Sturtuhengisstöng – hagnýt viðbót við baðherbergið
Stöng fyrir sturtuhengi er nauðsynlegur aukabúnaður á baðherbergið sem heldur henginu öruggu og kemur í veg fyrir að vatn skvettist á gólfið. Sturtuhengisstöng er sjaldan í forgrunni þegar skipuleggja á innréttingu sturtunnar en það þarf alls ekki að vera flókið að velja stöng sem er bæði hagnýt og setur fallegan blæ á baðherbergið. Stöngin setur alveg sérstakan svip á baðherbergið og því er mikilvægt að velja af skynsemi.
Við hjá vidaXL skiljum hversu mikilvægt það er að velja vel. Því bjóðum við upp á mikið úrval sturtuhengisstanga af mismunandi gerðum, stærðum og efnum. Það skiptir engu hvort baðherbergið þitt sé hefðbundið eða nútímalegt - þú finnur réttu sturtustöngina hjá okkur.
Við eigum allar þær stærðir og gerðir sturtustanga sem falla vel við aukahlutina þína á baðherberginu og við bjóðum upp á flott úrval af fyrsta flokks sturtuhengisstöngum til að fullkomna baðherbergið.
Tegundir sturtuhengisstanga – hönnun fyrir hvert baðherbergi
Í leitinni að réttu sturtuhengisstönginni muntu rekast á fjölbreytt úrval af mismunandi gerðum, stærðum og efnum. Uppsetningarsett fylgir með flestum stöngum sem auðveldar festingu á vegg.
Beinar og tvöfaldar beinar
Algengustu gerðirnar af sturtuhengisstöngum. Þær eru með einni eða tveimur stöngum sem festast á veggi sturtunnar og þú hefur færi á að hafa kragann á sitthvorum endanum í stíl við aukahlutina á baðherberginu. Tvöföld bein stöng gerir þér kleift að hafa tvö hengi - innra varnarhengi og ytra skrauthengi.
Bogadregnar og tvöfaldar bogadregnar
Bogadregnar og tvöfaldar bogadregnar sturtuhengisstangir gefa þér kost á auknu olnbogaplássi. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af henginu - það mun virka eins og það á að gera og koma í veg fyrir að vatn leki eða skvettist á baðherbergisgólfið. Bogadregnar stangir eru einnig frábær valkostur fyrir sveigð baðherbergi og tvöfaldar stangir gefa þér kost á að nota bæði varnarhengi og skrauthengi.
Á teinum
Þegar sturtuhengi er fest á teina þá hangir það yfir sturtunni eða til hliðar við hana. Sturtuhengið er á festingum sem renna á teinum inni í stönginni. Stangir af þessum toga henta sturtum í óvenjulegri lögun - þar á meðal D-lögun, L-lögun, U-lögun og ýmsum öðrum formum.
L-laga
Stangir á borð við þessar henta best fyrir hornsturtur. Báðir endar stangarinnar eru festir við veggi og „beygði“ hlutinn er festur við stöng sem er fest í loftið og veitir aukinn stuðning. L-laga stöng er sérstaklega gagnleg fyrir lengri rými.
Rétthyrndar
Rétthyrndar sturtuhengisstangir eru nokkuð sjaldséðar. Þær eru frábær lausn fyrir sturtur sem eru ekki með hliðarveggjum til að festa stöngina. Í staðinn eru ein eða tvær stangir sem festar eru í loftið. Stöngin er að mestu rétthyrnd en getur þó einnig verið sporöskjulaga.
Með stillanlegri spennu
Stangir með stillanlegri spennu eru auðveldar í uppsetningu. Þessi tegund stanga er með fjöðrunarkerfi sem snýst og gerir festingu á veggi rýmisins afar auðvelda. Þær eru besti kosturinn fyrir einstaklinga sem vilja ekki setja upp sturtustöng til frambúðar.
Hvaða efnivið ættirðu að velja þegar þú kaupir sturtuhengisstöng?
Efniviður stangarinnar er einn af mikilvægustu þáttunum við valið. Megintilgangur er að sjálfsögðu burður á henginu og því þarf stöngin að hafa styrk til að bera þyngd hengisins.
Algengustu efnin eru málmur og plast. Eftirfarandi er skýring á efnunum svo að þú fáir betri mynd af því hvað hentar baðherberginu þínu best.
-
Málmur – Málmstangir bjóða upp á einstakan styrk og endingu. Þær eru oft meðhöndlaðar með vatnsheldri húð til að koma í veg fyrir tæringu og ryð. Stangir úr áli og ryðfríu stáli eru vinsælar þar sem þær ryðga ekki. Ef baðherbergið er nútímalegt með ljósabúnaði úr málmi og/eða grárri áferð þá skaltu velja stangir úr ryðfríu stáli eða málmi með háglansandi áferð. Fyrir þá sem eru tvístígandi er gott að hafa í huga að málmstangir eru tímalaus og sígildur kostur.
-
Plast - Plaststangir eru tiltölulega ódýrar en þær eiga það til að endast styttra en stangir úr málmi. Þær fást í ýmsum litum og eru frábær valkostur fyrir létt sturtuhengi. Hvítar og silfurlitaðar plaststangir falla vel inn í hvíta eða hlutlausa liti. Ef baðherbergið er í björtum og andstæðum litum þá er best að skoða stangir sem eru í stíl við aðra áberandi hluti á baðherberginu.
Hjá vidaXL bjóðum við upp á gríðarlegt úrval af sturtuhengisstöngum úr áli, plasti og ryðfríu stáli. Þú getur einnig valið úr mismunandi litum og vörumerkjum.
Hvernig velurðu réttu sturtuhengisstöngina?
Þú finnur auðveldlega réttu sturtuhengisstöngina – það eina sem þú þarft að komast að er hvers konar stöng hentar baðherberginu. Stærð, form og veggir baðherbergisins skipta miklu máli í valferlinu ásamt því útliti eða stíl sem þú vilt ná fram. Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga við valið:
Tegund veggs
Þú getur valið á milli tveggja gerða af festingum, allt eftir því hvernig baðherbergisveggurinn er. Ef veggirnir á baðherberginu eru með flísum eða trefjagleri þá þarftu stöng með fjaðurbúnaði. Báðir endar stangar af þessum toga eru með stömu gúmmíi. Svo er það föst stöng - festingarbúnaður fylgir með stöng af þessum toga svo hægt sé að festa hana á vegginn.
Lögun
Ef þig vantar meira pláss í sturtunni þá er sniðugt að íhuga bogadregna stöng. Mikilvægt er að taka nákvæm mál af baðherberginu til að tryggja að þú kaupir rétta stærð. Hafðu alltaf bakvið eyrað að það er auðveldara að gera langa stöng styttri heldur en að gera stutta stöng lengri.
Efniviður
Flestir kjósa sturtuhengisstöng sem er bæði hagnýt og fellur vel inn í rýmið. Stangirnar fást í mismunandi efnum - algengustu efnin eru ál, plast, og ryðfrítt stál. Mismunandi efni bjóða upp á mismunandi endingu og útlit og því er mikilvægt að hafa heildarútlit og yfirbragð í huga þegar þú velur stöngina.