Kemísk efni fyrir sundlaugar - haltu lauginni í toppstandi alla árstíðina
Ef þú ert með sundlaug eða heitan pott í garðinum þá er mikilvægt að þú hugir vel að viðhaldi með réttu hreinsiefnunum. Hér hjá vidaXL færðu mikið úrval af efnum og hreinsiefnum svo að þú getir notið laugarinnar allt árið um kring. Við bjóðum upp á bestu hreinsiefnin sem handa lauginni eða pottinum tandurhreinum. Skoðaðu allt úrvalið hér til að finna vörurnar sem þú ert að leita að.
Gerðu laugina þína tilbúna fyrir sumarið með réttu hreinsiefnunum
Þú notar sundlaugina þína líklegast mest á sumrin - veturinn fer yfirleitt meira í kósíheit innivið. Ef þú hefur lítið notað laugina yfir vetrartímann þá er alveg sérstaklega mikilvægt að þú þrífir hana vel og vandlega fyrir sumartímann. Regluleg hreinsun og viðhald með réttu efnunum ætti að tryggja góða notkun yfir sumartímann. Skoðum aðeins leiðir til að koma sundlauginni í toppstand fyrir sumarið í garðinum:
- Fjarlægðu yfirbreiðsluna af lauginni eða pottinum. Þegar sumarið fer að nálgast þá kemur tími á að taka yfirbreiðsluna af lauginni til að leyfa henni að anda. Tæmdu allt vatn sem hefur safnast saman á yfirbreiðslunni og reyndu að koma í veg fyrir að vatnið komist í laugina. Aðskotaefni í vatni ofan á yfirbreiðslunni geta valdið vandræðum í laugarvatninu og stuðlað að þörungamyndun. Hreinsaðu laugaryfirbreiðsluna áður en þú setur hana í geymslu.
- Næst þarftu að athuga vatnshæðina. Ef vatnsmagnið er lítið þá ættirðu að bæta við vatni. Láttu vatnið hringrása í um 24-48 klukkustundir.
- Þegar þú hefur náð réttu vatnsmagni þá mælum við með því að þú látir prófa vatnið. Þetta gerirðu einfaldlega með því að setja vatn í flösku og fara með vatnið í prófun.
- Þú þarft síðan að athuga dæluna, síuna og fleytiskörfuna til að ganga úr skugga um að allt virki eins og það á að gera. Ef laugin hefur skemmst þá þarftu að laga skemmdina.
- Síðasta skrefið er að prófa pH-gildið og hreinleikann. Þú getur auðveldlega gert þetta upp á eigin spýtur með prófunarbúnaði eða prófunarstrimlum sem þú getur keypt hjá vidaXL.
Við mælum eindregið með því að þú fylgir þessum skrefum og notir réttu sundlaugarefnin svo að laugin sé tandurhrein fyrir næstu notkun.
Sundlaugin mín er græn - hvað á ég að gera?
Það er ekkert verra en að taka yfirbreiðsluna af sundlauginni að vetri loknum og komast að því að hún er græn. Ef laugin er græn þá er það líklegast af því að þörungar og bakteríur hafa náð að dafna í vatninu. Mikilvægt er að nefna hér að það telst ekki öruggt að synda í grænni laug. Vöxtur þörunga og baktería getur verið af eftirfarandi ástæðum:
- Röng síun. Síukerfið sér um að fjarlægja óhreinindi- þar á meðal þörunga. Ef sían stíflast af rusli eða aðskotaefnum þá nær hún ekki að sía vatnið nógu vel og þetta getur verið gróðrarstía fyrir þörunga.
- Rangt pH-gildi. Sýrustig í lauginni ætti að vera á bilinu 7,2 til 7,8. Ef pH-gildið er hærra þá verður klór árangursminni, sem gerir þörungum og bakteríum kleift að vaxa og veldur því að vatnið verður grænt.
- Fosföt. Ef mikið fosfat er í lauginni og það er ekki fjarlægt þá getur það stuðlað að þörungamyndun. Fosfat er í rauninni fóður fyrir þörunga og því er best að reyna að koma í veg fyrir mikið af því.
Því miður er engin einföld lausn við því þegar laugin verður græn. Þetta er í rauninni ferli sem krefst allskyns hreinsiefna. Fyrst þarftu að átta þig á því hvað það var sem gerði laugina græna. Ef sían er til dæmis vandamálið þá þarftu líklega að fá fagmanneskju í verkið.
Almennt séð þarftu mjög líklega að meðhöndla sundlaugina þína með þörungaeyði og klór, sem þú getur keypt hjá vidaXL. Ef vandamálið er hins vegar viðvarandi, jafnvel eftir hreinsun með réttu laugarhreinsiefnunum, þá þarftu að fá fagfólk til liðs við þig.
Verslaðu hreinsiefni í sundlaugina þína hjá vidaXL
Þú færð gríðarmikið úrval af hreinsiefnum fyrir sundlaugina þína hjá vidaXL. Þú finnur vörur eins og klór og pH-próf, prófstrimla fyrir tjarnir, síunarkúlur og vatnsmæla hjá okkur. Úrvalshreinsivörurnar okkar fyrir laugar halda sundlauginni eða heita pottinum tandurhreinum allt sumarið. Ef þú ert með spurningar eða þarft aðstoð við að velja réttu sundlaugarefnin, þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar svo að við getum aðstoðað þig.