artificial Christmas tree

Öðruvísi jólagjafatillögur - heimatilbúnar gjafir

Eru heimatilbúnar (DIY) jólagjafir á listanum þínum? Nú hugsarðu kannski: Nei, ég hef svo sannarlega ekki tíma til þess og ég veit þar að auki ekki hvernig maður býr til heimatilbúnar jólagjafir. Eða þér gæti jafnvel þótt heimagerðar jólagjafir minna spennandi en aðkeyptar gjafir. En undirbúðu þig nú, því við bjóðum hér upp á hrikalega skemmtilegar og upplýsandi jólagjafatillögur sem fá þig til að skipta um skoðun!

Ræðum aðeins góða tímanýtingu. Fólk heldur að heimagerðar jólagjafir taki agalega langan tíma. Raunin er þó sú að þú getur búið til allskyns hluti með lítilli fyrirhöfn og enn minni tíma. Eftirfarandi málsgreinar bjóða upp á frábær dæmi um þetta.

Ef það er ekki tímaþröng sem er að stoppa þig þá gæti það jafnvel verið tregða við að kaupa ógrynnin öll af mismunandi aðföngum fyrir heimagerðar jólagjafir. Sannleikurinn er hins vegar sá að þú getur auðveldlega nýtt þér allskyns hluti sem þú átt heimavið nú þegar. Það sama gildir um áhöldin í gjafagerðinni.

En hvað gerir heimagerða jólagjöf að góðri gjöf? Tilfinningagildið. Heimagerðar gjafir eru fullkomin leið til að sýna fólkinu þínu hversu vænt þér þykir um það. Vinir og vandamenn munu án efa kunna að meta tilhugsunina og tímann sem þú lagðir í verkið, svo ekki sé minnst á minningarnar sem þið munuð deila í kjölfarið.

Vorum við búin að nefna hversu hagkvæmar heimatilbúnar jólagjafir geta verið? Hugsaðu þér bara: Þú getur varið tíma í að nýta hluti sem þú átt nú þegar heimavið og búið til listræna gjöf í þokkabót. Síðan geturðu valið manneskju sem skiptir þig miklu máli og tjáð henni væntumþykju þína á einstakan máta. Er til nokkuð betra?

 

Undirbúningur fyrir gerð einstakra jólagjafa

Sérsniðnar jólagjafir eru tilvaldar til að sýna fjölskyldu og vinum umhyggju. Við hvetjum þig til að líta á þetta sem skemmtilega og skapandi athöfn sem færir þér gleði og ánægju! Svo má ekki gleyma því hversu gott það er fyrir sálina að búa til eitthvað frá grunni sem gleður annað fólk.

Ertu að velta fyrir þér af hverju okkur finnst heimagerðar jólagjafir svona frábærar? Það er af því að hver og ein gjöf er búin til sérstaklega fyrir þá manneskju sem á að fá hana. Fyrsta skrefið ætti því að vera að átta sig á því hvað gerir þessa tilteknu manneskju einstaka í þinni tilveru. Íhugaðu hluti eins og tómstundaiðjur, áhugamál, sameiginlegar minningar eða aðra þætti sem þú veist að myndu gleðja einstaklinginn.

Þú þarft nokkra hluti til að koma þér af stað, þar á meðal:

  • gömlu góðu nálina og tvinnann, ásamt skærum
  • lím og límbyssu
  • akrýlmálningu, litblýanta eða vaxliti
  • litaðan pappír eða kreppappír
  • efnisbúta eins og flauel, eða tjull fyrir borða og slíkt
  • glimmer. Þú græðir alltaf á glimmeri!

XL ráð: Gefðu gömlum fatnaði nýtt líf með því að nota efnið til að búa til einstakar jólagjafir! Önnur umhverfisvæn leið er að endurnota pappír eins og gjafapappír eða gamlar bækur.

 

DIY Christmas gift box inspiration

DIY Christmas gift box inspiration

Settu heimatilbúinn svip á jólagjafirnar

Möguleikarnir fyrir heimagerðar jólagjafir eru endalausir. Okkur langar til að deila með þér nokkrum krúttlegum og auðveldum heimagerðum jólagjafahugmyndum sem gætu sett bros á varir vini og vandamanna!

  • Búðu til heimagerðar klippimyndir. Útvegaðu þér stóran myndaramma og prentaðu út uppáhaldsmyndirnar þínar með manneskjunni sem þig langar að koma á óvart. Flikkaðu upp á rammann með allskyns efnisbútum eða jútasnæri og hafðu bakgrunninn skemmtilegan. Ef þú vilt hafa útlitið enn einstakara þá geturðu límt myndirnar saman eða hengt þær saman á ljósaseríu með litríkum þvottaklemmum.
  • Finnst þér ekki heimagerðir kertastjakar vera krúttlegir sem jólagjöf? Það eina sem þú þarft er nokkrar tómar krukkur sem þú getur skreytt á alla vegu. Þú getur málað þær, límt hluti á þær eða skreytt þær með fallegu glimmeri. Mundu svo að láta nokkur litrík kerti fylgja með, eða jafnvel kerti með rafhlöðum ef þú vilt hafa öryggið í fyrirrúmi. 
  • Kanntu að prjóna, hekla eða sauma? Ef svo er þá gætirðu búið til heimagert teppi, ullarhanska eða jafnvel einstaka sokka með fallegri textalínu saumaðri í.
  • Besta heimagerða jólagjöfin gæti hugsanlega verið gjafakassi. Þú getur t.d. skreytt skókassa og fyllt hann með allskyns litlum hlutum sem hafa þýðingu fyrir viðtakandann. Þá væri hægt að setja kerti, vínflösku, sápustykki eða jafnvel heimagerðar bollakökur í kassann.

XL ráð: Mundu að handskrifa kort eða miða og setja með heimagerðu jólagjöfinni. Þetta er afar falleg leið til að segja fólkinu þínu hversu vænt þér þykir um það. Handskrifað kort er svo miklu nánara og setur persónulegan svip á gjöfina sem viðtakandinn mun án efa taka eftir - jafnvel þótt rithöndin þín sé ekki upp á marga fiska.

 

Heimagerður jólakassi úr pappa

  • Skref 1

    Byrjaðu á því að skera út ferkantað form úr pappanum í þeirri stærð sem þú vilt hafa gjafakassinn í. Brjóttu hornin fjögur saman í formið X. Gakktu úr skugga um að hornin séu nákvæmlega í miðjunni.

  • Skref 2

    Brjóttu núna hornin fjögur saman inn í miðjuna á X-inu. Gakktu úr skugga um að hornin mætist nákvæmlega svo að kassinn sé samhverfur.

  • Skref 3

    Þegar þú hefur opnað hliðarnar, brjóttu þá þríhyrningslaga flipana efst og neðst inn á við. Tveir af upprunalegu flipunum, þ.e.a.s efsti og neðsti þríhyrningslaga flipinn, ættu áfram að snúa að miðjunni.

  • Skref 4

    Þegar þú opnar efsta og neðsta flipann, færðu þá hliðarflipana tvo að miðjunni. Brjóttu síðan hvert stykki aftur saman að miðjunni svo að lóðréttu beinu línurnar á brúnunum mæti þeim sem eru í miðjunni.

  • Skref 5

    Brjóttu litlu þríhyrningana sem eru efst uppi ofan á hliðarþríhyrningana. Þegar búið er að brjóta þá inn, brjóttu þá hliðarþríhyrningana tvo saman sem eru enn í heilu lagi. Brjóttu þá þannig saman að þeir nái skorunni algjörlega.

  •  

Ódýrar jólagjafir fyrir alla sem þér þykir vænt um

En ef þér tekst ekki að fá innblástur fyrir heimagerðar jólagjafir þá þarftu ekki að örvænta! Þú getur nýtt þér hugmyndirnar hér að ofan til að pakka inn aðkeyptum gjöfum. Þær munu líta frábærlega út en jafnframt sýna hversu miklu umhyggju þú hefur lagt í þær.

Við erum með frábærar hugmyndir fyrir síðbúnar jólagjafir sem eru bæði skemmtilegar og ódýrar. Sumar eru meira að segja undir 3.500 kr - hversu svalt er það?

Auðveld lausn er að gefa hátíðarskraut eins og t.d. kraga á jólatréð. Ef þig langar hins vegar að ýta undir jólakósíheitin þá mælum við með því að þú skoðir notalegu teppin og skrautpúðana okkar. Teppi og púðar eru hagnýt en einnig tilvalin til að flikka upp á sófann. Ef viðtakandinn elskar innanhússhönnun þá gæti stílhreinn vasi, heimilisilmur eða falleg skál verið hin fullkomna gjöf.

XL ráð: Blandaðu hlutunum saman! Ef þú velur að kaupa jólagjafirnar þá hefurðu engu að síður kost á að láta eitthvað heimatilbúið fylgja með. Bakkelsi eins og makkarónur er t.d. tilvalið. Önnur hugmynd væri að búa til jólaskraut sem tekur minna en 10 mínútur. Við leggjum til þurrkaða ávexti og blóm sem bundin eru saman með litríkum borða til að skella á jólatréð.