Kaupleiðbeiningar fyrir sófaborð: Hvernig þú velur rétta borðið

Þegar stofan er innréttuð eru nokkur aðalatriði sem þarf að huga að. Sófinn þarf að vera þægilegur, þú þarft að eiga hægindastól fyrir góða slökun og sjónvarpssvæðið þarf að vera skynsamlega sett upp. Þú gætir jafnvel verið með mottu sem gefur rýminu góða heildarmynd. Húsgagnið sem gleymist þó stundum í stofunni er sófaborðið. En hvernig velur maður eiginlega besta sófaborðið?

Sófaborðið er hlutur sem á stóran þátt í heildarsvip stofunnar og það þarf að sameina bæði útlit og notagildi. Þarna leggurðu frá þér kaffibollann, bókina sem þú varst að lesa í sófanum, allar fjarstýringarnar - og gleymum ekki símanum. Af og til nýtist það jafnvel líka sem matarborð!

Vantar þig nýtt sófaborð? Við mælum með því að þú rennir yfir kaupleiðbeiningarnra okkar um val á sófaborði áður en þú ferð af stað í leitina. Hér finnurðu góðar upplýsingar um hvaða eiginleika gott sófaborð þarf að hafa.

 

Vertu viss um að borðið sé í réttri stærð

Eins og alltaf er best að byrja á mælingum. Sófaborðið, eins og orðið gefur til kynna, er sett við sófann og þarf því að passa við stærð hans. Sófaborð eru yfirleitt í sömu hæð og sæti sófans eða allt að 5 cm lægri. Hærri sófar þurfa hærra borð, sérstaklega ef mikið er um gestagang á heimilinu. Það er þægilegra að leggja frá sér drykki og annað á hærra borð.

Hæðin er þó ekki eina mælingin sem þarf að huga að þegar kemur að stærð sófaborðsins. Lengd borðsins þarf einnig að miðast við lengd sófans. Almennt séð ætti sófaborð að vera um það bil 2/3 hlutar af lengd sófans. Rétt lengd tryggir að auðveldlega sé hægt að ná til borðsins úr öllum sætum.

Athugaðu líka vel að hafa nóg pláss í kringum borðið. Gerðu ráð fyrir um það bil 30-45 cm á milli sófa og borðs. Ef sjónvarpið er staðsett á móti sófanum þá er best að gera ráð fyrir allavega 60-75 cm frá borði að sjónvarpi. Þannig er hægt að ganga auðveldlega um rýmið án þess að það virðist of þröngt.

Það er þó einnig mikilvægt að taka tillit til heildaruppröðunarinnar í rýminu. Lögun borðsins ræður líka miklu um stíl og yfirbragð stofunnar.

 

Hver er hin fullkomna lögun fyrir rýmið þitt?

Það fer að miklu leyti eftir rýminu og notkun þess. Ef það eru ung börn á heimilinu þá mælum við með kringlóttu eða sporöskjulaga borði. Ávalar línurnar eru barnvænar og skapa mýkt sem hornborð gera ekki. Bæði kringlótt borð og rétthyrnd geta notið sín vel í litlu rými þar sem þau skapa meiri dýpt.

Þar sem eldri börn eru (eða engin börn) er hægt að leika sér meira með form og stíl. Rétthyrnd borð og sporöskjulaga borð henta vel fyrir stórar stofur og opin rými. Þá er bæði hægt að velja eitt stórt borð fyrir framan sófann eða velja 2-3 minni borð sem skapa skemmtileg sjónræn áhrif.

Efniviður og stíll

Úrvalið af stofuborðum er afar fjölbreytt og því getur stundum virst yfirþyrmandi að finna það eina rétta. Viður er sígildur efniviður og er enn einn af vinsælustu kostunum þegar kemur að sófaborðum. Viður er ekki bara viður, heldur eru það smáatriðin sem gera borðið einstakt. Mahóníborð passar vel þar sem hefðbundnari innréttingastíll ræður ríkjum á meðan mangóviður eða tekk eru léttari og henta vel fyrir bóhemlegt yfirbragð. Fyrir unnendur góðs handverks er tilvalið að velja borð úr endurheimtum við eða borð í vintage-stíl.

Þegar kemur að nútímalegum línum og iðnaðarstíl er úr nægu að taka. Þar er hægt að velja um gler, málm, trefjagler eða marmara. Þessi efni koma vel út í sófaborðum og hægt er að nýta þau á skapandi hátt. Mundu bara að sófaborð úr gleri eða málmi með skörpum hornum skapa slysahættu þar sem lítil börn eru að leik. Ef það er gæludýr á heimilinu ætti fyrsta spurningin að vera hversu auðvelt sé að halda borðinu hreinu.

En það er líka hægt að fara óhefðbundnari leiðir með leðri, flaueli og jafnvel silki. Já, það er hægt að fá flauelssófaborð! Klætt sófaborð setur einstakan svip á rýmið og vekur eftirtekt í rýminu. Allt eftir hönnun og útliti er hægt að fá klædd borð sem passa við alla innréttingarstíla, hvort sem stíllinn er retrólegum, bóhemlegur eða nýmóðins (úr leðri). Klædd borð henta líka frábærlega í samtíningarstílinn sem nýtur vinsælda um þessar mundir.

Taktu mið af öðrum hlutum í rýminu þegar kemur að lit á borðið. Mismunandi form og litir undirstrika mismunandi atriði í rýminu og innréttingunni. Sófaborð úr gleri og marmara henta vel fyrir rými sem njóta ekki mikillar birtu, eða þar sem skandinavískur stíll er ríkjandi. Náttúrulitir henta alls staðar en dekkri litir og tónar henta vel fyrir klassískan eða retrólegan stíl.

 

Notkun sófaborðsins

Sófaborðið þarf ekki bara að líta vel út, það þarf líka að vera praktískt í notkun. Íhugaðu t.d. borð með innbyggðri geymsluhirslu. Hægt er að fá borð með bæði hillum og skúffum, sem er afar handhægt fyrir fjarstýringar og smáhluti sem gott er að hafa við höndina. Aðrar týpur eru á hjólum og því er auðvelt að flytja þau til eftir þörfum. Nú þegar þú hefur lesið allt um val á sófaborði þá geturðu kíkt á nokkur af eftirlætisborðunum okkar hér fyrir neðan.