss.

Það næsta sem þarf að hafa í huga er breidd stólsins. Stöðluð breidd er á milli 45 og 50 cm. Þegar þú metur hversu margir stólar komast við borðið þá er gott að miða við um 15 cm á milli hvers stóls til að tryggja gott olnbogarými. Þannig geta allir setið makindalega við borðið en þó lítur uppsetningin út fyrir að vera bæði notaleg og rúmgóð. Þegar plássið er hins vegar af skornum skammti þá geta kollar eða borðstofubekkir verið góð lausn. Annar kostur við að blanda saman allskyns hlutum er að stílmöguleikarnir eru endalausir.

 

Við elskum öll flottan stól

Jæja, dembum okkur nú í skemmtilega partinn – að velja borðstofustóla með réttu útliti. Úrvalið er gríðarmikið og því getur reynst snúið að velja réttu stólana. En þú þarft ekki að örvænta - það eina sem þú þarft að gera er að skipta þáttunum niður í:

  • Efniviðinn sem notaður er í borðstofustólana
  • Rétta litinn á stólunum fyrir innréttingarnar
  • Stíl sem passar við þinn smekk

Borðstofustólar eru hannaðir úr allskyns efnum. Vinsælustu stólarnir eru ýmist úr viði, málmi eða með bólstrun. Borðstofustólar úr viði eru þægilegir og endingargóðir og þeir passa vel við klassískar hannanir en virka þó einnig frábærlega við nútímalegar innréttingar. Það besta við þá er hversu notalegir þeir eru.

Hægt er að para málmstóla við allskyns stíla, hvort sem það er iðnaðarstíll eða rómantískur stíll með frönskum blæ. Stólarnir eru tímalausir og afar auðveldir í þrifum og stundum er jafnvel hægt að hafa þá utandyra líka.

Eins og við má búast þá eru bólstraðir borðstofustólar afar þægilegir. Áklæðið fæst í allskyns efnum og stólarnir passa því í hvaða rými sem er.

Hvað varðar liti þá skaltu leika þér með mismunandi áklæðisefni og efniviði og sjá hvaða mynstur passa best við það heildarútlit sem þú hefur í huga. Þú getur alltaf valið hlutlausa liti og bætt við das af djörfum litum eða mynstrum.

Eins og við nefndum hér að ofan þá þurfa borðstofustólarnir ekki að passa saman. Við mælum með því að þú metir stemningu borðstofunnar og reynir að blanda saman stólum í mismunandi stíl. Ef þig vantar innblástur þá geturðu kíkt á uppáhaldsborðstofustólana okkar hér fyrir neðan.