Grafðu dýpra í hvaða verkefni sem er með snigilborunum okkar
Ertu í leit að nýjum snigilbor? Þá ertu á réttum stað. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á frábært úrval snigilbora á góðu verði. Snigilbor er ómissandi í alla verkfærakassa. Hann er yfirleitt notaður til að bora holur í jörðina eða á önnur yfirborð eða efni. Snigilborar fást í allskyns lögunum og stærðum og við eigum þá alla. Skoðaðu úrvalið okkar hér hjá vidaXL og finndu rétta snigilborinn fyrir þig.
Hvað er snigilbor og hvað er hann yfirleitt notaður í?
Þú gætir verið að velta fyrir þér hvað snigilbor sé. Snigilbor er spírallaga tól sem þú notar til að bora holur í jörðina eða í önnur yfirborð og efni. Þetta gætu til dæmis verið holur í sólknúinn ljósastaur, staur á pallinum eða símastaur. Þó gætirðu einnig notað snigilbor til að bora holu í við eða jafnvel ís (ef þér finnst gaman að veiða á veturna).
Snigilbor er með spírallaga málmskafti með blaði á endanum. Það snýst svo að þú getir skrapað, skorið eða sogið út efnið sem þú hefur borað. Jörð, ís eða annað efni sem borað er í færist meðfram spírallaga bornum og út úr gatinu á meðan blaðið snýst.
Snigilbor er sérvara og þú getur valið á milli nokkurra mismunandi gerða. Hver snigilbor er hannaður fyrir ákveðin efni og yfirborð og því ætti valið á bor algjörlega að fara eftir því hvað þú þarft að bora í. Snigilborar eru yfirleitt með rafknúnum mótor og hægt er að halda á þeim í höndunum.
Hverjar eru algengustu stærðirnar?
Eins og við nefndum hér að ofan þá fást snigilborar í allskyns stærðum og lögunum. Þú finnur yfirleitt borkrónur í eftirfarandi stærðum:
-
4 tommu
-
6 tommu
-
8 tommu
-
12 tommu
-
18 tommu
Þú getur yfirleitt borað um 3-4 feta (90-120 cm) holur með snigilborum. Mikilvægt er að þú skoðir alltaf vörulýsingu varðandi borbreidd og -dýpt þegar þú kaupir snigilbor. Ef þú þarft bor sem getur borað sérstaklega breiða eða djúpa holu þá gætirðu þurft snigilbor sem er annað hvort festur við krana eða sem hægt er að draga.
Algengar tegundir snigilbora
Eins og við nefndum hér að ofan þá eru til ýmsar tegundir af snigilborum, þar á meðal:
-
Fyrir ís
-
Fyrir jörð
-
Fyrir mulning
-
Handbornir
-
Fyrir garðinn
Mikilvægt er að þú veljir rétta snigilborinn fyrir verkefnið þitt. Ef þú þarft t.d. að bora holur í ís þá þarftu snigilbor fyrir ís. Ef þú notar vitlausan snigilbor fyrir efniviðinn sem þú ert að vinna með þá gætirðu lent í að brjóta bæði borinn og efniviðinn.
Af hverju ættirðu að festa kaup á snigilbor?
Já, af hverju ættirðu eiginlega að kaupa snigilbor? Snigilborar eru til að mynda afar fjölhæfir og þú gætir sparað þér gífurlega mikinn tíma sem færi annars í að grafa djúpa holu með skóflu. Þeir eru einnig afar hentugir á byggingarsvæði og í iðnaðarverkefni. Hér bæta þeir einnig hagnýtnina. Þó geta snigilborar einnig verið tilvaldir til persónulegra nota, eins og til dæmis við byggingu á grindverki, við ísveiðar eða jafnvel til að ná sírópi úr trjám.
Verkfæri fyrir hvaða verkefni sem er hjá vidaXL
Hér hjá vidaXL elskum við verkfæri. Hvort sem þú ert faglegur byggingameistari eða finnst einfaldlega gaman að fást við ýmis verkefni heimavið í frítímanum þá finnurðu verkfærin sem henta þér hjá vidaXL. Snigilborar eru aðeins ein tegund af þeim mörgu verkfærum sem við bjóðum upp á. Úrvalið okkar af verkfærum inniheldur:
Það skiptir ekki máli hvort þú sért að vinna á byggingarsvæði eða einfaldlega að vinna við verkefni heimavið - við eigum rétta verkfærið fyrir þig. Verkfærin okkar eru á góðu verði en eru jafnframt sterkbyggð og byggð til að standast tímans tönn. Hjá okkur færðu verkfæri sem endast í langan tíma án þess að þú þurfir að borga hálfan handlegg fyrir þau.
Kauptu snigilbora og önnur verkfæri í netverslun vidaXL
Hvort sem þetta er fyrsti snigilborinn sem þú kaupir eða hundraðasti, þá getur verið snúið að velja rétta borinn þar sem úrvalið er gríðarmikið. Hér hjá vidaXL höfum við áralanga reynslu af því að aðstoða viðskiptavini við að vinna réttu tólin. Ef þú þarft aðstoð þá geturðu haft samband við þjónustuverið okkar og við aðstoðum þig við að finna rétta snigilborinn svo að þú getir brett upp ermarnar og hafist handa við verkefnin þín.