Góð ráð við val á sjónvarpsstandi

Lykt af poppkorni boðar bíókvöld! Langar þig til að eiga gæðastundir yfir uppáhaldssjónvarpsþættinum þínum? Sjónvarpið er miðpunktur stofunnar og því er mikilvægt að vita hvernig á að velja sjónvarpsstand.

Byrjaðu á því að taka mál á sjónvarpinu þínu svo að þú getir áttað þig á því hvaða stærð sjónvarpsstands er rétt fyrir þig. Reyndu svo að sjá fyrir þér hvernig sjónvarpsstandurinn mun passa í rýmið. Skoðaðu standa sem henta stærð rýmisins og koma jafnvægi á það. Ekki gleyma að hafa smekkinn þinn bakvið eyra – íhugaðu hvaða lit þú vilt hafa standinn í. Til að stíllinn sé réttur fyrir rýmið þá er einnig gott að hafa efnivið standsins í huga.

Valkostirnir eru margir og því getur verið snúið að velja rétta sjónvarpsstandinn. En það þarf þó heldur ekki að vera erfitt. Kaupleiðbeiningar okkar eru hér til að aðstoða þig. Skoðaðu ráðin okkar til að finna hinn fullkomna sjónvarpsstand fyrir heimilið þitt.

 

Hversu stórt er sjónvarpið þitt? - Rétt stærð af standi fyrir sjónvarpið

Þú gætir kannski verið að velta fyrir þér hvaða stærð af sjónvarpsstandi þú þarft. Eftirfarandi eru grunnatriði sem þú þarft að vita áður en þú kaupir stand. Ef þú ert að fara að kaupa stand fyrir sjónvarp sem þú átt nú þegar, þá er mikilvægt að þú takir mál sjónvarpsins fyrst. Hafðu í huga að standurinn þarf að vera stærri en sjónvarpið. Þetta tryggir stöðugleika og jafnvægi í rýminu.

Fólk spyr oft hvort það sé í lagi að hafa sjónvarpið breiðara en standinn. Svarið við þessu er einfalt. Standurinn þarf að vera stærri og breiðari en sjónvarpið til að koma í veg fyrir að sjónvarpið velti. Hafðu einnig dýpt hillunnar í huga, þar sem hún verður að gefa nægilegt pláss fyrir bæði sjónvarpið og annan búnað. Að örygginu undanskildu þá býður standur í stærra lagi einnig upp á betra geymslupláss. Algeng lausn til að bæta tækni við notalegar innréttingar er að vera með húsmuni í bland við tæknibúnaðinn.

Ekki gleyma að velja réttu augnhæðina. Ef þú ert að spá í hversu hár sjónvarpsstandurinn ætti að vera þá er svarið að skjárinn ætti að vera í augnhæð þegar þú situr. Nánar tiltekið ætti miðja skjásins að vera í augnhæð. Hefðbundin sjónvarpshæð er í kringum 106 cm, en hæðin fer þó auðvitað algjörlega eftir sætunum í kringum sjónvarpið. Ef þörf er á meiri sveigjanleika þá skaltu íhuga veggfestingu fyrir sjónvarpið sem leyfir breytingar.

Sérstök ábending: Til að finna réttu fjarlægðina frá sjónvarpinu er sniðugt að tvöfalda stærð skjásins. 50 tommu sjónvarpsskjár (110 cm) ætti til dæmis að vera í að minnsta kosti 220 cm fjarlægð frá sófanum þínum

Hvernig vel ég rétta tegund af sjónvarpsstandi?

Þættirnir hér að ofan ættu að gera þér auðveldara fyrir að útbúa þægilegt sjónvarpssvæði fyrir endalaus bíókvöld. Gott er að hafa jafnvægi innréttinganna bakvið eyrað þegar þú velur stand. Til að þú finnir alveg örugglega stand sem hentar þínum stíl þá er gott fyrir þig að hafa smekkinn þinn í huga. Þú hefur sem betur fer úr ýmsum tegundum sjónvarpsstanda að velja:

  • Veggborð undir sjónvarpið
  • Opin hilluhönnun
  • Skenkur
  • Sjónvarpsskápur
  • Veggfest eining
  • Margmiðlunareining

Veggborð fyrir sjónvarpið er stakt húsgagn með lokuðum hillum. Það er yfirleitt rétthyrnt og býður upp á ríflegt geymslupláss. Ef þú fílar minimalískan stíl þá er sniðugt að velja opnar hillur. Grindin getur verið nokkrum opnum hillum og hangandi festingu fyrir sjónvarpið. Opin hönnun eins og þessi er tilvalin fyrir lítil rými.

Skenkur er húsgagn í stærra lagi og hann býður því upp á frábært geymslupláss í kringum sjónvarpið í formi skápa og hilla. Sjónvarpsskápur er húsgang sem er innblásið af vintage-stíl og passar vel við innréttingar í bóhemstíl. Stærsti kosturinn við skápinn er að þú hefur færi á að fela sjónvarpið þegar það er ekki í notkun.

Stærð herbergisins skiptir auðvitað gífurlega miklu máli en hér eru tveir frábærir valkostir sem henta í flest rými, stór jafnt sem smá. Veggfest eining er afar sniðug í lítil rými. Veggfestar hannanir eru afar vinsælar þessa dagana þar sem þær bjóða upp á stílhreint útlit og aukið gólfpláss. Snúningsstandur krefst jafnvel enn minna pláss og gerir þér kleift að snúa sjónvarpinu í þá átt sem þér hentar.

Ef rýmið er í stærri kantinum þá gæti margmiðlunarstandur verið skemmtilegt val. Þetta er yfirleitt gífurlega stórt húsgagn sem hannað er á sniðugan hátt. Það gæti t.d. verið með lokuðum skápum, opnum hillum, skúffum o.s.frv. Ef þú vilt gefa húsgagninu flott yfirbragð þá er sniðugt að setja bækur, plöntur og aðra aukahluti á það.

Algengustu efnin sem notuð eru í sjónvarpsstanda eru viður og málmur. Leyfðu sköpunargáfunni að ráða ríkjum en gakktu samt úr skugga um að standurinn passi vel við aðrar innréttingar. Viður hentar best fyrir hlýjan og hefðbundinn stíl, á meðan málmur virkar best við nútímalegar innréttingar. Hafðu öryggið í fyrirrúmi og veldu sterkan stand sem getur alveg örugglega borið þyngd sjónvarpsins. 

 

Hlutir til að hafa í huga

Sjónvarpið má vera miðpunktur í rýminu en þó ekki aðalmiðpunkturinn. Hér er gott að hafa uppsetningu herbergisins í huga. Ef þú ert með eldstæði þá gæti reynst erfitt að finna góðan stað fyrir sjónvarpið. Þú hefur nokkra möguleika hvað varðar uppsetningu húsgagna í rými með bæði eldstæði og sjónvarpi. Settu sjónvarpið fyrir ofan arininn með því að nota veggfesta einingu. Ef stærð rýmisins býður upp á það þá geturðu líka sett sjónvarpið á vegg beint á móti eldstæðinu, þá annað hvort á veggborð eða sjónvarpsskáp.

Ekki gleyma að vera með einhvers konar kerfi fyrir allar snúrurnar sem tengdar eru við sjónvarpið. Veldu sjónvarpsstand sem gerir þér kleift að fela snúrurnar svo að þær komi ekki óreiðu á rýmið. Ennfremur getur standur með geymslumöguleikum verið góður miðpunktur fyrir snúrur á öðrum raftækjum sem þú þarft að hafa nálægt sjónvarpinu. 

Gefðu þér góðan tíma til að finna rétta sjónvarpsstandinn fyrir heimilið þitt. Fylgdu kaupleiðbeiningunum okkar og kauptu stand sem hentar þínum stíl og þörfum.