Hvernig þekki ég svindlpóst?

Svindlpóstar eru eitt algengasta formið af netsvindli. Póstarnir eru sendir af tölvuþrjótum til að reyna að fá þig til að senda persónuupplýsingar eða smella á hlekk sem sýkir tölvukerfið þitt með því sem kallast spilliforrit eða tölvuóværa (malware).

Verndaðu þig gegn svindlpóstum með því að læra hvernig þú þekkir þessa pósta frá meinlausum póstum.

Þetta gildir líka þegar þú færð pósta frá okkur. Vertu vakandi fyrir eftirfarandi hlutum:

• Tölvupósturinn var sendur frá almenningsléni á borð við „@gmail.com“. Við sendum þér alltaf póst frá léni sem endar á @vidaxl.xx (xx = landakóði)
• Stafsetning tölvupóstfangsins er vitlaus. Til dæmis: @vidaLX.uk
• Efni tölvupóstsins er til þess gert að vera stressandi og áríðandi. Margir svindlpóstar krefjast aðgerða samstundis, eins og til dæmis „Smelltu á hlekkinn hér að neðan, annars verður reikningnum þínum lokað innan 24 klukkustunda“.
• Er tölvupósturinn að biðja þig um að leysa út vinning? Eða að gefa þér loforð um mikið af fé? Þá er þetta svindlpóstur.
• Lofar tölvupósturinn kreditkortum eða lánum eftir að þú hefur borgað? Það er líka svindlpóstur.
• Þú skalt aldrei greiða neinum pening sem þú þekkir ekki.
• Er tölvupósturinn að biðja um reikningsupplýsingar eða bankauppIýsingar? Þetta er svindlpóstur. Við munum aldrei biðja þig um að gefa okkur lykilorðið þitt að persónulegum reikningi.


Ertu enn í vafa um hvort við séum raunverulegir sendendur póstsins sem þú fékkst? Hafðu samband við þjónustuverið okkar, við aðstoðum þig gjarnan.