Gerðu útileguna þægilegri með ferðasturtu
Flest erum við nokkuð vanaföst og því er erfitt að sakna ekki sturtunnar þegar maður fer í útilegu. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á mikið úrval af hagnýtum ferðasturtum á góðu verði sem eru tilvaldar í útileguna. Hvort sem þú þarft á færanlegri sturtu að halda fyrir fjölskylduútileguna, húsbílinn eða fjallgönguna þá eru ferðasturturnar okkar akkúrat það sem þú þarft. Ferðasturta gerir þér kleift að ilma vel og njóta sturtunnar í náttúrunni. Þú hefur úr ýmsu að velja, hvort sem það eru gassturtur, sólarsturtur eða rafhlöðudrifnar sturtur. Skoðaðu úrvalið í netverslun vidaXL.
Ferðasturtur: Ómissandi fyrir allt útilegufólk
Ef þér finnst gaman í útilegu þá veistu að ferðasturta er alveg ómissandi. Ferðasturturnar okkar eru einnig tilvaldar fyrir siglingar, líf í húsbíl og tónlistarhátíðir. Færanlegar sturtur gera ekki aðeins hreinleika mögulegan þegar þú ert að heiman, heldur eru þær einnig frábærar til að þrífa gæludýr og hnífapör eða annað útilegudót.
Með ferðasturtu hefurðu meira frelsi þegar þú ferð í útilegu þar sem þú þarft ekki að reiða þig eins mikið á tjaldsvæði með sturtu. Ef þú hefur einhvern tímann farið í útilegu þá hefur þig án efa dreymt um að skola af þér svita og ryk eftir áreynslu dagsins. Ef þú átt ferðasturtu þá geturðu auðveldlega skellt þér í sturtu hvenær sem er - jafnvel þótt það séu engar sturtur á tjaldsvæðinu. Þetta gerir útileguna mun skemmtilegri, hreinni og þægilegri.
Hafðu umhverfið í huga þegar þú notar ferðasturtu
Eins og við nefndum hér að ofan þá elskum við ferðasturtur. Þær gera útileguna svo miklu hreinlegri og auðveldari. En þú þarft engu að síður að hafa náttúruna í huga þegar þú notar ferðasturtu. Þú ættir í rauninni ekki að nota neinar sápur eða sjampó, þar sem vörurnar geta valdið dýrum og plöntum skaða, þá sérstaklega nálægt vatnsfarvegum. Við mælum þess vegna með því að þú notir einungis umhverfisvænar vörur sem leysast upp í náttúrunni. Það er jafnvel enn betra ef þú getur sleppt því alfarið.
Það er mikilvægt að nefna hér að mörg óbyggðasvæði leyfa ekki notkun á sápu. Kynntu þér því allar reglur vel og vandlega og ef þú þarft nauðsynlega að nota sápu, notaðu hana þá skynsamlega.
Af hverju þú ættir að skella þér í útilegu
Flestir annað hvort elska eða hata útilegur. Ef þú elskar útilegur þá þurfum við auðvitað ekki að vinna í því að sannfæra þig enn frekar. Ef þú ert hins vegar í hinum flokknum, þá bjóðum við hér upp á nokkrar skemmtilegar staðreyndir. Útilegur eru frábær leið til verja fríinu, hvort sem það er með fjölskyldunni, vinum, maka eða upp á eigin spýtur. Við efumst því ekki um að þú eigir eftir að skemmta þér konunglega.
Hér höfum við sett saman lista yfir hluti sem við elskum við útilegur.
-
Þú færð hreyfingu. Því verður ekki neitað. Útilegur ýta undir virkan lífstíl. Þú labbar bæði á klósettið og að eldhúseiningunni og svo labbarðu, hjólarðu eða syndirðu örugglega meira heldur en þú gerir heima hjá þér.
-
Þú færð frið og ró. Útilegur gefa þér tækifæri á að slökkva á hausnum, slaka á og njóta tilverunnar í náttúrunni. Slökktu á símanum, finndu bók og njóttu sólskinsins.
-
Útilegur minnka stress. Vissirðu að útilegur minnka streitu? Það er án efa af því að þú kemst út úr bænum og í burtu frá amstri borgarinnar og daglegs lífs.
-
Betri svefn. Heimavið ertu stanslaust í kringum raflýsingu, sem kemur í veg fyrir framleiðslu á svefnhormóni sem kallast melatónín. Þegar þú ferð í útilegu þá stillirðu þig í takt við náttúruna og svefn verður því mun auðveldari og betri.
-
Skot af D-vítamíni. Útilegan ætti að sjá þér fyrir helling af dagsbirtu og D-vítamíni. Bara ekki gleyma sólaráburðinum.
-
Betra minni. Rannsóknir sýna að útilegur geti haft jákvæð áhrif á minnið í öllu ferska loftinu og náttúrunni. Þetta fær líkamann til að leysa úr læðingi meira af serótóníni, sem hjálpar til við að koma jafnvægi á svefn, matarlyst og skap. Það hefur auk þess jákvæð áhrif á vitræna þætti á borð við minni og hversu vel við lærum.
Eini staðurinn sem þú þarft fyrir útilegudótið þitt
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af útilegudóti, fyrir utan auðvitað ferðasturtur. Þú færð útilegudót á borð við:
Það er mikilvægt að þú sért með allt klárt fyrir næstu útilegu. Ef þú ert með spurningar eða þarft hjálp við að velja ferðasturtu, þá er þér alltaf velkomið að hafa samband við þjónustuverið. Við aðstoðum þig með gleði.