Val á rúmi – Kaupleiðbeiningar fyrir rétta rúmið

Ef þú vilt góða hvíld og vilt forðast svefnlausar nætur þá er mikilvægt að þú veljir rétt rúm. Flestir eyða um þriðjungi ævinnar í rúminu og því þarf að sjá til þess að rúmið uppfylli kröfur um gæði og þægindi. Það eru nokkur atriði sem þarf að gefa sérstakan gaum við val á rúmi.

Rúm er eitt af því mikilvægasta sem hægt er að kaupa fyrir heimilið og því er nauðsynlegt að skoða vel hvað er í boði. Leitin verður mun auðveldari ef þú ert með á hreinu hversu stórt rúmið á að vera, hvernig þú sefur og í hvaða stíl þú vilt hafa rúmið. Gott er að hafa í huga að rúmbotninn hefur líka áhrif á gæði svefns. Réttur botn getur þar að auki gert svefnherbergið mun hagnýtara.

Til þess að skapa heildarsvip í svefnherberginu skaltu athuga vel hvaða lit rúmbotninn á að vera í til þess að hann falli vel að öðrum innréttingum í rýminu. Sama gildir um efniviðinn; það eru fjölmargar útfærslur í boði, sem gerir leitina að rétta rúminu enn skemmtilegri! Ef þú veist ekki hvar er best að byrja þá er góð hugmynd að byrja á því að skoða kaupleiðbeiningarnar okkar að rétta rúminu, því þar finnurðu allt sem þú þarft að vita!

 

Hversu stórt á rúmið að vera?

King eða Queen? Þegar kemur að stærð rúmsins þá ættirðu að íhuga að dekra aðeins við þig. Meira plássi fylgir aukin þægindi og auknum þægindum fylgir betri svefn. Stærð svefnherbergisins skiptir þó auðvitað mestu máli og því er gott að vera með öll mál á hreinu.

Mældu rýmið þar sem rúmið á að standa til þess að hafa á hreinu hvaða stærð af rúmi hentar rýminu best. Mundu að hafa nægt pláss í kringum rúmið svo að þú getir gengið um. Mundu líka eftir aukahlutunum sem taka pláss, eins og t.d. höfðagaflinum. Í litlu rými skaltu forðast að hafa rúmið of stórt. Það lætur herbergið líta út fyrir að vera yfirfullt. Ef rýmið er mjög lítið þá gæti verið hentugt að velja svefnsófa.

Í rúmgóðu svefnherbergi er hægt að velja stærra rúm. Við mælum alltaf með því að fólk kaupi tvíbreitt rúm, líka fyrir þá sem sofa einir. Þannig tryggirðu meira rými fyrir góða hvíld.

Val á dýnu í réttri stærð er næsta atriðið á listanum okkar. Rétt stærð dýnunnar er byggð á innra máli rúmgrindarinnar – venjulega er dýnan 2 cm minni. Vertu viss um að stærðirnar samsvari sér og skoðaðu öll mál vel áður en gengið er frá kaupum. Dýnan þín ætti alltaf að styðja vel við bakið.

Taktu tillit til svefnþarfa þinna – og maka þíns. Prófaðu mismunandi dýnur til að finna þá réttu. Sumar dýnur henta vel fyrir þá sem sofa laust þar sem þær draga úr aukahreyfingum. Aðrar styðja við líkamann í mismunandi svefnstellingum.

 

Besta rúmgrindin fyrir þig

Það eru til fjölmargar gerðir af rúmum og rúmgrindum og mörgum finnst kannski yfirþyrmandi að fara í gegnum úrvalið. Ef þú vilt velja góða rúmgrind þá er ekki úr vegi að skoða þær vinsælustu:

  • Dívanbotnar
  • Rúmbotnar / rúmgrindur
  • Stillanlegar rúmgrindur
  • Kojur

Dívanbotnar hafa lengi verið með vinsælustu vörunum í þessum flokki. Sumir þeirra eru með heila plötu í botninum sem gefur stífari upplifun þegar legið er í rúminu. Einnig er hægt að fá dívanbotna með fjöðrun sem tryggir minni hreyfingu og betri endingu dýnunnar. Einn af stærstu kostunum við dívanbotna er sá að hægt er að nýta sökkulinn sem geymslurými. Þannig er hægt að koma fyrir skúffum eftir hentugleika til að geyma rúmfatnað og annað.

Rúmbtonar eru yfirleitt með rimlabotni. Botninn er ýmist fastur eða laus og með styrktarbita í miðju. Mýkt viðarins gefur eftir og því eru rimlabotnar ekki jafn stífir og dívanbotnar. Annað sem er vert að vita við val á nýju rúmbotni er hvers konar spennu bakið á þér þarf. Flestir rimlabotnar eru með bogadregnu yfirborði sem er millistíft.

Vinsældir stillanlegra rúma eru á uppleið, enda nýtast þau afar vel. Þau gera það einfalt og þægilegt að lesa uppi í rúmi eða horfa á sjónvarpið og þau henta mörgum sem glíma við sjúkdóma eða sérþarfir þegar kemur að svefni. Rimlarnir skiptast í svæði fyrir háls, höfuð og fætur. Dýnur eru oft hannaðar til þess að passa með ákveðnum botnum og það er því góð hugmynd að kaupa hvorttveggja saman.

Kojur eru góð hugmynd þegar þú ert að íhuga hvers konar rúmgrind þú þarft fyrir barnið þitt. Þær eru hagnýtar, fyrirferðarlitlar og ofsalega skemmtilegar!

Flottustu rúmgrindurnar

Þegar rétta grindin fyrir góðan svefn er fundin þá er komið að því sem er skemmtilegast! Þú hefur úr fjölmörgum kostum að velja þegar kemur að því að finna það rúm sem passar best við aðrar innréttingar í rýminu og heildarsvipinn. Skoðaðu hvað er í tísku, en þegar kemur að kaupum skaltu velja sígilt útlit.

  • Málmgrindur bjóða upp á rómantíska stemningu í svefnherberginu og þær fara aldrei úr tísku. Svokölluð sleðarúm eru afar hefðbundin í útliti og setja klassískan svip á svefnherbergið. Á sleðarúmum er höfðagaflinn hærri en fótagaflinn og þau eru nánast alltaf framleidd úr viði með fallegum skreytingum.
  • Pallagrindur liggja lágt frá gólfi og eru með einföldum línum. Þær henta afar vel í rými þar sem nútímalegur minimalísmi er í fyrirrúmi.
  • Himnasæng úr viði eða málmi getur sett fallegan bóhemsvip á herbergið. Þessi rúm eru með háum hornstólpum fyrir rúmtjöld sem skapa draumkennda bóhemstemningu. Veldu stærðina í samræmi við rýmið til þess að forðast troðning.
  • Fyrir smá lúxus í svefnherbergið er tilvalið að skoða bólstraðar rúmgrindur. Grindurnar eru klæddar með áklæði (t.d. leðri, flaueli eða tweed) og þær eru fágaðar og setja gamaldags svip á innréttinguna.

Með því að fara eftir þessum leiðbeiningum um rúmkaup ertu skrefi nær því að fá þann gæðasvefn sem þú þarft á að halda. Rúmið þitt er mikilvægasta húsgagnið sem þú kaupir. Taktu þér góðan tíma og skoðaðu alla möguleika áður en ákvörðun um kaup er tekin. Við mælum með því að þú takir ferlinu þó ekki allt of alvarlega. Vertu skapandi þegar kemur að stíl og efnisvali og útbúðu einstakt svefnherbergi.