Hvernig þú velur borðstofuborð

Borðstofuborðið er hjarta stofunnar og því eru ýmsir þættir sem þú þarft að hafa í huga við val á nýju borði. Ef þú ert að spá í hvernig þú velur borðstofuborð þá er gott að þú hafir tilgang borðsins í huga.

Borðstofuborðið er þar sem töfrarnir gerast - þú átt notalegar máltíðir með fjölskyldunni, vinnur við borðið, skipuleggur næsta frí eða verð notalegum tíma með vinum. Notagildið er afar mikilvægt þegar þú velur lögun borðsins, þ.e.a.s. ef þú vilt tryggja að borðið haldist þægilegt í áraraðir.

Borðstofuborð getur verið mikil fjárfesting. Í þessum kaupleiðbeiningum finnurðu frekari upplýsingar um hvernig þú velur efniviðinn fyrir borðstofuborðið. Fylgdu ábendingum okkar um val á lit á borðstofuborðinu svo að borðið passi alveg örugglega við stílinn þinn.

 

Rétta stærðin

Stærð er lykilatriði þegar þú velur rétta borðstofuborðið fyrir eignina þína. Hafðu í huga hvað rýmið hefur upp á að bjóða svo að gott jafnvægi haldist á borðstofunni. Stórt borðstofuborð getur fengið rýmið til að virka óreiðukennt, á meðan of lítið borðstofuborð getur skortir notagildi.

Ef þú vilt velja rétta stærð þá þarftu að hafa góðan skilning á skipulagi rýmisins. Gakktu úr skugga um að borðið passi í borðstofuna og að pláss sé til að hreyfa sig í kringum það. Ef rýmið er opið þá er hefðbundið pláss í kringum hvert sæti yfirleitt um 100 cm. Farðu eftir eftirfarandi leiðbeiningum varðandi stærð fyrir kringlótt eða rétthyrnt borð:

  • 120 cm þvermál rúmar 4 manns 
  • 150 cm eða 180 cm þvermál er fullkomið fyrir 6 manns
  • 240 cm þvermál býður upp á nóg pláss fyrir 8 manns

Við mælum með því að þú gefir þér tíma til að sjá fyrir þér borðið eins og það myndi líta út í eigninni þinni. Notaðu málaralímband eða önnur húsgögn til að loka fyrir það pláss sem borðstofusettið myndi taka. Áttaðu þig á því hvernig tilfinningin er í rýminu varðandi stærðina og hvort þú þurfir að breyta henni. Ef plássið er takmarkað þá er sniðugt að velja lítil húsgögn sem hægt er að framlengja. Lögunin skiptir einnig máli ef þú vilt að borðið passi vel - skoðum því hvaða lögun hentar best í lítil rými.

 

Hvernig þú velur borðstofuborðslögun

Flest einblínum við yfirleitt á það hvort borðið eigi að vera kringlótt eða rétthyrnt. Formið hefur auðvitað áhrif á útlitið, en það hefur einnig afgerandi áhrif á þægindin. Hafðu í huga að borðið þarf að bjóða upp á 55 til 60 cm borðpláss fyrir hvert sæti. Ef borðstofuborðið þitt þarf að passa fyrir 3 manns (en stundum fleiri) þá skaltu setja hversdagsleg þægindi í forgang.

Kringlótt eða sporöskjulaga borð skapa notalegra andrúmsloft og henta einnig frábærlega fyrir litlar samkomur. Ennfremur henta þessar laganir fullkomlega í lítil rými til að gefa létta stemningu. Veldu framlengjanlegt borð ef þú vilt auka notagildið.

Rétthyrnd eða ferhyrnd borðstofuborð eru vinsælustu borðin og það er ekki að ástæðulausu. Þau virka best í stærri rýmum sem bjóða upp á ríflegt pláss. Borðin verða hér auðveldlega miðpunktur rýmisins. Djarfar línurnar eru frábærar ef þig langar til að borðhaldið grípi augað.

 

Borðstofuborð & stólar

Þú hefur úr tvennu að velja þegar þú velur borðstofuborð og stóla:

  • Kauptu borðstofusett - stóla í stíl við borðið svo að hönnunin og stærðin sé sú sama. Þetta tryggir fullkomið jafnvægi og rétta sætisstöðu.
  • Slepptu sköpunargleðinni lausri: Blandaðu saman! Það skapar alveg einstakt útlit þegar þú bætir mismunandi stólum við borðið þitt. 

Ef þú ert óviss um hvaða stólar passa við borðstofuborðið þá skaltu byrja á því að hafa að minnsta kosti 30 cm á milli borðplötunnar og stólsætisins. Þetta tryggir að armstólar passi undir borðið þegar þeir eru ekki í notkun. Ennfremur skaltu hafa í huga að hver sitjandi einstaklingur þarf 60 cm borðpláss. Notaðu þessa reikniaðferð til að finna rétta svarið þegar þú ert að reyna að átta þig á því hversu margir stólar passa við borðstofuborðið.

Við mælum með því að þú notir bekki fyrir rétthyrnd borð, en þó einnig fyrir sporöskjulaga borð. Bekkir stækka rýmið og gefa þar að auki meira sætispláss. Borðstofubekkir eru afar vinsælir þessa dagana og passa við allskyns stíla - hvort sem stíllinn er nútímalegur, hefðbundinn, minimalískur eða bóhemlegur.

 

Atriði sem vert er að hafa í huga

Ef þú vilt gera góða fjárfestingu á tímalausu borðstofuborði þá eru nokkur aukaatriði sem gott er að hafa í huga. Framlengjanlegt borðstofuborð er alltaf góður kostur ef plássið er af skornum skammti. Þetta á bæði við um kringlótt og rétthyrnd borð og þessi kostur er frábær lausn fyrir fólk sem er sjaldan með samkomur. Gott er að hafa þykkt borðplötunnar í huga (í kringum 2,5 cm) þegar þú velur stólana við borðið.

Gefðu efnivið nýja borðstofuborðsins gaum. Veldu endingargott efni eins og við eða samsettan við. Marmari eða gervimarmari er frábær kostur ef þú vilt að borðstofuborðið sé rispuþolið. Glerborð eru í uppáhaldi hjá okkur ef þig langar til að auka náttúrulega birtu í rými sem er í dimmara lagi. Ekki hika við að gera tilraunir með málm - málmur eða blanda af málmi og viði gefur borðstofunni skapandi yfirbragð.

Borðfæturnir hafa einnig áhrif á hversu þægilegt er að sitja við borðið og hversu mikið fótapláss þú færð. Súlufótur virkar best á kringlóttu eða ferhyrndu borði þar sem hann skapar meira fótapláss. Veldu mjórri fætur fyrir meðalstórt rétthyrnt borð en veldu einungis búkka ef borðstofan er plássmikil og gefur kost á stóru borði.

Það getur tekið töluverðan tíma að finna rétta borðstofuborðið, en kaupleiðbeiningarnar okkar ættu að aðstoða þig við að finna borð sem hentar þínum lífstíl.