Hvernig velurðu skenk? Góð ráð til að finna réttu vöruna
Er hönnun heimilisins næstum komin í hús en þig vantar samt flotta geymslulausn? Þú hefur úr nokkrum hlutum að velja þegar þú velur hagnýtt húsgagn fyrir stofuna, eldhúsið eða ganginn.
Það er ekkert mál ef þú þekkir ekki muninn á veggborði og skenk. Kaupleiðbeiningarnar okkar aðstoða þig við að velja rétta skenkinn.
Í dag notum við ýmis orð til að lýsa húsgögnum á borð við skenki og snyrtiborð sem eru í kjarnann mjög svipuð. Húsgagnið sem þú ert að sækjast eftir er með geymslu og ýtir undir útlitið í rýminu. Til að átta þig á því hvernig þú velur skenk þá þarftu að átta þig á því hverjar þarfir þínar eru:
Herbergið sem þú vilt hafa húsgagnið í
Tilgang skenksins
Stílinn
Réttu stærðina, efnið og litinn sem passar við innréttingarnar
Hvaða skenkur er sá rétti fyrir mig?
Það ætti ekki að vera flókið ferli að velja skenk. Skenkur er afar fjölhæft húsgagn og því er mikilvægt að skilja muninn á mismunandi skenkum. Snyrtiborð eru oftast notuð sem geymslulausn með skúffum í svefnherbergið. Skenkir geta gegnt sama hlutverki, en þeir virka þó best í minni rýmum eins og í mjórri forstofu. Hvað sem þú velur, mundu að nýta toppplötuna undir allskyns skrautmuni.
Hornborð gefur af sér rómantískari stemningu og það er oft notað á heimaskrifstofu. Borðstofuskápar eru yfirleitt fyrirferðarmeiri og henta betur í eldhúsið eða borðstofuna, á meðan veggborð geta auðveldlega komið í stað sjónvarpsskáps. Við skulum skoða nokkra möguleika með þetta að leiðarljósi.
Góð ráð við val á rétta skenknum
Það skiptir ekki máli hvað við veljum að kalla húsgagnið - þú þarft fyrst og fremst að taka ýmis mál þegar þú velur skenk. Ákveddu tilgang skenksins og veldu í hvaða herbergi hann á að fara. Íhugaðu síðan skipulag herbergisins og hvar hin húsgögnin eiga að vera í rýminu. Ef þú vilt hafa skenkinn í borðstofunni þá þarftu að athuga hversu stórt borðstofuborðið og stólarnir eru. Mundu að setja skenkinn í að minnsta kosti 60 cm fjarlægð frá öðrum húsgögnum til að hægt sé að opna hurðir og skúffur.
En hvað er góð hæð fyrir skenk? Skenkir eru yfirleitt með mjög stuttum fótum eða jafnvel engum fótum til að tryggja gott geymslupláss. Hvað hæð varðar þá eru skenkir yfirleitt um 70-90 cm á hæð. Þetta atriði er mikilvægt þar sem þessi hæð gerir þér auðveldara fyrir að bjóða upp á mat í næsta matarboði. Skenkur er tilvalinn til að geyma matvæli og ætti því að vera í svipaðri hæð og borðstofuborðið svo að jafnvægi sé á borðstofunni.
Gríðarmikið úrval er af skenkum og því þarftu einnig að hafa lengd skenksins í huga. Ef borðstofan eða forstofan er í stærra lagi þá gætirðu valið skenk sem nær 145 cm lengd og er með þremur hólfum hlið við hlið. Svefnherbergi í minna lagi rúmar auðveldlega 60 cm langan skenk með tveimur skúffum.
Efni, litur og stíll skenksins fyrir þig
Skenkur er frábært húsgagn einmitt af því að hann fæst í allskyns lögunum, litum og stílum. Hægt er að aðlaga hann hverju herbergi og þú getur notað hann til að geyma leikföng barnanna, fela raftæki eða til að hafa bækur og tímarit til sýnis. Gríðarmikil fjölhæfnin felst einnig í þeirri staðreynd að skenkar fást í fjölmörgum stílum.
Nokkrar ábendingar um hvernig þú velur rétta borðstofuskápinn eða skenkinn! Byrjaðu á því að átta þig á smekk þínum og þörfum. Við mælum með skenkum með hurðum til að fela borðbúnaðinn í borðstofunni, en glerhurðir eru vinsælar í hefðbundin eldhús. Skúffur eru alltaf plús, en skenkir með hillum geta bætt útlit herbergisins.
Sumir velta fyrir sér hvort hægt sé að setja snyrtiborð í stofuna. Svarið er já - þú getur notað það sem sjónvarpsborð, haft það sem hluta af húsgögnunum í sjónvarpsstofunni eða notað það sem míníbar. Hlustaðu á sköpunargáfuna og leyfðu fallegu útliti snyrtiborðsins að blómstra.
Ekki gleyma efniviðnum! Ef eldhúsið er hefðbundið þá hentar fyrirferðarmikill borðstofuskápur prýðilega. Veldu hreinar línur og blöndu af viði, málmi eða gleri til að gefa borðstofunni minimalískan blæ. Skenkir úr endurunnum viði eru fullkomnir fyrir hvaða stíl sem er þar sem þeir eru bæði endingargóðir og tímalausir. Hornborð í gamaldags stíl stelur sviðsljósinu í hvaða herbergi sem er og þá sérstaklega í bóhemlegri innréttingu.
Ef þú ert ekki með ákveðið litaþema í huga þá mælum við með því að þú leikir þér með liti. Veldu málaðan skenk í andstæðum litum til að fá húsgagnið til að skína. Ef þú vilt rómantískari stemningu þá eru pastellitir frábært val. Dökkur skenkur er djarft val, á meðan hvítur skenkur er afar fáguð viðbót við svefnherbergið.
Valkostirnir eru margir og valið á skenk getur því auðveldlega reynst flókið. En sannleikurinn er þó sá að afar skemmtilegt getur verið að að velja einmitt þetta húsgagn. Gott er að hafa í huga að skenkurinn þarf að vera sterkbyggður og endingargóður en jafnframt flottur. Skoðaðu leiðbeiningarnar okkar og uppáhaldsskenkina okkar til að finna hinn fullkomna skenk fyrir þig.
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.