Hvernig þú velur rétta garðbekkinn
Fjárfesting á garðbekk er frábær leið til að uppfæra garðinn og veita fjölskyldu og vinum þægilegan stað til afslöppunar og notalegrar útiveru. Bekkir eru ein besta leiðin til að gera garðinn ennþá meira notalegan og heillandi. Fjölbreytt úrval bekkja er í boði og því auðveldar það valið ef þú áttar þig á því hvaða tegund eða stíll bekks er réttur fyrir þig.
Helst ætti garðbekkurinn að vera sterkur og þægilegur. Hann ætti einnig að færa útlit útisvæðisins á næsta plan. Við erum þér innan handar varðandi val á útibekk. Þessar leiðbeiningar aðstoða þig í gegnum hin ýmsu þrep við að velja þægilegan og stílhreinan garðbekk.
Rétta efnið fyrir garðbekkinn
Val á efnivið er eitt af mikilvægustu atriðunum þegar þú fjárfestir í garðbekk. Efnisvalið hefur áhrif á endingu, þægindi og útlit bekksins. Garðbekkir fást í ýmsum efnum. Hér að neðan skoðum við betur þau mismunandi efni sem eru í boði.
Viður
Viðargarðbekkur er tímalaus og hefðbundinn kostur og lítur ávallt fallega út. Garðbekkir sem framleiddir eru úr hágæðaviði ættu að vera með mjög góðum endingartíma. Tvær viðartegundir fyrirfinnast: Mjúkviður og harðviður. Mjúkviður er ódýr og ekki eins endingargóður og harðviður. Hann hentar best fyrir innihúsgögn þar sem hann þolir ekki slæm veðurskilyrði.
Harðviður er slitsterkari, harðari og þéttari. Ein algengasta harðviðartegundin er tekkviður. Hann hentar frábærlega fyrir útibekki þar sem hann er með háu olíuinnihaldi sem þolir raka og skordýr vel. Akasíuviður er annar frábær harðviður sem hentar vel fyrir garðbekki.
Málmur
Garðbekkur úr málmi er sterkur og auðveldur í viðhaldi, með nútímalegu og klassísku útliti. Ólíkt viði þá fást garðbekkir úr málmi í allskyns hönnunum. Ef málmur er málið fyrir þig þá finnurðu án efa bekk eftir þínum stíl eða smekk. Hér eru algengustu málmtegundirnar sem notaðar eru í smíði á garðbekkjum.
-
Ál: Útibekkir úr áli eru léttir en þá skortir þó styrk. Helsti kostur áls er að það er ónæmt fyrir ryði.
-
Smíðajárn: Efniviður sem er þungur en þó einnig afar sterkur og endingargóður. Flestir garðbekkir úr járni eru dufthúðaðir eða málaðir til að verja húsgögnin gegn ryði og rispum.
-
Ryðfrítt stál: Þekkt fyrir framúrskarandi veður- og ryðþol. Ryðfrítt stál er eitt af bestu efnunum fyrir garðhúsgögn. Það er harðgerara og þyngra en ál.
Plast
Plast er létt og fjölhæft og er eitt besta efnið fyrir garðbekki. Það fæst í miklu úrvali af litum og hönnunum sem henta smekk hvers og eins. Garðbekkir úr plasti eru einnig auðveldir í viðhaldi – þú þarft einungis að þurrka af þeim með sápulausn til að halda þeim í góðu standi.
Flestir plastbekkir eru framleiddir úr harðgeru plasti svo að þeir geti þolað vonda veðráttu. Ef þú býrð á stormasömu svæði þá getur verið gott að festa plastbekkinn svo að hann fjúki ekki burt í miklum vindi.
Rattan
Rattan er eitt vinsælasta efnið í húsgagnasmíði. Það er þekkt fyrir endingu og náttúrulegt útlit. Einn helsti kosturinn við garðbekki úr rattan er að þeir þurfa ekki mikið viðhald. Nóg er að þurrka af efninu með klút og sápuvatni.
Rattan er þar að auki veðurþolið, sem gerir það að frábærum kosti fyrir garðbekki þar sem það þolir allskyns veðráttu allan ársins hring. Garðbekkir úr rattan þola öfgafullt veðurfar og þeir viðhalda jafnframt náttúrulegu útlitinu.
Hvaða stærð útibekks ættirðu að velja?
Garðbekkir fást í mismunandi stærðum en þó eru flestir bekkjanna innan ákveðinna stærðarmarka. Það er mikilvægt að þú finnir réttu stærðina fyrir útisvæðið. Þegar þú velur stærð þá þarftu að hafa í huga hversu mikið pláss er á útisvæðinu og hverjar þarfir þínar eru. Eftirfarandi eru leiðbeiningar til að aðstoða þig við valið á stærð bekksins.
Hæð
Venjuleg hæð á útibekkjum er 40 cm. Veldu hæð á bilinu 35 – 48 cm, allt eftir því hvað þér finnst þægilegast. Þó er mögulegt að finna bekk með meiri hæð en þetta. Ef þú kýst sæti sem hallar örlítið, á þann háttinn að bakið er lægra en framparturinn, þá skaltu mæla sætishæðina frá hæsta punkti sætisins, þ.e.a.s að framan.
Dýpt og breidd
Með sætisdýpt er átt við mál frá framhlið að bakhlið sætisins. Venjuleg dýpt garðbekks er 40 cm. Baklausir bekkir hafa meiri dýpt til að gera notendum kleift að færa sig auðveldlega áfram eða afturábak. Breidd bekksins ætti að vera að minnsta kosti 1,3 m ef þú vilt að tveir geti sitið á honum. Þó getur breiddin auðveldlega verið 1,5 m eða meira. Sumir bekkir eru með samfelldu sæti líkt og bekkir sem notaðir eru í kringum eldstæði.
Sætisbak
Ekki eru allir garðbekkir með sætisbaki þar sem bak er ekki nauðsynlegt á suma bekki, eins og t.d. bekki við borð á pallinum. Ef þig langar til að kaupa bekk með baki þá skaltu velja bak sem nær að minnsta kosti 40 cm yfir sætið. Þú getur valið bak sem hallar örlítið afturábak eða bak sem er hornrétt við sætið. Ef þú velur hallandi bak þá er gott að velja halla sem er u.þ.b. 15 gráður, til að tryggja aukin þægindi.
Armhvílur
Þó að garðbekkir þurfi ekki endilega armhvílur þá eru þær tilvaldar til að auðvelda notendum að standa upp. Þær veita einnig þægilegan stað til að hvíla handlegginn. Armhvílan ætti að ná um það bil 20 cm frá toppi sætisins. Þú getur valið þá breidd sem hentar þér, en þó virka 10 – 12 cm fyrir flesta.
Garðbekkjahugmyndir fyrir útisvæðið þitt
Garðbekkur er frábær viðbót við hvaða útisvæði sem er og hann er meira en bara setustaður. Burtséð frá því hvernig garðurinn lítur út, þá er auðveldlega hægt að nota bekkinn til að setja tóninn eða stemninguna á útisvæðinu. Ef hann er geymdur inni þá er tilvalið að færa hann út þegar gesti ber að garði.
Ýmsar frábærar hugmyndir eru í boði ef þig langar til að gera útisvæðið að fullkomnu samverusvæði. Hér eru nokkrar leiðir til að setja garðbekki saman við önnur útihúsgögn fyrir fallegt heildarútlit.
Settu útibekkinn upp við vegg
Þú getur búið til einfalda og fallega lausn með því að bæta garðhúsgagni á borð við garðbekk við vegg. Þessi tilhögun kemur sér vel bæði í litlum og stórum görðum. Bekkir með svifhönnun hafa yfir sér svífandi brag. Þessi tegund uppsetningar krefst þó mikillar nákvæmni til að tryggja saumlausa tengingu milli efna. Þú getur einnig sett plöntur í kringum bekkinn til að gefa honum mýkt og náttúrulegt útlit.
Málaðu bekkinn þinn þannig að hann passi við mörk útisvæðisins
Ef þú ætlar að mála útihúsgögnin þín þá skaltu velja sama lit á girðingar, gróðurhús og bekki. Sami liturinn á öllum húsgögnunum gefur fallegra heildarútlit og fær garðinn til að virka stærri.
Þú getur einnig bætt upphækkuðum blómabeðum með fallegum plöntum sitthvorum megin við bekkinn til að skapa friðsælt einkasvæði til að slaka á og njóta sólarinnar.
Veldu L-laga bekk og gerðu útisvæðið félagslegt
L-laga útibekkir henta fullkomlega í horn og þeir bjóða upp á nógu mikið pláss til að rúma nokkra einstaklinga. Skipulagið er frábært fyrir samræður augliti til auglitis.
Hvort sem bekkurinn er á skjólgóðum stað eða á pallinum þá er L-laga bekkur frábær í hornið á útisvæðinu. Þessi tegund bekkja er nútímaleg og stílhrein, sem gerir þá að góðum kosti til að skapa sama yfirbragð og þú ert með innivið.
Veldu sveigna útibekki fyrir litla garða
Sveigðir garðbekkir eru að verða sífellt vinsælli meðal garðhönnuða. Þessi tegund bekkja er sniðug fyrir litla garða þar sem hún tekur ekki mikið pláss. Fallega sveigt formið gefur garðinum mýkra og náttúrulegra form.
Sveigðir bekkir geta einnig skapað miðpunkt í garðinum. Skiptu skörpum brúnum út fyrir rúnnaðar línur sem grípa augað - einmitt það sem þú þarft fyrir hönnunina í garðinum.
Hvernig þú hugsar um garðbekkinn
Þegar bekkurinn hefur verið útivið í nokkrar árstíðir þá er líklegt að blettir, mygla eða tæring fari að sjást á honum. Hér eru nokkrar ábendingar um umhirðu til að tryggja að garðbekkurinn líti fallega út í áraraðir.
-
Þrífðu bekkinn léttilega
Fyrsta skrefið er að þrífa bekkinn léttilega. Notaðu mjúkan bursta til að þurrka af yfirborðum eftir þörfum. Þú getur einnig skolað af bekknum með hreinu vatni.
-
Notaðu milt hreinsiefni
Þrífðu útibekkinn með mildum uppþvottalög. Notaðu mjúkan bursta eða svamp til að fjarlægja óhreinindi af yfirborði bekksins. Skolaðu með hreinu vatni og þerraðu vökvann af með hreinum klút.
-
Reyndu að nota ekki sterk efni
Ekki nota klór eða sterk efni á útibekkinn. Ef þú ert með nýtt efni sem þig langar að prófa þá er sniðugt að nota það fyrst á falinn stað á bekknum til að sjá hvernig hann bregst við.
-
Taktu á myglu
Fjarlægðu myglu með því að skrúbba eða léttsanda hana. Notaðu hanska og losaðu þig vandlega við allt sem slípast af bekknum til að koma í veg fyrir að gró breiðist út.
-
Notaðu húsgagnayfirbreiðslu
Notaðu yfirbreiðslu í góðum gæðum til að vernda bekkinn yfir veturinn. Þú minnkar þannig líkurnar á því að mygla eða myglusveppur vaxi á bekknum.
Ertu í leit að rétta garðbekknum fyrir útisvæðið þitt? Skoðaðu vöruúrvalið okkar.