Ertu að leita að Valentínusargjöfum fyrir fólkið sem þér þykir vænt um?

Valentínusardagurinn er yndisleg áminning um að sýna þeim sem skipta þig máli ást og þakklæti í verki. Lífsförunauturinn er vissulega hinn augljósi kostur þegar kemur að því að halda upp á Valentínusardaginn en hvað með fjölskyldu og vini? Við tókum saman gjafahandbók fyrir Valentínusardaginn þar sem þú finnur eitthvað til að sýna öllum hvaða hug þú berð til þeirra.

Á Valentínusardaginn er tilvalið að fagna ást og kærleika til fólksins í kringum okkur með táknrænum hætti. Ef þig vantar hugmyndir að Valentínusargjöfum skaltu lesa þessa grein og sjá hvaða frábæru gjafir þú færð hjá okkur. Hjá vidaXL finnurðu fullt af huggulegum og hagnýtum Valentínusargjöfum fyrir hana og hann. Við vitum vel að það getur verið erfitt að finna góðar gjafir fyrir foreldra - hvað er hægt að gefa þeim sem þau kunna að meta? Í þessari gjafahandbók finnurðu hagnýtar og smellnar gjafahugmyndir fyrir foreldrana sem eiga allt!

Börnin þín eiga líka skilið dekur; hjá okkur finnurðu gott úrval af spennandi leikföngum og spilum sem verða ofurskemmtilegar Valentínusargjafir. Fyrir vinahópinn höfum við gott úrval af smágjöfum sem sýna vinunum að þú hugsar til þeirra. Og hvernig væri að dekra aðeins við sjálfan sig með einhverju fallegu á Valentínusardaginn? Ást og þakklæti byrjar hjá manni sjálfum og þú getur byrjað gjafalistann á þeim frábæru vidaXL heimilisvörum sem þig langar í! Settu húsgögn og skrautmuni á listann þinn. Kíkjum betur á gjafahandbókina okkar.

Hvað eru mest hrífandi Valentínusargjafirnar fyrir hana?

Þegar kemur að Valentínusargjöfum fyrir kærustu eða eiginkonu er best að þekkja smekk hennar og stíl. Er hún listræn eða raunsæ, eða myndu hagnýtar gjafir vekja mesta lukku? Góðu fréttirnar eru að hjá vidaXL finnurðu frábærar Valentínusargjafir fyrir hana, hvaða týpa sem hún er.

Allir elska að fá gjafir sem tengjast áhugamálum eða ástríðu. Til dæmis er æfinga- og líkamsræktarbúnaður frábær Valentínusardagsgjöf fyrir hina heilsumeðvituðu eiginkonu. Við höfum úrval af íþróttavörum til að styrkja og styðja við hvers konar líkamsrækt. Allt frá hágæða jógamottum og uppblásnum fimleikarúllum til handlóða og æfingabolta, hjá vidaXL finnurðu frábærar og hagnýtar Valentínusargjafir fyrir hana.

Ef eldamennska er nær hjartanu, bjóðum við upp á gott úrval af fylgihlutum fyrir eldhús og borðstofu, sem og áhöld sem gott er að eiga til. Komdu henni á óvart með útpældum gjöfum sem efla matreiðsluástríðuna og hver veit, kannski dekrar hún við þig með glæsilegum kvöldverði sem hæfir Michelin-stjörnu! Við eigum líka réttu gjöfina ef ástin þín er handlagin. Rafmagnsverkfæri eða skemmtilegar lista- og handverksvörur eru ofarlega á lista þeirra sem eru með hugmyndir fyrir heimilið.

Valentínusargjafahandbókin getur einnig gefið góðar hugmyndir að gjöfum fyrir listhneigða. Myndarammar og aðrar töff og öðruvísi heimilisskreytingar eru frábærar gjafir, sérstaklega fyrir þá sem njóta þess að innrétta fallegt heimili. Í hljóðfæradeildinni okkar finnurðu rétta gjöf fyrir tónlistarunnandann. Sýndu umhyggju og stuðning með gjöf sem sýnir að þú kannt að meta hæfileika hennar og þá vinnu sem hún leggur í að bæta þá.

Ef hún er með ævintýraþrá skaltu skoða úrvalið af flottum ferðatöskum. Bónushugmynd: við erum alveg viss um að ný ferðataska vekur upp ferðalöngun, svo af hverju ekki að bóka stutt frí líka? Með því að bæta við ferðaveski eða snyrtitösku í stíl, ferðu langt upp listann yfir bestu Valentínusargjafirnar!

Vantar þig sérstakar Valentínusargjafahugmyndir fyrir hann?

Það er alltaf auðvelt að finna hagnýtar Valentínusargjafir fyrir hann hjá vidaXL. Þegar kemur að kærastanum eða eiginmanni er gott að byrja á því að íhuga áhugamálin en þar er oft hægt að finna góðar hugmyndir að gjöfum sem eru mótteknar af þakklæti og kærleika. Stundar hann íþróttir eða líkamsrækt? Ef svo er, má finna hagnýtar gjafir fyrir hann í sportvörudeildinni okkar, þar sem er fjölbreytt úrval af vörum fyrir heimaæfingar og íþróttir.

Þar er  allt  sem þarf til að rækta líkamann og ná nýjum markmiðum. Smart bakpoki er einnig tilvalin gjöf fyrir útivistargarpinn sem hefur gaman af gönguferðum úti í náttúrunni.

Fyrir handlögnu elskuna þína er tilvalið að komast að því hvaða verkfæri vantar í skúrinn og skoða okkar víðfema úrval af hand- og rafmagnsverkfærum. Að auki höfum við gott úrval af bílahlutum og fylgihlutum fyrir bílskúrinn. Ef hann kann betur við sig í eldhúsinu en bílskúrnum, eru eldhúsáhöld og aukahlutir kannski heppilegri gjafakostur.

Nokkuð sem gott er að hafa í huga þegar leitað er að gjöf. Nýr leikjastóll er góð hugmynd, svo hann geti slakað vel á yfir tölvuleikjunum. Hefur hann minnst á að vilja læra á hljóðfæri? Hvað með að gefa honum gítar!

Að velja Valentínusargjafir fyrir vini

Valentínusardagurinn er fyrir alls konar ást, ekki bara lífsförunautinn. Þess vegna ætlum við ekki að skilja vináttuna útundan þegar kemur að góðum gjöfum. Við erum með ýmsar sætar gjafahugmyndir sem heiðra sköpunargáfu og persónuleika besta vinar þíns á Valentínusardaginn.

Góð spil eru klassísk vinagjöf og hjá vidaXL finnurðu spennandi spil sem henta öllum. Þau eru ekki bara gjafir heldur skapa þau líka minningar um góðar stundir.

Ef þú vilt vera praktískari í hugsun er alltaf hagkvæmt að gefa eitthvað til heimilisins og það finnurðu hjá vidaXL. Það gæti  til dæmis verið veggklukka með Hollywood-þema fyrir kvikmyndaáhugafólk. Fallegir myndarammar eru fullkomin gjöf fyrir listræna, skapandi vininn.

Og fyrir vinina með áhuga á innanhússstíl og hönnun, er hægt að finna einstaklega fallega muni til heimilisins. Kerti eða notalegur heimilisilmur  frá vidaXL er eitthvað sem er alltaf gott að fá og hlýtt teppi er hagnýt og hugulsöm gjöf.

Hverjar eru bestu Valentínusargjafirnar fyrir börnin?

Hjá vidaXL fást Valentínusardagsgjafir fyrir alla og það þýðir að þú getur líka dekrað við börnin í tilefni dagsins. Í handbókinni okkar finnurðu gjafahugmyndir sem gleðja börnin og skemmta þeim, óháð aldri.

Valentínusargjafir fyrir smábörn geta t.d. verið  eitthvað á borð við bangsa. Fyrir hagnýtari vörur og fylgihluti fyrir börn erum við einnig með leikmottur, kubbaleikföng og færanlegar leikgrindur. Þannig er hægt að fagna kærleika Valentínusardagsins með barninu og gera daginn eftirminnilegan.

Fyrir eldri börn bendum við á gott úrval af lista- og afþreyingarvörum. Hér má finna hágæða hljóðfæri, föndursett, dúkkuhús og margt annað skemmtilegt sem hentar sem Valentínusargjöf.

Hvaða Valentínusargjafir henta fyrir foreldra?

Það má svo sannarlega gleðja foreldra á Valentínusardag og þakka þeim þannig fyrir ást, kærleik og umhyggju í gegnum árin. Það er frábært að bjóða í mat, en af hverju ekki að lauma að þeim pökkum til að opna? Fyrir bestu Valentínusarhugmyndirnar fyrir foreldra geturðu treyst á vidaXL.

Fyrir mæðurnar á Valentínusardag mælum við með því að kíkja á notalega púða og teppi. Þú getur valið um fjölbreytt efni, mynstur og liti og gefið mömmu nýjan stíl við sjónvarpsáhorfið. Þú getur einnig skoðað aðrar vörur til heimilisins og fundið gagnlegar og fallegar gjafir til beggja foreldra.

Verkfæri eru klassísk gjöf til pabba. Ef þú vilt gefa persónulegri gjöf skaltu skoða vörur sem tengjast áhugamálum hans. Hljóðfæri eða aukahlutir fyrir tónlistarmanninn eða vínrekki fyrir vínáhugamanninn er eitthvað sem hægt er að íhuga.