Hjólsagarblöð á góðu verði í netverslun vidaXL
Hjólsög er algjörlega ómissandi í hvaða verkfærakassa sem er. Þú getur notað hana í allskyns verkefni og það skiptir ekki máli hvort þú sért fagaðili eða þarft að takast á við verkefni heimavið - hringlaga blöð eru alveg tilvalin í verkefnið.
Hjólsög er eitt af mest notuðu rafmagnstólunum. Eins og við nefndum hér að ofan þá er hægt að nota hana í ýmis verkefni. Svo lengi sem þú ert með rétta blaðið í verkið þá getur hjólsög sagað í gegnum keramikflísar, við, múr og stál. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af hringlaga sagarblöðum og þú ættir því án efa að geta fundið réttu blöðin fyrir þig. Skoðaðu allt úrvalið í netverslun vidaXL.
Allt um hjólsagir
Byrjum á því að skoða hjólsagir aðeins betur áður en við köfum dýpra í hvernig á að velja réttu sögina. Hjólsagir eru tilvaldar til að gera fljótan beinan niðurskurð á borð (kallast þverskurður) eða meðfram lengd borðsins (kallast rifskurður). Það er einnig hægt að gera sniðbrúnarskurð með hjólsög. Hjólsög samanstendur yfirleitt af eftirfarandi pörtum:
-
Fótplötu sem hjálpar til við að halda hjólsöginni stöðugri við vinnustykkið.
-
Blaðhlíf sem hylur blaðið þegar þú ert ekki að nota það. Þetta tryggir að sögin endist lengur og er varin á milli nota.
-
Sniðbrúnarstilling sem gerir fótplötunni kleift að hallast í hlutfalli við blaðið. Þetta er það sem gerir sniðbrúnarskurð mögulegan með hjólsög.
-
Að lokum samanstendur hjólsög einnig af dýptarstillingu sem stillist eftir þykkt vinnustykkisins.
Hjólsagir fást bæði þráðlausar og með snúru. Þráðlausar hjólsagir eru afar þægilegar þar sem þú þarft ekki að vera nálægt innstungu, en þær eru þó minni en sagir með snúru.
Atriði sem gott er að hafa í huga við kaup á hringlaga sagarblöðum
Hvort sem þetta er í fyrsta skipti sem þú kaupir hringlaga sagarblað eða í tíunda skipti, þá er alltaf gott að vera með nokkra hluti bakvið eyrað til að vera viss um að þú veljir rétt blað. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mismunandi gerðir sagarblaða og hvert blað er með mismunandi eiginleikum.
Til þess að þú getir valið rétt sagarblað þá eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga. Fyrst af öllu þarftu að athuga hvaða tegund af hjólsög þú átt, þar sem ekki öll blöð passa í allar sagir. Svo eru líka mismunandi blöð fyrir mismunandi efni. Sagarblað fyrir við hentar til dæmis ekki til að saga málm. Þar að auki þarftu að hafa eftirfarandi þætti í huga:
-
Þvermál. Reyndu að átta þig á því hvert þvermálið á sagarblaðinu þarf að vera. Mundu að það ætti að passa við getu sagarinnar sem þú átt nú þegar.
-
Stofnblað. Þetta er annar þáttur sem þarf að hafa í huga. Miðja sagarblaðsins er yfirleitt með rifum sem kæla blaðið og draga úr hávaða og titringi.
-
Öxulgat. Öxulgat blaðsins þarf að vera með sama þvermáli og öxulgatið á vélinni sem þú festir blaðið á.
-
Sagartennur. Þú getur fengið sagarblöð með mörgum eða fáum tönnum. Því fleiri tennur, því nákvæmara er sagarblaðið. Sagarblöð með fleiri tönnum eru hins vegar dýrari. Sagarblöð með færri tönnum eru almennt séð hraðari, en þau eru þó ekki eins nákvæm.
-
Horn tannanna. Þetta hjálpar til við að ákvarða tegund skurðar og því er mikilvægt að hafa horn tannanna í huga.
-
Breidd skurðsins. Breidd skurðsins verður stærri en þvermál stofnblaðsins. Almennt séð mætti segja að því breiðari sem skurðurinn er, því meiri kraft þarf.
Þetta eru mikilvægustu atriðin sem þarf að hafa í huga þegar þú kaupir hringlaga sagarblöð og þú ættir aðveldlega að geta valið rétta blaðið með þessum ráðum.
Nældu þér í öll þau verkfæri sem þú þarft í netverslun vidaXL
Hér hjá vidaXL elskum við verkfæri og við bjóðum því upp á feiknamikið úrval af áhöldum í netversluninni okkar. Við eigum verkfæri fyrir alla. Hvort sem þú ert fagmanneskja eða þarft að takast á við verkefni heimavið þá bjóðum við upp á rétta tólið fyrir þig. Úrvalið okkar af verkfærum inniheldur:
Ef þú þarft aðstoð eða ert með spurningar varðandi hringlaga sagarblöð eða önnur tól þá er þér alltaf velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar. Við hlökkum til að hjálpa þér.