Hvers konar ábyrgð er ég með?

Allar vörur seldar af vidaXL falla undir að minnsta kosti 2 ára ábyrgð samkvæmt lögum. Eins og er þá eru vörurnar okkar einungis með þessari ábyrgð.

Þú átt rétt á áreiðanlegri vöru sem stendur undir vörulýsingunni. Vara telst gölluð ef:
- ekki allir partar fylgdu með,
- hún er skemmd eða brotin,
- hún virkar ekki almennilega,
- ekki er hægt að nota hana eins og seljandinn hélt fram.

Þín ábyrgð sem kaupandi er að rannsaka hvort varan henti þínum þörfum og notkun áður en þú kaupir hana. Ef þú lendir í vandræðum með vöruna þá áttu rétt á að vera boðin lausn til að leysa vandamálið. vidaXL leysir vandamál sem þú lendir í meðan á ábyrgðinni stendur með því að bjóða upp á lausnir sem eru við hæfi fyrir vöruna og vandamálið hverju sinni.

Skemmdir út af veðri ná ekki undir ábyrgð þar sem varan var hvorki afhent sem skemmd né í ástandi þar sem hún virkaði ekki. Vinsamlegast hafðu samband við tryggingafélagið þitt til að leysa slík mál.

Þú getur haft samband við þjónustuverið okkar ef þú vilt leggja inn ábyrgðarkröfu. Ef vandamálið fellur undir staðlaða lögábyrgð vidaXL þá leysum við málið með því að bjóða þér hentugustu lausnina.