Vertu með veðrið á hreinu með aðstoð veðurstöðvar
Þú hefur kannski aldrei spáð í þetta áður, en veðurstöðvar geta verið afar þægilegar heimavið. Þær gefa þér upplýsingar um hitastig, úrkomumagn og aðra veðurtengda hluti sem gott er að vita áður en þú heldur út í heiminn. Flestar veðurstöðvar eru í tveimur pörtum - einum útiparti með allskyns skynjurum og einum inniparti með skjá. Fyrir utan þetta atriði þá eru veðurstöðvar oft afar mismunandi og erfitt getur því verið að velja réttu stöðina. Haltu áfram að lesa og við deilum með þér allri okkar kunnáttu á heimilisveðurstöðvum frá vidaXL.
Hvað er veðurstöð og hvernig virkar hún?
Þú hefur líklegast heyrt minnst á veðurstöðvar áður, en vissirðu að þú gætir verið með svoleiðis heimavið? Heimilisveðurstöð er í rauninni bara samsetning af tólum og skynjurum sem þú getur sett upp á heimilinu. Veðurstöð gefur þér nákvæmar og tímanlegar upplýsingar um veðrið. Þetta gæti t.d. verið:
-
Hitastig
-
Vindhraði og vindátt
-
Úrkomumagn
-
Rakastig
Þetta þýðir að þú þarft ekki lengur að reiða þig á veður-öpp eða fréttirnar til að komast að því hvernig veðrið er. Þú nálgast nú auðveldlega þessar upplýsingar með því að skoða einfaldlega skjáinn heima hjá þér. Veðurstöðvar eru mismunandi - sumar samanstanda af einni einingu með allri skynjarasamsetningunni, á meðan aðrar samanstanda af mismunandi skynjaraeiningum. Ef þú velur veðurstöð með mörgum skynjurum þá geturðu sett skynjarana upp á mismunandi staði.
Þetta gæti t.d. þýtt að einn skynjarinn mælir hitastig, á meðan annar mælir rakastig, enn annar mælir vind og fjórði mælir úrkomu o.s.frv. Heimilisveðurstöðvar senda yfirleitt upplýsingar þráðlaust. Sumar veðurstöðvar gefa þér kost á að skoða upplýsingarnar á appi í símanum þínum eða á spjaldtölvu. Ef þú ákveður að fjárfesta í mjög nýstárlegri veðurstöð þá hefurðu einnig kost á að fá svæðisbundnar og sérsniðnar veðurupplýsingar.
Af hverju ættirðu að fjárfesta í veðurstöð?
Hvers vegna að fjárfesta í veðurstöð fyrir garðinn? Veðrið skiptir auðvitað máli fyrir flesta. Hvort sem þú ert á leiðinni í göngutúr, ert að fylgjast með fárviðri eða ert einfaldlega að bíða eftir rétta veðrinu til að gróðursetja glænýju plönturnar þínar, þá þarftu á veðurupplýsingum að halda. Skoðum betur af hverju heimilisveðurstöð er góð hugmynd.
-
Þú getur planað garðtímann upp á hár ef þú átt veðurstöð. Hún gefur þér þær upplýsingar sem þú þarft á að halda til að geta valið besta daginn fyrir grillveisluna.
-
Krakkar elska veðurstöðvar. Ef börn eru á heimilinu þá er veðurstöð tilvalin leið til að fræða þau um vísindi á skemmtilegan hátt.
-
Ef þú elskar líkamsrækt útivið þá verður veðurstöð fljótt besti vinur þinn. Veðurstöð gefur upplýsingar um vindhraða og vindátt, útfjólubláa geisla og allskyns aðra hluti sem gott er að hafa í huga þegar þú velur klæðnað og vökva fyrir útiveruna.
-
Ef þér finnst gaman að veiða - hvort sem það er í vatni eða á landi - þá er veðurstöð afar þægileg þegar þú þarft að velja besta hitastigið og vindhraðann fyrir veiðina.
-
Ef þig dreymir um gullfallegan og gróskumikinn garð þá er mikilvægt að þú getir fylgst með veðrinu. Veðurstöð gerir þér auðveldara fyrir að átta þig á því hvenær besti tíminn er fyrir vökvun, gróðursetningu o.fl.
Besta staðsetningin fyrir heimilisveðurstöð
Mikilvægt er að þú setjir veðurstöðina á réttan stað heimavið. Reyndar er staðsetningin gríðarlega mikilvæg ef þú vilt fá réttar upplýsingar úr skynjurunum. Hér eru nokkur ráð varðandi staðsetningu á heimilisveðurstöðinni:
-
Raka- og hitastigsskynjararnir ættu að vera að hluta til eða algjörlega í skugga. Kjörin hæð er 150-180 cm.
-
Regnmælirinn þarf að vera algjörlega láréttur og hann ætti að vera aðeins hærra uppi til að koma í veg fyrir að regnvatn skvettist af jörðinni. Ekkert má vera fyrir mælinum.
-
Ef þig langar til að mæla vindátt og vindhraða þá er best að setja vindmælinn á þakið. Því hærra, því betri og nákvæmari verða niðurstöðurnar.
-
Ef veðurstöðin er í einni einingu þá er best að setja hana í að minnsta kosti 3 metra hæð frá jörðinni.
-
Allra mikilvægast er að hafa veðurstöðina á aðgengilegum stað þar sem mikilvægt er að þú þrífir hana og viðhaldir henni reglulega.
Ef þú ert með spurningar, eða þarft aðstoð við að velja veðurstöð, þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar.