Stílfæring af Ewa Radzyniak: Innblástur fyrir heimili & garð
Hér er pólski áhrifavaldurinn Ewa Radzyniak sem er þekkt fyrir ástríðu á stílfæringu og hönnun heimilisins.
Stíll Ewa Radzyniak er algjörlega einstakur og hún umbreytir útirýmum í notalegan og heillandi griðastað. Ástríða hennar á garðyrkju skín í gegn í hönnununum sem hún velur. Hún blandar saman fegurð og þægindum til að skapa fullkominn reit fyrir friðsæld og náttúruslökun.
Stílfæring af áhrifavaldinum okkar
Einstakur stíll og sköpunargáfa Ewa nýtist vel við að umbreyta útisvæðum í notalegt athvarf: „Ég nota ljósa tóna á borð við hvíta, drappaða og pastel við hönnun rýmisins. Ég kýs helst að nota efni á borð við steinefni, við og stundum málm. Ég hanna oft skrautmuni sjálf úr þessum efnum.“ Skoðaðu myndasafnið hennar til að kynna þér hvernig listræn hugsjónin hennar getur gefið þér innblástur fyrir stílfæringu á heimilinu eða garðinum þínum.
Skoðaðu uppáhaldsvörur áhrifavalda
Skoðaðu línur sérsniðnar af Ewa fyrir notaleg stofurými og friðsæla garða. Ewa setur persónulegan svip á rýmið, býður upp á ferskar hugmyndir og undirstrikar sérvaldar vörur. Hún útskýrir betur: „Ég nota ljósa tóna á borð við hvíta og drappaða, með efnum á borð við stein, við og málm“.
Uppáhaldsgarðvörur Ewa
Ewa elskar að stílfæra garðinn sinn og gera hann að notalegum griðastað sem er fullkominn fyrir vinnu, slökun eða hittinga. Skoðaðu uppáhaldsvörurnar hennar á borð við tímalausa garðstóla úr akasíuviði með litríkum sessum. „Stólarnir eru fallegir og endingargóðir og svo setur hlýr liturinn notalegan blæ á uppáhaldsstaðinn minn í garðinum“ segir hún.
Uppáhaldsstíll Ewa: Blanda af nútímalegum sveitalegum, grófum og skandinavískum stíl
Hugmyndirnar hennar eru samblanda af mismunandi stílum til að búa til heillandi rými. „Mér finnst gaman að setja saman mismunandi stíla, þá sérstaklega að blanda saman nútímalegum sveitastíl við grófan stíl og skandinavískan stíl. Þegar ég skipulegg rýmið þá legg ég áherslu á hlýtt, rólegt og notalegt andrúmsloft“ segir hún. Þessir þættir hjálpa henni að skapa heimilislega stemningu í rými sem er bæði stílhreint og þægilegt.
Langar þig til að innrétta draumaheimilið? Hér finnurðu ekki bara úrval af húsgögnum heldur líka góðar hugmyndir fyrir heimili og garð. Við höfum tekið saman innblásturshugmyndir yfir þekktustu stílana í innanhússhönnun og fallegustu trendin í augnablikinu.
Heimilið er staður sem þú getur leyft persónuleikanum þínum að skína í gegnum öll smáatriðin. Við bjóðum þér að næla þér í innblástur með okkur og skoða lista yfir vinsælustu innréttingastílana. Þú getur valið á milli minimalískrar fegurðar skandinavíska stílsins og nútímastílsins eða bætt við djörfum blæ með iðnaðarlegu útliti. Íhugaðu sveitastíl við hönnun heimilisins - hann býr yfir grófum áherslum sem eru algjörlega ómótstæðilegar. Hvað með heillandi bóhemstíl eða retróstíl? Skoðaðu þessa hönnunarstíla!
#sharemevidaXL: Vörurnar okkar, þín hönnun
Sannleikurinn er sá að við fáum oft hugmyndir frá viðskiptavinum okkar sem sýna okkur hvernig þeir nota vörurnar okkar til að innrétta heimilið. Það má því segja að við sækjum innblástur til viðskiptavinanna. Við elskum þegar kúnnarnir okkar deila innréttingahugmyndum með okkur. Við lítum á þetta sem frábæran innblástur fyrir bæði heimili og garð.
Til að fagna þessari hringrás hugmynda settum við upp síðu sem sýnir helstu trend og stíla ársins hjá viðskiptavinum okkar. Fáðu hugmyndir frá kúnnunum okkar með því að fara á #sharemevidaxl. Síðan fagnar sköpunargleði og innréttingastíl viðskiptavina okkar um allan heim. Hér geturðu séð hvernig húsgögnin okkar koma út á alvöru heimilum um allan heim. Þannig færðu innblástur og skýrari mynd af því hvernig húsgögnin eru líkleg til að koma út á heimilinu þínu! Langar þig til að vera með? Skoðaðu skilmálana hér!
Skráðu þig á póstlistann okkar
Vissirðu að þú gætir fengið innblástur fyrir hönnun heimilisins í tölvupósti? Við kynnum til sögunnar: Fréttabréfið okkar! Þú einfaldlega skráir þig og við sendum þér fréttabréfið okkar, stútfullt af gagnlegu efni. Í fréttabréfinu okkar finnurðu innblástur fyrir heimili og garð, hugmyndir að skreytingum eða skemmtilegum nytjahlutum og allt þar á milli sem ætti að vera til á hverju heimili.
Þú færð tilkynningar um ný og spennandi trend og vinsæla hönnunarstíla. Nýttu þér fréttabréfið okkar sem innblástur fyrir hönnunarverkefni heimavið! Skráðu þig á póstlistann okkar og vertu hluti af vidaXL samfélaginu!
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.