Góður nætursvefn í réttu rúmi
Svefngæði hafa áhrif á lífsgæði og þess vegna er mikilvægt að velja rétt rúm sem uppfyllir allar kröfur um þægilegan svefn.
Hvað þarft þú til að fá góðan svefn? Stærð rúmsins hefur mikið að segja um þá hvíld og endurnæringu sem þú færð að nóttu til. Stærð rúmsins hefur líka mikið að segja um heildarsvip svefnherbergisins.
Þú finnur án efa rétta rúmið fyrir þig í breiðu úrvali vidaXL af rúmum í öllum stærðum og gerðum. Við höfum einnig sett saman vöruvísi sem hjálpar þér að finna hið fullkoma rúm fyrir þig!
Hvaða rúmtýpa er rétt fyrir þig?
Hjá vidaXL er úrvalið af rúmum og rúmgrindum stórt og fjölbreytt. Skoðaðu hvað við höfum uppá að bjóða og findu rúmið sem hentar þínum þörfum.
Svefnsófar
Svefnsófar fást í margs konar útfærslum og margir þeirra eru með aukageymsluplássi í sökkli fyrir rúmfatnað. Hægt er að fá svefnsófa á hjólum sem er auðvelt að flytja til þegar gestir koma í heimsókn en flestir eru á styrkum og stöndugum fótum. Góður svefnsófi sameinar set- og svefnpláss og er þess vegna frábær kostur fyrir lítil rými og stúdentaíbúðir. Það getur líka verið góð hugmynd að hafa svefnsófa í stofunni og geta tekið á móti óvæntum næturgestum þegar þeir birtast.
Himnasængur
Fyrir rómantískt yfirbragð er fátt sem slær út fallega himnasæng í svefnherberginu! Rúmgrind himnasængurinnar er úr málmi eða tré og með ramma að ofanverðu fyrir rúmtjöld sem setja einstakan svip á herbergið. Mismunandi efni í tjöldum skapar mismunandi andrúmsloft í rýminu.
Rúm sem spara pláss
Fyrir stórt rúm þarf stórt herbergi en það er hægt að koma ýmsu fyrir á haganlegan hátt í litlum rýmum. Í verslun vidaXL finnurðu rúm sem spara pláss og henta herbergjum af öllum stærðum og gerðum.
Fyrir gesti eða í fjölnota rými eru ferðarúm eða fellirúm sniðug lausn, sem hægt er að leggja saman og setja í geymslu þegar þau eru ekki í notkun. Kojur og há rúm með leikplássi undir botninum henta einstaklega vel fyrir barnaherbergi. Þau eru skemmtileg og notaleg að sofa í og gefa gott pláss fyrir leik eða nám.
Nettur sófi getur komið í stað rúms í litlu rými, sér í lagi fyrir táninga! Fyrir notagildi og nútímalegt útlit mælum við með rúmgrind með lyftibúnaði og geymsluhólfi í botninum.
Rúm með LED ljósum
Ef þú ert að leita að burðarstykkinu fyrir svefnherbergið, finnurðu það hjá vidaXL. Hjá okkur finnurðu stórt úrval af rúmum með LED lýsingu í höfðagaflinum fyrir nútímalegt og fallegt svefnherbergi. Þannig er hægt að ráða styrk og lit lýsingarinnar og skapa notalegt andrúmsloft fyrir svefninn.
Í hvaða stíl á rúmið að vera?
Við hjá vidaXL vitum að svefnherbergið þarf að vera þægilegur staður þar sem hægt er að dreyma stóra drauma. Þú finnur rúm og rúmgrindur í öllum hugsanlegum stílum hjá okkur:
Módernískt
Módernísk hönnun hefur einfaldar en traustar línur og rúmgrindur í módernískum stíl hafa sterkt útlit og form sem undirstrikar módernískan tóninn í innréttingunni. Veldu módernískt rúm í klassískum litum og náttborð í stíl. Flest rúmin í þessari línu eru úr gegnheilum við eða með áklæði.
Kotstíll
Hvítt rúm úr vandaðri furu, hlýlegt mynstur höfðagaflsins fléttast samanvið rómantískt blómamynstur í rúmfatnaðinum. Ef þessi lýsing heillar, ættir þú að skoða rúm og rúmgrindur í kotstíl. Hlýlegur viður og mjúkar línur setja fallegan svip á herbergið.
Skandinavískur stíll
Skandi-stíllinn er orðinn klassískur í innanhússhönnun en hjá okkur finnurðu fjöldann allan af rúmum og rúmgrindum sem falla að skandi-stílnum, sem einkennist af viðarhúsgögnum með mjúkum náttúrulínum. Finndu rétta skandi-rúmið fyrir hlýlegt og fallegt rými.
Iðnaðarstíll
vidaXL hefur gott úrval af rúmgrindum í iðnaðarstíl. Málmgrindurnar koma í margskonar útfærslum, allt frá einfaldri smíði upp í geómetrísk mynstur, með eða án höfðagafls. Veldu málmnáttborð eða hlýja viðartóna til að milda iðnaðarstílinn.
Efniviðurinn skiptir máli
Það eru til ótal útfærslur af rúmum fyrir ótal heimili og þú þarft að finna það rétta fyrir þig. Rúmið þitt þarf að vera þægilegt, traust og stöndugt og að sjálfsögðu á það líta vel út. Þess vegna leggur vidaXL mikla áherslu á gott úrval og gæði.
Rúmgrindur með áklæði
Rúm með áklæði eru notaleg og hlýleg, með sterka grind að innanverðu og ytra byrði úr mjúku, slitsterku áklæði sem er auðvelt að þrífa. Þessi rúm eru til í mörgum fallegum litum og því auðvelt að finna það sem hentar þínu rými.
Grind með gervileðri
Rúmgrind klædd með gervileðri er fyrir þá sem vilja flottan, óvenjulegan og glæsilegan miðpunkt í svefnherbergið. Gervileður setur sterkan svip á rýmið en geta verið í ólíkum stíl, allt frá minímalískri hönnun upp í Chesterfield-útlit.
Viðarrúm
Viðarrúmgrindur eru alltaf rétt val fyrir kósý og notaleg svefnherbergi. Viðargrindurnar koma í mörgum ólíkum litbrigðum eftir því hvaða viður er notaður. Fura er einföld en er stöndug og með hlýjan tón.
Mangóviður er óvenjulegur og fallegur og skilar sér í húsgögnum sem skera sig úr, enda er viðarmynstrið í mangóviðnum einstakt. Fyrir virkilega öðruvísi stíl höfum við líka rúm úr endurnýttum við, þar sem mismunandi viðartegundir eru settar saman í hreint listaverk.
Málmrúm
Einn helsti kosturinn við málmrúm er endingin. Sterkur málmurinn endist í fjölda ára, hann lítur vel út og passar með flestum innréttingastílum. Fyrir rómantískan blæ er hægt að velja hvítlakkaða málmgrind eða dekkri liti og geómetríska hönnun fyrir grófara yfirbragð.
Brettarúm
Vörubretti eru fjölhæfur efniviður og við höfum rúmgrindur í brettastíl úr gegnheilli furu. Ljós viðarliturinn passar vel með húsgögnum og innréttingum í hlutlausum litum og lág grindin hefur bóhem-blæ yfir sér. Náttborð í retró-stíl og fallegar pottaplöntur fullkomna rýmið.
Hvaða stærð hentar best?
Þegar nýtt rúm er valið er vert að hafa eftirfarandi í huga þegar kemur að stærð:
-
Þægindi. Þér þarf að líða vel í rúminu. Hvað sofa margir í rúminu? Koma börn eða gæludýr uppí um miðja nótt eða viltu nýta morguninn undir sæng með kaffibolla.
-
Svefnvenjur. Hvernig sefurðu? Hafðu svefnvenjur þínar í huga og að þú getir auðveldlega viðhaldið þeim í nýja rúminu.
-
Stærð herbergisins. Ekki velja rúm sem er of stórt fyrir rýmið, það verður að vera hægt að koma fyrir náttborði/náttborðum og öðrum húsgögnum.
Staðlaðar stærðir
Eftirfarandi hjálpar þér að átta þig á stöðluðum rúmstærðum (B x L)
-
Einbreitt rúm > 90 x 190 cm
-
Ein og hálf breidd > 120 x 190 cm
-
Tvíbreitt rúm > 140 x 190 cm
-
Drottningarstærð > 150 x 200 cm
-
Konungsstærð > 180 x 200 cm
-
Keisarastærð > 200 x 200 cm
Gott ráð: Rúmið ætti að vera minnst 10 cm lengra en hæsti einstaklingurinn sem sefur í því.
Rétt rúm fyrir hávaxna
Stundum duga staðlaðar stærðir ekki til. Fyrir hávaxna einstaklinga mælum við með rúmgrind sem er 210-220 cm og án fótagafls fyrir aukin þægindi.
Þrifaráð fyrir rúmgrindina
Slysin gerast, tebolli sullast í rúmið eða barnið klifrar uppí með kámuga putta. Allar rúmgrindur frá vidaXL eru auðþrífanlegar. Málm- og viðarrúm þurfa lítið viðhald, einungis þarf að þurrka af þeim ryk reglulega og þrífa með rökum klút.
Hvernig er best að þrífa rúmgrind með áklæði?
Rúm með áklæði geta enst jafn lengi og málm- eða viðargrindur. Til að fara sem best með rúmið er gott ráð að þurrka ryk af því reglulega. Fyrir skilvirkari þrif eða blettaþrif er hægt að blanda nokkrum dropum af uppþvottalegi í volgt vatn, strjúka yfir blettinn eða svæðið sem á að þrífa og láta svo þorna. Ef áklæðið er gervileður er nóg að strjúka yfir það með rökum klút.
Hvernig er best að stílisera svefnherbergið?
-
Fjárfestu í rúmfatnaði úr gæða textílefnum. Prófaðu þig áfram með mismunandi áferðir og liti; blandaðu sterkum litum við hlutlausa og hrjúfum textíl við mýkri. Þetta gerir rúmið þægilegt og stílhreint.
-
Minna er ekki meira þegar kemur að púðum! Byrjaðu á að koma höfuðpúðunum fyrir og bættu við skrautpúðum í litum og formum.
-
Náttborðin ramma rúmið inn. Veldu náttborð í stíl við rúmið eða brjóttu innréttinguna upp með allt öðrum stíl. Hvað sem þú velur, eru náttborð hagnýt og góð lausn fyrir geymslu persónulegra hluta.
-
Settu upp myndavegg. Hengdu upp uppáhaldsmyndir og listaverk fyrir ofan rúmið og settu þinn eigin, persónulega svip á rýmið.
-
Bekkur við fótenda rúmsins setur hlýjan svip á rýmið.