Rétta sundlaugaryfirbreiðslan til verndunar
Sundlaugaryfirbreiðsla gegnir mikilvægu hlutverki við að vernda sundlaugina þína þegar hún er ekki í notkun. Yfirbreiðslan kemur í veg fyrir að skordýr, kvistir, lauf og annað rusl falli ofan í laugina. Hún lágmarkar einnig uppgufun vatns og viðheldur hitastigi vatnsins í lauginni.
Þetta sparar þér á endanum pening þar sem það dregur úr kostnaði við viðhald á lauginni. Eins og með aðra sundlaugarfylgihluti þá fást yfirbreiðslur í mismunandi stærðum, gerðum og efnum. Því er mikilvægt að þú áttir þig á því hvernig yfirbreiðslu þú þarft. Þessi einfalda handbók hjálpar þér að finna hina fullkomnu yfirbreiðslu fyrir sundlaugina þína.
Kynntu þér mismunandi gerðir sundlaugaryfirbreiðslna
Valkostirnir eru ótalmargir, allt eftir því hvaða þarfir þú hefur. Sumar yfirbreiðslur gefa einfalda vörn fyrir sundlaugarvatnið, á meðan aðrar bjóða upp á öflugt og órjúfanlegt innsigli gegn óæskilegum mengunarefnum. Hér að neðan lítum við á mismunandi gerðir yfirbreiðslna.
Yfirbreiðslur úr neti
Þessi tegund yfirbreiðslna er teygjanleg, sem þýðir að þú getur sett hana á nánast hvaða sundlaug sem er. Akkeri og festingar fylgja, sem gerir þér kleift að festa yfirbreiðsluna á sinn stað yfir sundlaugina. Netið síar rusl á sama tíma sem vatn kemst ofan í laugina. Þetta kemur í veg fyrir að vatn safnist fyrir ofan á yfirbreiðslunni. Þar að auki getur netið borið töluverða þyngd, sem þýðir að hún kemur í rauninni í veg fyrir að fólk detti ofan í laugina.
Þéttar yfirbreiðslur
Þéttar yfirbreiðslur eru að mörgu leyti mjög svipaðar netyfirbreiðslum, fyrir utan sjálft efnið sem notað er í þær. Þessi tegund yfirbreiðslna er gerð úr gegnheilu vínýli, sem heldur vatni og mengunarefnum úr lauginni. Yfirbreiðslurnar eru sterkar og öruggar og koma í veg fyrir að jafnvel smávægilegasta rusl komist í laugina. Gegnheilar yfirbreiðslur vernda einnig sundlaugina gegn útfjólubláu ljósi og varðveita þannig lit laugarinnar.
Blandaðar yfirbreiðslur
Ef þú ert ekki viss um hvort þú viljir yfirbreiðslu úr neti eða gegnheila yfirbreiðslu, þá er blönduð yfirbreiðsla tilvalin. Þessi tegund yfirbreiðslna býður upp á blandaða eiginleika með því að hleypa vatni inn en veita einnig trausta og örugga vernd.
Sjálfvirkar yfirbreiðslur
Ef þú ert í leit að yfirbreiðslu sem bíður upp á fleiri eiginleika en blönduð yfirbreiðsla, þá gæti sjálfvirk yfirbreiðsla verið málið. Sjálfvirkar yfirbreiðslur fást sem gegnheilar, blandaðar eða úr neti og þú færð því þá vernd sem þú kýst. Sjálfvirki búnaðurinn gerir þér kleift að rúlla yfirbreiðslunni út og draga hana til baka með hnappi. Af öllum yfirbreiðslunum er þessi yfirbreiðsla auðveldust í notkun.
Vetraryfirbreiðslur
Vetraryfirbreiðslur eða segldúksyfirbreiðslur eru einföldustu sundlaugaryfirbreiðslur sem fyrirfinnast. Þessar vetraryfirbreiðslur eru úr pólýprópýleni og þær standast tímans tönn. Þær eru einnig marghæfar þar sem hægt er að nota þær til að hylja bæði neðanjarðarlaugar og frístandandi laugar.
Hvað er besta efnið fyrir yfirbreiðsluna?
Efnið sem notað er í að búa til sundlaugaryfirbreiðslur og fylgihluti þeirra ákvarðar endinguna og hversu góð verndin er. Sundlaugaryfirbreiðslur fást í mismunandi efnum. Algengustu efnin eru m.a. pólýprópýlen, pólýetýlen og vínýl. Einnig er hægt að finna yfirbreiðslur úr öðrum efnum. Lítum nánar á þá kosti sem eru í boði.
- Pólýetýlen: Pólýetýlen er einnig þekkt sem pólýþen og er mest notaða plastefnið. Það er notað í margar vörur, allt frá leikföngum til röra og ruslapoka. Pólýetýlen er eitt algengasta efnið í yfirbreiðslur þar sem það er sterkt og létt. Það er einnig sveigjanlegt, þolir myglu og býður upp á góða einangrun.
- Pólýprópýlen: Líkt og pólýetýlen er pólýprópýlen tegund af plasti. Efnið er mikið notað í bílaiðnað og hús. Það er frábært efni fyrir sundlaugaryfirbreiðslur þar sem það býr yfir góðum beygjutogstyrk og er þar að auki ónæmt gegn efnum. Það er þó ekki eins endingargott og pólýetýlen.
- Vínýl: Vínýl er sterkt og langvarandi og er því eitt af bestu efnunum fyrir sundlaugaryfirbreiðslur. Það er rakaþolið og veitir mikla vörn.
Hvernig þú velur rétta stærð á sundlaugaryfirbreiðslu
Stærðin er afar mikilvæg þegar kemur að vali á yfirbreiðslu fyrir sundlaugina. Þú vilt ekki kaupa yfirbreiðslu til þess eins að uppgötva að hún sé of lítil á laugina. Eftirfarandi eru leiðbeiningar til að hjálpa þér að finna réttu stærðina.
Mældu sundlaugina þína
Þegar þú mælir sundlaugina þá skaltu tryggja að efstu handriðin séu með. Sumar sundlaugar eru með toppi fyrir ofan handriðin og því er mikilvægt að þú teljir þau með. Ef þú ert með innilaug þá er sniðugt að velja yfirbreiðslu sem nær að minnsta kosti 8 cm yfir brúnir laugarinnar. Með frístandandi laug þarftu að hafa ummál laugarinnar til hliðsjónar. Ef þú þekkir ekki mál sundlaugarinnar þá ættirðu að geta fundið þau í handbók laugarinnar.
Lögun laugarinnar
Ef laugin er samhverf þá ættirðu ekki að vera í neinum vandræðum með að finna réttu yfirbreiðsluna. Þó kemur auðvitað fyrir að laugar séu í óvenjulegri lögun. Yfirbreiðslur af þessum toga eru að öllum líkindum dýrari en hefðbundnar yfirbreiðslur en þær eru þó þess virði að eiga.
Ertu í leit að réttu sundlaugaryfirbreiðslunni? Skoðaðu úrvalið okkar af fyrsta flokks yfirbreiðslum fyrir þarfir hvers og eins.