Af hverju að fjárfesta í betri svefni?

Við trúum því að betri svefn gefi heilbrigðari tilveru og fjárfesting í góðu rúmi getur því verið ákaflega mikilvæg fyrir heilsuna. Góður svefn gerir þér kleift að lifa hraustri og líflegri tilveru. Þegar þú sefur vel þá verður mun auðveldara að takast á við daginn á frísklegan hátt. Nýja rúmlínan okkar gefur þér þau þægindi og stuðning sem þú þarft fyrir góða hvíld.

Ímyndaðu þér að vakna á hverjum morgni með frískleika og orku. Góður svefn bætir skapið, eykur framleiðni og styrkir ónæmiskerfið. Með því að velja rúm frá okkur ertu að fjárfesta í eigin heilsu og vellíðan. Rúmin eru gerð úr mjúkum og sterkum efnum sem anda vel og þau eru því afar þægileg.

Rúmin, rúmfötin, húsgögnin og húsmunirnir okkar gera svefnherbergið auk þess friðsælt og stílhreint. Þú færð allt sem þú þarft fyrir fullkomið svefnrými hjá okkur. Umbreyttu svefnherberginu í róandi rými fyrir slökun og endurhleðslu. Umturnaðu lífinu með friðsælum nætursvefni á nýju rúmunum okkar.


Skoðaðu nýju rúmlínuna okkar

  • Hágæðaefni fyrir frábær svefngæði

    Rúmin okkar eru gerð úr frábærum efnum sem veita þér einstök þægindi allar nætur. Við notum aðallega endingargott pólýester sem er mjúkt og andar vel. Pólýester býr yfir mörgum eiginleikum í einu efni. Það er mjúkt viðkomu, sem gerir svefnrýmið heillandi og notalegt. Efnið gefur líka gott loftflæði fyrir vel kældan og þægilegan nætursvefn.

    Pólýester er þekkt fyrir góða endingu. Ólíkt öðrum efnum sem slítast upp helst pólýesterefnið okkar mjúkt og í góðu standi. Þetta þýðir að rúmið þitt helst þægilegt og fallegt. Nýja rúmlínan okkar býður upp á fullkomna blöndu af þægindum og endingu.

    Annar kostur við pólýester er að það er þægilegt í viðhaldi. Það krumpast hvorki né tekur á sig bletti, sem þýðir að rúmið helst snyrtilegt og hreint með lítilli fyrirhöfn. Pólýester er auk þess létt, sem þýðir að meðhöndlun og tilfærsla á rúmfötunum en einföld og þægileg.

    Þessir eiginleikar gera rúmin okkar frábær fyrir hversdagsnotkun. Þú getur treyst á að þú fáir stuðning, þægindi og bættan nætursvefn. Með því að velja rúm frá okkur færðu betri svefn allar nætur og morgnarnir verða mun ferskari.

  • Gerðu svefnupplifunina persónulegri

    Gerðu nýja rúmið þitt persónulegt! Það frábæra við nýju rúmin okkar er að þau eru með LED-ljósum sem gera þér kleift að búa til persónulega ljósasýningu í svefnherberginu. Þú getur breytt stillingunum, litunum og birtunni til að finna fullkomna stemningu. Það skiptir ekki máli hvort þú kjósir róandi bláan fyrir slökun eða líflegan appelsínugulan fyrir mikla orku - LED-ljósin okkar fara létt með þetta. Þetta gerir þér kleift að setja nákvæmlega það útlit á svefnherbergið sem þú kýst og þú getur þannig sett persónulegan blæ á svefnrýmið.

    Annar frábær eiginleiki er stillanlegur höfuðgaflinn. Þú getur auðveldlega breytt hæðinni svo að hún henti þínum stíl og þægindakröfum. Ef þér finnst gott að sitja í rúminu og horfa á sjónvarpið þá geturðu hækkað höfuðgaflinn. Ef þú kýst frekar lægri höfuðgafl þá geturðu minnkað hann. Þetta gerir þér kleift að stilla hann nákvæmlega eftir eigin smekk.

    Þessir eiginleikar gera rúmin okkar algjörlega einstök. Með því að gera rúmið persónulegt geturðu skapað rými sem er algjörlega þitt eigið. Þetta gerir svefnherbergið þægilegra og ánægjulegra í notkun, sem ætti að bæta svefnupplifunina til muna. Þú getur hlakkað til að skríða upp í rúm sem er fallegt og þægilegt á hverju kvöldi.

  • Rúm fyrir allan aldur

    Nýja rúmlínan okkar er fullkomin fyrir hvaða aldursskeið sem er, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Við eigum fjölbreytt úrval af stærðum sem mæta mismunandi þörfum og smekk svo að allir í fjölskyldunni fái þægilegan og góðan svefn. Það skiptir ekki máli hvort þú sért í leit að notalegu rúmi fyrir barnið þitt eða stóru rúmi bara fyrir þig - vörulínan okkar býður upp á eitthvað fyrir alla.

    Þegar kemur að börnum þá bjóðum við upp á skemmtileg og þægileg rúm sem gera háttatímann spennandi. Ímyndaðu þér að sjá krílin hoppa af fúsum og frjálsum vilja upp í rúm og lognast út af með bros á vör. Þegar kemur að unglingum þá bjóðum við upp á stílhrein og traust rúm sem eru fullkomin fyrir vaxtakippi og síbreytilegan stíl. Rúmin gefa fullkomna blöndu af þægindum og flottu útliti sem gerir unglingnum kleift að fá allan þann svefn sem hann þarf.

    Fullorðnir geta lika valið úr ýmsum möguleikum. Það skiptir ekki máli hvort þig langi í queen-size eða king-size rúm - þú finnur þau öll hjá okkur. Rúmin okkar bjóða upp á fullkominn stuðning og þægindi sem gerir morgnana mun ferskari og auðveldari. Rúmin eru auk þess gerð úr frábærum efnum og praktískum hönnunum sem eru gerðar til að endast.



Fullkomnaðu draumasvefnherbergið

Skoðaðu úrvalið okkar af dýnum, náttborðum, skenkum og svefnherbergisfylgihlutum til að hanna fullkomið svefnrými. Hver vöruflokkur passar fullkomlega við nýja rúmið þitt svo að svefnherbergið verði stílhreint og fái fallegan heildarsvip.


Þægilegar dýnur

1 / 4

Skoðaðu úrvalið okkar af þægilegum dýnum fyrir nýja rúmið þitt. Þær gefa frábæran stuðning og þægindi sem bætir nætursvefninn og gerir morgnana mun ferskari.

Stílhrein náttborð

2 / 4

Náttborð eru ómissandi í svefnherbergið. Þessi praktísku húsgögn bjóða upp á þægilega geymslu og setja auk þess dass af stíl á svefnherbergið. Svo ramma þau líka rúmið fallega inn.

Fjölhæfir skenkir

3 / 4

Langar þig til að bæta skipulag svefnherbergisins? Fjölhæfu skenkirnir okkar eru fullkomin lausn. Þeir gefa ríflegt geymslupláss en gera rýmið jafnframt fallegt og vel skipulagt.

Fylgihlutir fyrir svefnherbergið sem þú átt eftir að elska.

4 / 4

Nú ert tíminn til að setja persónulegan svip á svefnherbergið. Fullkomnaðu rýmið með fallegum fylgihlutum á borð við spegla, lampa og rúmföt. Smáatriði eins og þessi setja dass af persónuleika og stíl á svefnrýmið svo að það verði algjörlega þitt.


Ómissandi hlutir fyrir draumasvefnherbergið


Rúmhugmyndir frá kúnnunum okkar


Það gleður okkur ákaflega mikið að sjá kúnnana okkar skapa falleg svæði með vörunum okkar og deila þeim á #sharemevidaXL. Hvort sem það eru gullfallegar garðhannanir eða notalegar innréttingar þá fáum við gífurlegan innblástur frá kúnnunum okkar. Þú getur líka orðið hluti af þessu samfélagi og deilt þínum eigin vidaXL hönnunum. Fögnum ástríðunni okkar fyrir fallegum og þægilegum rýmum og gefum hvort öðru innblástur til að skapa enn fallegri hannanir!