Haltu eldiviðarforðanum í góðu standi með geymslunni okkar
Með eldiviðargeymslu geturðu haldið eldiviðinum snyrtilegum og innan seilingar. Þetta gæti verið geymslulausn við hliðina á eldstæðinu, skúr eða allt önnur lausn. Það skiptir ekki máli hvort það sé úti eða inni, við eigum sniðugar og smekklegar eldiviðarlausnir á frábæru verði sem henta hverjum og einum. Skoðaðu fjölbreytt úrvalið okkar af viðargeymslum fyrir úti- og inninotkun.
Hversu stór þarf eldiviðargeymslan að vera?
Eldiviðargeymsla er einn af mikilvægustu aukahlutunum fyrir eldstæði og viðarofna. Það skiptir ekki máli hvort þú notir eldstæðið mestmegnis til að setja notalegan svip á heimilið endrum og eins eða hvort þú reiðir þig algjörlega á hita frá arninum - alltaf er gott af hafa timbrið vel skipulagt og þurrt til að tryggja gott aðgengi.
Lykilatriði í valinu á eldiviðargeymslu er að átta sig á því hversu mikið af eldivið þú ert að fara að geyma: Þarftu stóra viðargeymslu eða nægir að hafa hana í minna lagi? Stærðin fer einnig eftir því hvort þú ætlir að hafa geymsluna við hliðina á eldstæðinu og þá líka hvort þú viljir hafa hana inni eða úti. Ef þú ert í vafa þá er betra að vera með meira pláss en minna svo að þú hafir alltaf pláss fyrir allan eldiviðinn þinn.
Hvaða gerð af efni ættirðu að velja fyrir viðargeymsluna?
Mikilvægt atriði við val geymslunnar er að ákveða efnivið smíðinnar. Efnið hefur áhrif á bæði útlit og viðhald. Við bjóðum upp á eftirfarandi tegundir af eldiviðargeymslum og þetta ætti að auðvelda þér valið til muna:
-
Málmgeymsla er bæði sterk, hagnýt og flott. Harðgert stál er afar slitsterkt og þarf svo gott sem ekkert viðhald. Stálgrind er jafnframt fáguð og stílhrein í útliti og hún er því tilvalin á nútímaleg heimili.
-
Geymsla úr viði getur búið yfir miklum karakter og hlýju og hún fellur auðveldlega inn við restina af heimilinu og garðinum. Þú hefur einnig möguleika á að mála viðinn svo að hann passi við skúrinn þinn eða heimilið almennt. Viðargeymslurnar okkar eru úr þrýstingsgagnvarinni furu og þær eru því sterkar, endingargóðar og rotvarðar.
-
Glergeymsla er fyrst og fremst afar stílhrein, en þar sem hún er gerð úr hertu gleri er hún líka sterk og endingargóð. Hún hentar best sem lítill eldiviðarrekki og hún er sérstaklega tilvalin við hliðina á eldstæði innivið.
Verðu eldiviðinn gegn veðri
Mikilvægt er að geyma eldiviðinn á réttan hátt til að halda honum þurrum. Ef viðurinn er tiltölulega nýhöggvinn þá þarftu líklegast að geyma hann í einhvern tíma til að minnka rakann og gera hann fullkominn til notkunar sem eldivið. Hér hjá vidaXL hefurðu möguleika á að finna eldiviðargeymslu sem hjálpar þér að vernda eldiviðinn gegn veðri.
Viðargeymsla með þaki er traust, endingargóð og þægileg lausn til að halda eldiviðnum þurrum þegar þú þarft á honum að halda. Geymslurnar okkar eru annað hvort frístandandi eða standa upp við vegg.
Eldiviðargeymsla virkar einnig sem skrautmunur
Síðastliðin árin hefur orðið talsvert algengt að nýta eldiviðargeymslur í aðra hluti en geymslu á viði. Fyrir mörgum er geymsluhúsgagnið einfaldlega orðið hluti af heimilis- eða garðhönnuninni. Fullbúin viðargeymsla gefur ákveðna stemningu í rýminu og ef þú ert með stóra eða breiða frístandandi geymslu þá hjálpar hún til við að loka rýminu og gera það notalegra. Svo getur hún líka oft lokað á vind.
Eldiviðargeymsla er einföld en engu að síður frábær leið til að gefa heimilinu notalegt og hlýtt yfirbragð í kringum eldstæðið. Ef þú ert í leit að leið til að hólfa niður garðinn þá gæti frístandandi eldiviðargeymsla verið tilvalin lausn.
Verslaðu nettar eldiviðargeymslur á viðráðanlegu verði
Haltu arninum eða garðinum snyrtilegum með snjallri og smekklegri eldiviðargeymslu frá vidaXL. Það skiptir ekki máli hvort þú sért í leit að lítilli og mjórri geymslu eða stærri geymslu - við eigum mjög líklega réttu geymsluna fyrir þig.
Við bjóðum einnig upp á flottar og sniðugar körfur til að auðvelda uppsöfnun og burð á eldiviðinum að arninum. Þú getur ennfremur notað körfuna sem aukageymslu fyrir eldiviðinn til að hafa hann innan seilingar þegar kveikt er á arninum.
Fyrsta flokks gæði og viðráðanlegt verð gefur þér færi á að flikka upp á heimilið eða garðinn á einfaldan hátt. Verslaðu í netversluninni í dag og nýttu þér ókeypis staðlaða sendingu á öllum pöntunum.