Örugg kaup á netinu

Hvernig þú verndar persónuupplýsingarnar þínar
• Persónuupplýsingarnar þínar haldast öruggar ef þú heldur upplýsingunum aðeins fyrir þig og vidaXL.
• Búðu til gott lykilorð fyrir reikninginn þinn. Forðastu að nota nafnið þitt eða afmælisdaginn þinn þegar þú býrð til lykilorð.
• Gakktu úr skugga um að þú sért á opinberu vidaXL síðunni: „https://www.vidaxl.xx“ (xx fer eftir landinu, stundum er landakóðinn á undan „vidaXL“ (t.d. https://www.en.vidaxl.xx)). Lástáknið efst þar sem slóðin er gefur til kynna að þú sért á öruggri internetsíðu.
• Hafðu í huga hversu miklum upplýsingum þú deilir á netinu. Því fleiri upplýsingum sem þú deilir, því berskjaldaðri ertu gegn internetþrjótum og persónusvikum.

Símtöl
Sumar deildir hjá vidaXL hringja út til kúnna í þjónustutilgangi. Hafðu þó í huga að þjónustuver vidaXL mun aldrei biðja þig um að gefa upp viðkvæmar upplýsingar, nákvæmar bankaupplýsingar eða bjóða þér endurgreiðslu sem þú varst ekki að búast við.

Tölvupóstar
Við sendum þér aðeins tölvupóst í þjónustutilgangi frá opinbera vidaXL netfanginu okkar, @vidaxl.xx (xx er fyrir landakóðann).

Hvernig þú verndar netkerfið þitt
• Skráðu þig aðeins inn ef þú treystir netkerfinu þínu og heimasíðunni sem þú ert á.
• Við mælum með því að þú forðist að skrá þig inn ef skráningarsíðan líður öðruvísi út en venjulega.
• Ef skráningarsíðan lítur óvenjulega út, lokaðu þá öllum gluggum til að slíta sambandinu. Grunsamlegar eða sviksamlegar vefsíður sem eru ekki tengdar vidaxl.xx (xx stendur fyrir landakóðann) geta stofnað persónuupplýsingunum þínum í hættu.

Hvernig þú áttar þig á svindlpósti/svikum
Svindl- eða svikpóstur er leið fyrir netþrjóta til að ná persónuupplýsingunum þínum eða innskráningarupplýsingum. Svindlpóstur getur til dæmis litið út eins og könnun, keppni eða samfélagsmiðlagrein. Markmið svindlpósts er að fá þig til að fara á gerviheimasíðu eða setja inn persónuupplýsingarnar þínar.

Hvernig spottarðu svindlpóst/svik? Eftirfarandi ábendingar gætu hjálpað!
• Netfang sendanda lítur grunsamlega út.
• Það er verið að biðja þig um persónuupplýsingar á borð við bankaupplýsingar, greiðsluupplýsingar, skráningarnafn eða lykilorð.
• Nafnið þitt er ekki efst í póstinum (vidaXL setur nafnið þitt alltaf með).
• Það er verið að biðja þig um að smella á hlekk til að rekja sendingu á vöru sem þú hefur ekki pantað.
• Skilaboðin eru áríðandi, eins og til dæmis hótun um að reikningnum þínum verði lokað mjög fljótlega ef þú gerir ekki eitthvað í málinu samstundis.
• Þér er boðið að taka þátt í keppni sem þú getur unnið með því að smella á hlekk og setja inn (persónulegar) upplýsingar.
• Þú áttir ekki von á skilaboðunum.

Hvernig þú forðast svindlpóst/svik
• Best er að forðast að borga fyrir að leysa út vinning eða að borga fyrir að fá háar fjárupphæðir.
• Það er best að borga ekki neitt ef þér er lofað kreditkort eða lán.
• Forðastu að taka við tilboði yfir internetið eða í síma ef þú getur ekki staðfest að það sé ósvikult.
• Við mælum ekki með því að þú greiðir neinum neitt nema þú getir staðfest hver einstaklingurinn er.
• Það er best að hunsa tölvupósta sem biðja um bankaupplýsingar, nema pósturinn sé frá opinbera netfanginu okkar.
• Það er best að hunsa tölvupósta sem biðja um reikningsupplýsingarnar þínar.
vidaXL mun aldrei biðja um lykilorðið þitt.

Greiðsluöryggi
vidaXL tekur einungis greiðslu í gegnum opinberu vidaXL síðuna. Nokkur lönd á borð við Rúmeníu bjóða upp á greiðslu við afhendingu. Fyrir heildsölu bjóðum við upp millifærslu á vidaXL reikning sem hefur verið staðfestur af vidaXL þjónustuaðila fyrir heildsölu í gegnum opinbert vidaXL netfang.
Grunsamlegir eða sviksamlegir tölvupóstar eða vefsíður sem eru ekki af vidaxl.xx (xx stendur fyrir landakóða) getur stofnað persónuupplýsingunum þínum í hættu.

Hvernig þú skráir svik eða grunsamlegt atferli
Ef þú tekur eftir einhverju grunsamlegu þegar þú verslar hjá vidaXL, ef þú telur þig hafa orðið fyrir svikum eða ef þú fékkst tölvupóst með staðfestingu á pakka sem þú pantaðir ekki, vinsamlegast hafðu þá samband við þjónustuverið okkar.