Hvernig undirbýrðu vörurnar og skilar þeim þegar vidaXL skipuleggur skilin?

Þegar þú notar XLservice þjónustuna þá skipuleggur vidaXL skilin fyrir þig. Við munum annað hvort biðja þig um að fara með pakkann á móttökustað eða hagræða því þannig að hann verði sóttur, allt eftir stærð pakkans. Þú færð fleiri upplýsingar um hvern máta hér að neðan:

Skil á vörunni á móttökustað

Þegar við skipuleggjum skilin þannig að þú ferð með pakkann á móttökustað, þá sendum við þér endursendingarmiða í tölvupósti. Vinsamlegast farðu með vöruna eða vörurnar á móttökustaðinn.

Áður en þú ferð með pakkann á móttökustaðinn skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Vertu viss um að þú hafir pakkað vörunum almennilega saman, helt í upphaflega kassann eða kassa í svipaðri stærð sem fer ekki yfir málin sem við gefum þér. Varan þarf að vera í sama ásigkomulagi og þegar þú fékkst hana.
  2. Fjarlægðu alla gamla miða af kassanum og settu nýja miðann frá okkur á.
  3. Farðu með vöruna á næsta móttökustað og láttu okkur vita að þú hafir farið með hana.

Til að hefja skilaferlið, vinsamlegast veldu einn af samskiptamátunum hér að neðan. Við leiðum þig í gegnum ferlið.

 

Skil á vörunni þegar hún er sótt

Þegar þú hefur gefið okkur nægilegar upplýsingar getum við skipulagt skilin þannig að flutningsaðili kemur að sækja pakkann til þín.

  1. Sjáðu til þess að vörunni sé almennilega pakkað, helst í upprunalega kassann eða kassa í svipaðri stærð sem fer ekki yfir málin sem við gefum þér. Þú verður að skila vörunni í sama ásigkomulagi og þú fékkst hana.
  2. Fjarlægðu alla gamla miða af kassanum og festu nýja miðann eða miðana sem þú fékkst frá okkur á kassann eða kassana.
  3. Staðfestu fjölda skilakassa, hversu stórir þeir eru og hversu þungir þeir eru.
  4. Ef flutningsaðilinn gefur þér kvittun, vinsamlegast sendu okkur mynd af henni.

Til að hefja skilaferlið, vinsamlegast veldu einn af samskiptamátunum hér að neðan. Við leiðum þig í gegnum ferlið.

 

Langar þig til að vita meira um skil hjá vidaXL? Skoðaðu tengdar greinar:

Lestu meira um skilyrði fyrir skil.