Fæliefni - verndaðu heimilið og fjölskylduna núna
Það er fátt verra en skordýr og meindýr. Þau gera auðveldlega göngutúrinn óþolandi og geta hæglega valdið skemmdum í garðinum eða á heimilinu. Hvort sem um er að ræða mýflugur, rottur, mýs, fugla eða nagdýr þá geta dýrin valdið verulegum óþægindum og algjörlega eyðilagt notalega daga. Til allrar lukku er björgin handan við hornið. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af fæliefnum fyrir meindýr og skordýr. Finndu vöruna sem þú ert að leita að hér.
Tegundir fæliefna
Þegar kemur að fæliefnum fyrir meindýr og skordýr þá eru til nokkrar mismunandi vörur, allt eftir því hver plágan er hverju sinni. Yfirleitt er skordýraeitur sett á húð eða á föt til að halda skordýrum í burtu. Oftast eru meindýraeyðar notaðir fyrir meindýr á borð við rottur, mýs og önnur nagdýr. Þeir eru því ekki notaðir á húð eða föt heldur er þeim dreift um garðinn eða heimilið. Skordýraeitur getur verndað þig gegn skordýrum sem bíta, eins og mölmýi og moskítóflugum. Skoðum nokkrar tegundir meindýra- og skordýraeiturs:
- Fæliefni gegn moskítóflugum
- Rottueyðir
- Fæliefni gegn moldvörpum
- Fuglalokari
- Fuglagaddar
Fæliefni fyrir moskítóflugur fæst yfirleitt í úðaformi eða sem stifti, roll-on, krem eða gel. Ef þú ert í leit að skordýrafæliefni þá er sniðugt að hafa auga með eftirfarandi innihaldsefnum þar sem þau eru virk efni og veita langvarandi vernd:
- Díetýltólúamíð (DEET)
- IR3535
- Picaridin (einnig þekkt sem Icaridin)
- Ilmkjarnaolíur á borð við sítrónuolíu, sítrónugrassolíu eða júkalyptusolíu.
Einnig væri sniðugt að athuga styrk virka efnisins í fæliefninu. Virk efni eru yfirleitt gefin upp í prósentum. Mælt er með því að fæliefnin innihaldi um 20-50% DEET, en þó ætti prósentan ekki að vera hærri en 30% fyrir börn. Því hærri sem styrkur DEET er, því lengri er verndin. Mundu að sviti og vatn hefur áhrif á það hversu lengi fæliefnið endist á húðinni og því er gott að hafa í huga að ef þú svitnar mikið eða ef loftslagið er rakt þá gæti verið sniðugt að velja vatnshelt fæliefni.
Náttúruleg fæliefni
Ef þig langar að hafa fæliefnið sem náttúrulegast þá hefurðu svo sannarlega kost á því. Náttúruleg fæliefni eru þó ekki alveg jafn áhrifarík og efni sem innihalda innihaldsefni eins og DEET, gervirotvarnarefni eða pikaridin. Að því sögðu geta náttúruleg efni auðveldlega haft góð áhrif og hjálpað til við að halda pöddum, meindýrum og skordýrum í skefjum. Eftirfarandi ilmkjarnaolíur geta gert undraverk sem náttúruleg fæliefni og þær eru reyndar oft notaðar í fæliefni:
- Sítrónugras
- Sítróna
- Teviður (Tea tree)
- Lofnarblóm
- Manúka
- Rósmarín
- Dísartré (Neem)
- Júkalyptus
Ef þú ert með pöddu- eða skordýrabit sem veldur kláða þá hjálpa innihaldsefni eins og lofnarblóm, býflugnavax og kókósolía til við að róa kláðann. Þessi innihaldsefni eru ekki einungis áhrifarík heldur eru þau einnig góð fyrir húðina og umhverfið.
Notaðu skordýrafæliefnið á réttan hátt
Fæliefni virkar bara ef það er notað rétt. Ávallt er æskilegt að lesa leiðbeiningar fyrir hverja vöru fyrir sig, en almennt séð gera eftirfarandi leiðbeiningar þér kleift að nota fæliefnið á áhrifaríkan og öruggan hátt:
- Berðu skordýraeitrið á húðina þína og sýnilega parta af fötunum þínum. Engin þörf er á að setja skordýraeitur undir fötin þín og auka þannig magn efnisins sem húðin dregur í sig.
- Forðastu að bera fæliefni á sár, opna skurði, sólbrennda húð eða í augu og munn.
Fylgdu leiðbeiningunum á efninu og ekki nota meira en ráðlagt er. Forðastu að nota of mikið efni þar sem það er ekki áhrifaríkara. Nóg er að bera þunnt lag af efni á bit. Ef þú svitnar verulega mikið eða syndir í vatni þá getur verið að þú þurfir að bera efnið aftur á þig eða nota efni sem þolir vatn.
Ef þú notar skordýraeitur á börn eða ungabörn þá skaltu alltaf lesa leiðbeiningarnar vandlega og ganga úr skugga um að varan henti börnum og ungabörnum.
Verslaðu fæliefni hjá vidaXL
Hér hjá vidaXL bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fæliefnum. Þú finnur vörur eins og fuglagadda, fuglalokara og rottueyði hjá okkur. Fæliefnin okkar eru áhrifaríkar vörur sem halda óæskilegum skordýrum og öðrum dýrum frá heimilum og görðum. Ef þú hefur spurningar, eða ef þú þarft hjálp við að velja rétta skordýraeitrið, þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar svo að við getum aðstoðað þig. Við hlökkum til að aðstoða þig og tryggja þér vörn gegn meindýrum og skordýrum, hvort sem þau eru heimavið eða í fríinu.