Hvernig þú velur réttu vinduna
Vinda, eða dráttarspil, er ómissandi hluti fyrir fólk sem fara reglulega í jeppaferðir. Ef þú átt ekki vindu þá áttu eftir að eiga í stökustu vandræðum ef þú lendir í því að festa bílinn þinn í djúpri leðju eða sandi. Þú gætir endað á því að þurfa að verja heilum eftirmiðdegi með skóflu að grafa undan dekkinu, sem fæstir nenna að standa í.
Ef þú ert í leit að vindu þá kemur það þér mjög líklega á óvart hversu stórt úrvalið er. Það auðveldar valið til muna ef þú veist að hverju þú ert að leita. Við settum saman þessar leiðbeiningar til að gera valið á vindunni auðveldara.
Handknúin eða rafknúin: Hvaða vindu skal velja?
Ein af stærstu áskorununum við kaup á vindu er að átta sig á því hvort vindan eigi að vera handknúin eða rafknúin. Báðar tegundirnar virka afar vel, en þó eru nokkrir hlutir sem eru mismunandi sem vert er að hafa í huga.
Kostnaður og nýtni
Handvindur eru ódýrari en rafknúnar vindur en þær eru þó ekki nærri því eins hraðar og skilvirkar og rafmagnsvindur.
Hleðslugeta og líftími rafhlöðu
Þótt báðar vindurnar ráði við mikinn þunga þá er rafknúna vindan aldrei að fara að örmagnast eins og þreyttir handleggir gera yfirleitt. Svo ræður hún þar að auki við þyngra byrði en handvindan. Þó verður að hafa í huga að rafmagnsvinda þarf aflgjafa og hún gæti því auðveldlega tæmt batteríið í bílnum ef þú þarft að nota vinduna í lengri tíma.
Hvaða vindukaðal ættirðu að velja?
Þú þarft að ákveða hvort þú viljir nota stálreipi eða reipi úr gerviefni. Skoðum nánar þessa tvo kosti til að auðvelda valið.
Stálkaðall
Stál er algengasti efniviðurinn í reipi fyrir vindur. Hér höfum við vinsælasta efniviðinn í jeppaferðir þar sem hann er áhrifaríkasti kosturinn. Hann er sterkur og endingargóður, sem er tilvalið á grófum og erfiðum vegum með steinum og möl. Stál getur verið slítandi og því er mikilvægt að þú notir hanska til að vernda hendurnar. Erfiðara getur líka verið að stöðva stálreipi miðað við reipi úr gerviefni. Stálið stenst þó tímans tönn og er ódýrara heldur en reipi úr gerviefni.
Reipi úr gerviefni
Kaðlar úr gerviefni eru að verða sífellt vinsælli og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru gerðir úr léttri blöndu af pólýetýleni, sem gerir þá auðvelda í meðhöndlun og viðgerð. Ótrúlegt nokk þá er reipi úr gerviefni sterkara en stál. Þegar það slitnar þá sveiflast kaðallinn ekki hættulega um eins og stálið gerir. En gerviefnið á þó tilhneigingu til að trosna í erfiðu veðri. Gervireipi virkar einnig fullkomlega við flestar aðstæður. Mikilvægt er að hylja gervireipi þegar það er ekki í notkun.
Hversu öflug ætti vindan að vera?
Flestar vindur eru með flokkun sem gefur til kynna hversu mikinn þunga vindan getur dregið. Þó er mikilvægt að hafa í huga að flokkunin veitir einungis leiðsögn varðandi burðarþol við kjöraðstæður. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á skilvirkni vindunnar - þar á meðal horn kaðalsins, stærð mótorsins og annað.
Einn af meginhlutunum sem hefur áhrif á afl vindunnar er fjöldi kaðlalaga á spólunni. Vindan á það til að vera kraftminni eftir því sem lögin eru fleiri. Mörg lög af kaðli á einu kefli getur leitt að allt að 40% minnkun á krafti. Þú þarft því að hafa þetta í huga ef þú þarft að nota vinduna til að draga mjög þung farartæki.
Hvaða festingarmöguleikar eru fyrir hendi?
Að atriðunum hér að ofan undanskildum þarftu einnig að hafa festingu vindunnar í huga. Þú hefur úr þremur meginfestingum að velja.
-
Stuðarafesting er einfaldasti og algengasti festingarmátinn. Þessi tegund festinga er ekki einungis fjölhæf heldur einnig auðveld í uppsetningu.
-
Fjölfesting er örlítið flóknari en stuðarafestingin. Þessi möguleiki gefur þér færi á að festa vinduna bæði framan og aftan á bílinn. Þetta er þó ekki endingarbesta festingin sem þú getur keypt.
-
Vindustuðari er líka vinsæll kostur. Hann lítur út eins og hluti af bílnum þínum. Fyrir utan að líta út eins og dráttarspil þá verndar hann einnig framhluta bílsins.
Aðrir þættir sem gott er að hafa bakvið eyrað
Hér eru nokkur önnur atriði sem gott er að hafa í huga í leit að réttu vindunni.
Lengd kaðalsins
Meðallengd kaðla á vindum er 24 – 40 m. Mælt er með því að lengdin sé hvorki of stutt né löng. Ef þú kaupir kaðalinn sér, fylgdu þá alltaf ráðum framleiðanda hvað varðar lengd kaðalsins.
Vatnsheldni
Vindan þarf að ráða við veðrið þegar þú heldur í jeppaferðina. Veldu vindu sem býður upp á einhvers konar vörn gegn veðri. Þetta tryggir styrkleika og góða endingu.
Fjarstýring
Sumar vindur eru með fjarstýringu sem gerir þér kleift að stjórna vindunni úr fjarlægð. Fjarstýringin getur verið þráðlaus eða með snúru.