4 góð ráð við val á rétta nuddstólnum

Við lifum flestöll uppteknu lífi og þurfum því afslappandi stundir í lok vinnudagsins til að geta byrjað daginn upp á nýtt á morgun. Fáir hafa stanslausan aðgang að heilsulindum og nuddum og því gæti nuddstóll verið svarið!

Ertu að spá í hvernig þú velur besta nuddstólinn? Við höfum svarið! Nuddstóll býður upp á fjölmarga kosti:

  • Þú slakar á í vöðvum og líkamanum almennt eftir langan og strangan dag í vinnunni
  • Nudd lækkar blóðþrýsting og minnkar streitu
  • Stóllinn hjálpar þér að halda jafnvægi á andlegri & líkamlegri heilsu

Með þetta í huga er ljóst að nuddstóll gæti aukið lífsgæðin þín. Þegar þú leitar að rétta stólnum fyrir þig þá eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Flettu niður og skoðaðu ábendingarnar í kaupleiðbeiningunum okkar fyrir nuddstóla til að fá allar þær upplýsingar sem þú þarft við kaup á nuddstól.

 

1. Hver er rétta stærðin fyrir nuddstólinn?

Það krefst smá rannsóknarvinnu að finna rétta nuddstólinn. Í fyrsta lagi þarf stóllinn að mæta þínum persónulegu þörfum. Í öðru lagi þarf hann að passa í rýmið, þar sem nuddstólar eiga það til að vera í stærra lagi. Í þriðja lagi er það ráðstöfunarféð. Flestir nuddstólar eru með allskyns virkni og þeir eru því yfirleitt ekki ódýrir.

Byrjaðu á því að velja rétta staðinn fyrir nuddstólinn. Stólarnir eru oft tiltölulega stórir og þú þarft því nóg af plássi. Sumir eru með fóthvílu, á meðan aðrir eru með þægilegum armhvílum.

Stöðluð mál á nuddstól þegar honum er hallað aftur eru í kringum 75 x 160 x 85 cm (B x D x H). Í flestum tilvikum þarftu að hafa allt að 100 cm pláss fyrir aftan stólinn svo að þú getir hallað þér aftur og notið þín til fulls. Sumir stólar eru með því sem kallast „zero space“ aðgerð sem þýðir að aðeins þarf að vera 10 cm bil á milli bakhliðar stólsins og veggsins fyrir aftan hann.

Við mælum með því að þú skoðir nákvæmlega málin á stólnum sem þú hefur áhuga á og athugir hvar hann passar inn á heimilið. Lítill nuddstóll gæti verið frábær viðbót við stofuna, heimaskrifstofuna eða jafnvel svefnherbergið. Hafðu einnig þyngd stólsins í huga þar sem þyngdin gæti til lengri tíma haft áhrif á gólfin þín. Settu stólinn á teppi til að koma í veg fyrir skemmdir á gólfi.

 

2. Okkur er alltaf annt um útlitið...

...sérstaklega þegar um er að ræða nuddstól! Tækni nuddstóla er ekki það eina sem hefur þróast með tímanum - hönnunin hefur líka tekið breytingum. Sumar vinsælar gerðir eru afar framúrstefnulegar, sem hentar fullkomlega í nútímalegar innréttingar. Aðrir stólar eru enn í sígildum stíl og auðveldara er að setja þá saman við ýmis stílbrigði.

3. Hvaða stíl fílar þú? Veldu rétta litinn og efniviðinn

Nuddstóllinn verður griðastaðurinn þinn fyrir afslöppun og hann þarf því að vera bæði endingargóður og ákaflega þægilegur. Þessir þættir eru ólíkir frá einum stól til annars, allt eftir því hvaða efniviðir eru notaðir. Gott er að velja áklæði með sléttri áferð sem gerir þér kleift að njóta nuddsins heimavið.

Vinsælustu gerðirnar eru úr leðri eða gervileðri. Þessi efni gera stólinn endingargóðan, auðveldan í þrifum og ákaflega mjúkan. Leður – hvort sem það er ekta eða ekki – er afar sígildur kostur fyrir stól og passar við hvaða stíl sem er.

Ef þú vilt nýta þér alla kosti nútímalegs nuddstóls þá mælum við með klæði úr tauefni. Þessi tegund stóla er oft með viðargrind og þeir líkjast klassísku hægindastólunum, en eru þó með öllum nuddeiginleikunum. Þetta gerir þér kleift að ýta undir fallegt útlit innréttinganna með stólnum.

Hvernig velurðu lit á nuddstólinn? Það er frekar einfalt: Viltu að hann grípi augað eða viltu að hann falli vel við núverandi innréttingarnar á heimilinu? Dekkri litir og hlutlausir litir hjálpa til við að skapa notalegan blæ, á meðan líflegir litir gera nuddstólinn að miðpunkti stofunnar.

 

4. Nuddeiginleikar

Best er að taka því rólega þegar flett er í gegnum allar nuddaðgerðirnar. Margir nuddstólar eru með nokkrum nuddpunktum – fyrir axlir, bak og fótleggi. Sumir eru með loftpúðum, aðrir nota nuddrúllur, á meðan sumir stólar eru með báðum eiginleikunum.

Reyndu að átta þig á því hvort myndi virka betur fyrir þig. Loftpúðanudd er mildara fyrir vöðvana. Rúllurnar gefa aftur á móti öflugra nudd sem er gagnlegt til að losa um vöðvaverki.

Langar þig að hafa stólinn upphitaðan? Þessi einstaka aðgerð býður upp á mikinn ávinning þegar kemur að því að draga úr streitu og þreytu. Hún örvar einnig blóðrásina. Sjálfsskynjunaraðgerðin er annar þáttur sem gott er að hafa í huga. Hér getur stóllinn sjálfur stillt stöðu nuddpunktana í samræmi við líkamann þinn svo að þú fáir ekkert minna en frábært nudd. Skoðaðu aðrar einstakar aðgerðir til að komast að því hvernig þú velur fullkomna nuddstólinn fyrir þig.

Skoðaðu uppáhaldsnuddstólana okkar hér að neðan ef þig vantar innblástur.