Notaðu girðingarþil sem skugga og vernd
Hágæðagirðing býr auðveldlega til áberandi ramma í kringum garðinn. Girðingin spilar einnig stórt hlutverk sem fyrirstaða, þá sérstaklega til að skapa næði í garðinum. Girðingar og girðingarþil geta verið með nokkuð einföldu sniði fyrir þau sem það kjósa. En sumar girðingar eru meira áberandi en aðrar og bjóða upp á stór þil sem tryggja frið og ró.
Girðingar eru notaðar um gjörvallan heim til að vernda heimili og garða. Þær veita húseigendum næði, öryggi og hugarró ef þeim finnst gott að vinna eða slaka á í garðinum. Sumar hannanir gefa þó ekki eins mikinn skugga og aðrar. Flestar girðingar virka engu að síður afar vel til að halda innbrotsþjófum úti.
Girðingar eru fáanlegar í málmi, timbri eða jafnvel vinýl! Þar að auki þjóna þær einnig útlitslegum tilgangi: Margar girðingar geta auðveldlega fegrað heimilið.
Af hverju þú þarft girðingarþil fyrir garðinn þinn
Girðingar og girðingarplötur eru frábær leið fyrir húseigendur til að leyfa persónuleikanum að skína. Garðgirðingar eru það fyrsta sem gestir eða vegfarendur sjá þegar þeir labba að heimilinu, en þær eru einnig ómetanlegar til að tryggja næði.
Í fyrsta lagi geturðu notað girðinguna til að gefa fólki smá innsýn í hver smekkurinn þinn er. En þú vilt auðvitað líka tryggja ró og næði. Því þarftu að velja vel þegar þú kaupir girðinguna. Hún þarf að mæta þörfum þínum og svo þarf hún einnig að vera í takt við persónuleikann þinn og hvernig þú vilt að heimilið líti út. Ef girðingin er til dæmis úr timbri þá gætu vegfarendur dregið þá ályktun að þú sért mikil útimanneskja sem fílar náttúrulega hluti, þar á meðal húsgögn og húsmuni.
Fyrir utan efnið geturðu einnig valið girðingar í mismunandi stærðum. Þú getur þannig algjörlega valið hvort þú viljir setja upp girðinguna þannig að vegfarendur sjái inn í garðinn eða sjái hreinlega ekki neitt.
Það eru ýmsar hágæðagirðingar á markaðnum og þú þarft því að sjá til þess að þú veljir vel!
Úr hverju eru girðingarþil gerð?
Girðingarþil eru gerð úr ýmsum endingargóðum efnum. Sem betur fer býður vidaXL upp á girðingarþil í fjölbreyttum hönnunum. Húseigendum stendur til boða allskyns stílar, litir og stærðir. Það þarf fyrst og fremst að velja efniviðinn eftir því hverjar þarfirnar eru.
Girðingar fást í efnum á borð við málm, timbur, við, plast og PVC. Efnið sem þú velur hefur í rauninni mikil áhrif á stíl og stærð þiljanna. Lestu áfram til að fá samanburð á algengustu tegundunum af girðingarþiljum!
Málmur
Málmgirðingar eru gagnlegar fyrir húseigendur sem vilja slétt og glansandi útlit. Stálþil eru sérstaklega flott við flest nútímaleg hús. Þar að auki eru þau harðgerari og öruggari en viðarþil og þau þola því erfiðari veðurskilyrði. Þú þarft ekki að gera við málmgirðingar sérlega oft.
Málmþil geta einnig gefið girðingu aukinn styrk. Þessir eiginleikar gera því málmgirðingar að algengum kosti. Ef þig langar til að fjárfesta í málmgirðingu þá skaltu íhuga kaup á girðingu úr áli eða stáli.
Viður
Viðargirðingar eru frábært val ef þú vilt náttúrulegra útlit. Viður er auðvitað sígilt val, sama hver stærð, stíll eða hönnun þiljanna er.
Húseigendur hafa því kost á að kaupa algenga stíla á borð við graskant, girðingarstaura úr timbri og rimlagirðingar sem ná upp að bringu. Húseigendur geta jafnvel valið girðingar sem eru hærri en meðalmanneskjan til að auka öryggi heimilisins. Þó þarf að hafa í huga að þessi tegund girðingar krefst þónokkurs viðhalds til að hún haldist í toppstandi.
Ef þú velur þessa tegund girðingar þá þarftu að sjá til þess að þú þrífir og málir hana endrum og eins. Þótt það geti verið svolítið vesen þá hefurðu alltaf möguleika á að mála girðinguna í nýjum lit. Þannig breytirðu auðveldlega útliti garðsins og girðingarinnar með viðaráburði eða umferð af málningu!
Viðurinn sem notaður er í girðingar getur verið afar mismunandi, allt eftir því hvað er fáanlegt. Sumar tegundir af viði henta betur fyrir girðingar en aðrar. Bambus er til dæmis almennt séð alvegr frábærlega traustur efniviður og hann er því tilvalinn í girðingar!
Plast eða PVC
Girðingar og þil úr plasti eða PVC eru í rauninni úr gerviefni. Þessi efni eru því endingargóð, þægileg í meðhöndlun og endast lengur en viður. Þar að auki eru þau auðveld í þrifum og þú þarft hvorki að lakka þau né mála.
Plastgirðingar og PVC-girðingar fást einnig í allskyns litum og stílum - þú getur meira að segja keypt girðingar með viðar- eða málmáferðum! Leiðinlegt veður eða mygla og þörungar geta hins vegar haft skaðleg áhrif á girðingarnar.
Hversu endingargóð eru garðþil?
Garðþil ættu að vera hönnuð til að standast ryð eða rotnun. Það skiptir líka máli hvort girðingin sé gerð úr viði eða plasti hvað varðar lökkun eða áferð. Þegar þú kaupir girðinguna þá þarftu í rauninni bara að setja hana saman og þegar það er komið þá geturðu notið þess að fá ró og næði í garðinum. Þú getur valið úr rimlagirðingum eða gegnheilum girðingum.
Gegnheilar girðingar
Gegnheilar girðingar eru með mjög litlu bili á milli þiljanna, ef nokkru. Þessi tegund girðinga er því besti kosturinn þegar kemur að næði og öryggi. Þegar þilin eru sett saman þá má setja þau þéttar saman til að skapa mjög örugga girðingu.
Þessi tegund girðingar er endingargóð og virkar vel ef þú vilt vernda garðinn gegn leiðinlegu veðri. Ef þú átt gæludýr þá eru gegnheilar girðingar einnig tilvaldar til að koma í veg fyrir að gæludýrið strjúki. Gegnheilar girðingar veita heimilinu skugga og vernd.
Síðast en ekki síst veitir bygging girðingarinnar ákveðna hljóðdempun. Gegnheil girðing er því tilvalin ef heimilið er staðsett á fjölförnum stað.
Rimlagirðingar
Gegnheilar girðingar eru traust hindrun gegn óprúttnum aðilum. Rimlagirðingar leggja hins vegar meiri áherslu á stílinn frekar en praktíkina. Þótt þær séu ekki byggðar eins og gegnheilar girðingar þá eru rimlagirðingar engu að síður gerðar úr sterkum efnum.
Þær eru í rauninni hálf-gegnheilar og eru því alveg jafn endingargóðar þótt þær gefi ekki alveg sama næðið. Einn frábær kostur við þessa tegund girðingar er að þú færð meiri náttúrulega birtu heldur en með gegnheilli girðingu. En af því að það er gat á milli þiljanna þá geturðu því miður ekki dregið mikið úr hávaða.
Ef þú ákveður engu að síður að setja upp rimlagirðingu og vilt reyna að fá eins mikið næði og öryggi og þú getur þá er tilvalið að vera með runna, formklipptan gróður eða jafnvel klifurplöntur.
Hvaða hannanir eru algengar í girðingarþiljum?
Þú getur keypt allskyns praktískar hannanir eins og til dæmis girðingarþil með grópum. Svo hefurðu einnig möguleika á að velja girðingu sem grípur augað og gefur heimilinu einstakan blæ.
Sum þil eru með ákveðnu mynstri eða hönnun á einni hlið og öðru mynstri eða hönnun á hinni hliðinni. Þú getur því valið alveg nákvæmlega hvernig þú vilt hafa útlit garðsins.
Ef þú kaupir málmþil þá eru þó mjög fáar hannanir sem þú getur valið úr. Þú hefur þó einnig kost á að bæta við öryggishliði og rimlagirðingu með keðjuhlekkjum.
Viður er afar algengur efniviður í rimlagirðingar. Eftirfarandi tegundir eru einnig algengar þegar notaður er viður:
Svo eru til girðingar úr plasti, vinýl og PVC. Þar að auki geta húseigendur valið girðingu úr múrsteinum eða viðar- og plastblöndu.
Hversu stór eru girðingarþil?
Garðgirðingar fást í mismunandi stærðum, allt eftir stíl girðingarinnar. Staðlaðar stærðir á þiljum fara eftir því hvernig girðingu þú ert að fara að kaupa. Ekki nóg með það heldur hefur hæð girðingarinnar áhrif á það hversu mikið næði þú færð. Þú getur ýtt undir stíl heimilisins með valinu á girðingunni.
Þú ættir alveg örugglega að geta fundið réttu girðingarþilin fyrir garðinn þinn. Úrvalið af þiljum er fjölbreytt og þilin eru mjög oft úr timbri. Það skiptir þó ekki máli úr hvaða efni þau eru - þau ættu alltaf að vera sterkbyggð og fullkomin sem skilrúm í garðinn.
Algengar stærðir girðinga
Hágæðagirðingarþil eru yfirleitt um 180 cm á breidd. En hæðin getur verið mismunandi — þilin fást yfirleitt í 90 cm, 120 cm, 150 cm eða 180 cm hæð. Þó að þú getir valið stíl og stærð girðingarinnar þá er mikilvægt að muna að það geta verið takmörk fyrir hæð girðingarinnar, allt eftir reglum bæjarins eða borgarinnar.
Sum skrautþil á borð við klifurgrindur eru um 30 til 60 cm á hæð. 30 - 60 cm há þil eru yfirleitt best fyrir garð fyrir framan húsið, utan um sundlaug eða sem garðmörk.
150 - 180 cm háar girðingar gefa hins vegar betra öryggi samanborið við styttri þil. Best er því að nota þau sem garðkant. Sumir girðingar eru 210 eða 240 cm á hæð. Þær halda auðveldlega veiðidýrum úti og svo geta þær auk þess verndað húsdýrin.
Finndu hin fullkomnu girðingarþil í dag!
Girðingarþil eru tilvalin til að halda óprúttnum aðilum úr garðinum. Þau geta einnig gefið þér næði frá forvitnum vegfarendum.
Næði er ómissandi partur af heimilislífi fyrir flesta húseigendur. Hversu mikið næði þú færð fer algjörlega eftir stíl girðingarinnar. Ef þú kaupir skrautgirðingu þá er hún líkleg til að vera í brjósthæð eða jafnvel styttri. Girðingar sem setja ró og næði í forgang eiga það til að vera um 150 - 180 cm á hæð.
Þú þarft að sjá til þess að kaupa það magn af þiljum sem þörf er á fyrir girðinguna. Það er ekki nóg að kaupa bara einn pakka af þiljum!
Gríðarmikið úrval er af girðingum og þú ættir því án efa að geta fundið girðingu sem hentar þínum þörfum og verðflokki og sem endist í áraraðir!
Þarftu girðingu sem stenst erfið veðurskilyrði? Eða vantar þig eitthvað sem grípur augað í garðinum? Girðingar og girðingarþil í ýmsum efnum, stílum og stærðum geta hjálpað þér að fegra heimilið og heilla gestina.