Nýtískulegir lampaskermar fyrir notaleg heimili
Það tekur ákveðið hönnunarauga að breyta íbúð eða hús í heimili. Þú þarft fyrst og fremst falleg og notaleg húsgögn sem henta þörfum þínum og stíl. En þú þarft líka frábæra lýsingu til að skapa þægilega og notalega stemningu á heimilinu. Lýsing er þáttur sem gleymist oft að spá í. Þó hefur ljósabúnaður oft mikil áhrif á andrúmsloftið á heimilinu og hann er því mikilvægur partur af hönnuninni. En hvernig velurðu réttu lampana og lampaskermana fyrir heimilið þitt?
Það getur verið skemmtilegt verkefni að kaupa lampa og lampaskerma. Hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af bæði lömpum og lampaskermum og þú ættir því án efa að geta fundið ljósabúnað sem hentar heimilinu þínu. Kynntu þér nokkrar af þeim mismunandi gerðum af lömpum og lampaskermum sem fást hjá vidaXL.
Kafaðu inn í heim lampanna
Fyrsta skrefið er að þú áttir þig á hvers konar lampa og lampaskermi þú ert í leit að. Því er sniðugt að byrja á því að skoða mismunandi gerðir lampa sem fást hjá vidaXL.
-
Loftljós. Öll heimili þurfa loftljós. Þau eru bæði stílhrein og hagnýt. Loftljós eru með grunni sem er festur í loftið. Þau eru tilvalin yfir borðstofuborðinu, í eldhúsinu eða yfir sófaborðinu. Loftljós fást með ýmsum lampaskermum í mismunandi litum, efnum og hönnunum og þú ættir því alveg örugglega að geta fundið lampaskerm sem er fallegur á heimilinu þínu. Ef þig langar í skerm sem er nýmóðins og glansandi þá er sniðugt að velja loftljós með kristalkúlum.
-
Hengilampar. Þessar tegundir lampa kallast hengilampar eða loftlampar og eru alveg sérstaklega frábærir til að skapa umhverfislýsingu. Eins og með loftljós þá fást loftlampar einnig með ýmsum lampaskermum og því er mikilvægt að þú veljir lampa sem hentar innréttingunum þínum. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á hengilampa sem eru hæðarstillanlegir, sem er sérstaklega þægilegt þegar þessar tegundir lampa eru hengdar yfir borð.
-
Vegglampar. Vegglampar eru tilvaldir þegar þú þarft á beinni lýsingu að halda. Þó að þeir skapi vissulega umhverfisljós þá eru þeir yfirleitt fókuseraðir á ákveðið svæði. Vegglampar eru fullkomnir á ganginn eða jafnvel í leskrók. Þú gætir valið vegglampa með iðnaðarlegum lampaskermi úr málmi eða náttúrulegri skerm úr viði - þú getur í rauninni skapað hvaða útlit sem er.
-
Tímalausar ljósakrónur. Ertu í leit að ljósabúnaði sem grípur augað? Þá er ljósakróna nákvæmlega það sem þú ert að leita að. Ljósakrónur eru virkilega töfrandi ljósabúnaður. Þessi tegund lampa er yfirleitt með örmum með þremur eða fleiri perum. Ljósakrónur grípa virkilega augað og því er ekki furða að þær hafi verið vinsælir á alþjóðavísu um árabil. Okkur finnst ljósakrónur sérstaklega fallegar í borðstofunni, stofunni og á ganginum.
-
Gólflampar. Gólflampar fást í ýmsum hönnunum með mismunandi gerðum af lampaskermum. Venjulega eru gólflampar nokkuð háir og algengast er að fólk setji þá í horn við hliðina á hægindastól eða einhverju álíka. Sumir gólflampar eru fyrst og fremst notaðir sem skraut, á meðan aðrir eru notaðir sem leslampar svo að þú getir hjúfrað um þig á góðum stól með bók og tebolla.
-
Borðlampar. Borðlampar eru önnur tegund af ómissandi lampa sem hægt er að kaupa með ýmsum lampaskermum í mismunandi stærðum. Borðlampar skapa fallega umhverfislýsingu og veita auk þess frábært ljós til að vinna við og lesa. Við elskum að setja borðlampa á hliðarborð, veggborð eða á skrifborð. Hvort sem þú ert í leit að borðlampa með stórum lampaskermi í hlutlausum lit eða skermi í skærum lit þá ættirðu að geta sótt innblástur úr úrvali vidaXL.
-
Litríkir lampar fyrir barnaherbergið. Ef þú ert í leit að lampa fyrir barnaherbergi þá bjóðum við upp á ýmsa möguleika sem barnið þitt á án efa eftir að elska. Við eigum til dæmis allskyns lampaskerma sem eru sérstaklega hannaðir fyrir börn. Skoðaðu úrvalið okkar af lampaskermum í skemmtilegum og litríkum hönnunum. Við bjóðum líka upp á lampa í dýralögun.
Fallegir lampaskermar í ýmsum hönnunum
Eins og áður sagði þá geta lampar verið mikilvægir skrautmunir í rýminu. Rétti lampaskermurinn getur hjálpað til við að skapa töfrandi andrúmsloft á heimilinu. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á allskyns lampaskerma, þannig að ef þú átt lampagrunn sem þú elskar ekki þá geturðu auðveldlega valið lampaskerm sem breytir útlitinu á lampanum. Skoðum aðeins nánar mismunandi gerðir af lömpum og lampaskermum sem fást hjá vidaXL.
-
Lampaskermar í retróstíl. Hefurðu gaman af sjötta eða tíunda áratug síðustu aldar? Ef þú elskar hluti með retrólegu útliti þá ættirðu án efa að elska lampaskerm í retróstíl. Þú gætir til dæmis valið lampa með lampaskermi í björtum litum eða jafnvel úr stáli ef þú vilt fara djörfu leiðina.
-
Lampaskermar í iðnaðarstíl. Ef þig langar til að hafa útlitið iðnaðarlegra eða minimalískara, af hverju ekki að velja lampaskerm úr járni með koparhúðun? Trúðu okkur þegar við segjum að þetta er sko skermur sem grípur auga gestanna. Þú gætir einnig valið lampaskerma í öðrum litum eins og hvítum, svörtum, gráum eða látunslit.
-
Lampaskermar í nútímastíl. Elskarðu skandinavíska hönnun? Þá skaltu velja skerm og grunn í stílhreinni og minimalískri hönnun. Þessi tegund af lampaskermum fer vel á hvaða nútímaheimili sem er.
-
Lampiskermar í bóhemlegum stíl. Ef þú fílar hluti í bóhemstíl, veldu þá lampaskerm í náttúrulegum litum eins og dröppuðum, húðlituðum eða beinhvítum. Við mælum einnig með því að þú veljir efni eins og bambus eða víðitág.
-
Klassískir lampaskermar. Ef þú vilt tímalausan lampaskerm þá skaltu velja einn af klassísku lampaskermunum okkar. Hér mælum við með því að þú veljir skerm í hlutlausum litum eins og svörtum, hvítum eða gráum. Hönnunin ætti að vera einföld og stílhrein.
Skermur fyrir hvert herbergi
Lampaskermar eru ekki bara lampaskermar. Þeir geta virkað eins og list, og því er mikilvægt að þú veljir vel. Hvert rými þjónar mismunandi tilgangi - það er til dæmis ólíklegt að þú viljir vera með sama skerminn í svefnherberginu og í stofunni eða eldhúsinu. Eftirfarandi eru nokkur ráð varðandi mismunandi rými á heimilinu:
-
Forstofa. Við mælum með klassískum lampaskermum á ganginn. Við elskum vegglampa eða borðlampa í forstofum. Til dæmis er hægt að setja borðlampa með sígildum lampaskermi á veggborð.
-
Stofa. Í stofunni er hægt að vera aðeins djarfari með valið á lampaskermum. Það væri til dæmis hægt að velja gólflampa með stórum og litríkum lampaskermi. Mundu bara að það skiptir ekki máli hvaða skerm þú velur, svo lengi sem hann skapar notalegt andrúmsloft þar sem öllum líður velkomnum.
-
Eldhús. Þetta er staðurinn þar sem allt fjörið er og því er gott að forðast skugga í þessu rými. Við mælum í staðinn með loftljósi eða loftlömpum sem aðallýsingu. Góð lýsing þar sem vinna er unnin er líka mikilvæg - þetta gæti til dæmis verið undir eldhússkápunum til að gefa gott ljós við matreiðslu.
-
Svefnherbergi. Hvað svefnherbergið varðar mælum við með því að þú veljir skerma í náttúrulegum jarðtónum til að skapa afslappandi umhverfi. Best er að forðast mjög bjarta lýsingu í svefnherberginu þar sem þetta er rýmið fyrir slökun og svefn.
-
Baðherbergi. Baðherbergið þarf góða lýsingu. Þú þarft réttu lýsinguna til að setja á þig farða, til að raka þig eða til að setja á þig krem og annað.
Rétti efniviðurinn fyrir lampann og skerminn
Lampi er oftast samansettur úr grunni og lampaskermi. Báðir hlutar lampans fást í ýmsum efnum og þú ættir því auðveldlega að geta fundið stíl sem hentar þínum smekk.
-
Lampaskermar úr hríspappír. Þessi tegund lampa er afar heillandi. Lampaskermar úr hríspappír fást í ýmsum stærðum og lögunum og þú finnur því mjög líklega skerm sem hentar heimilinu þínu. Þessir lampaskermar eru yfirleitt hvítir. Það er þó stundum hægt að fá skermina í öðrum litum.
-
Lampar úr málmi. Ef þú vilt nútímalegt og iðnaðarlegt útlit þá ætti málmskermur að vera eitthvað fyrir þig. Það er hægt að fá lampa þar sem bæði grunnurinn og skermurinn er úr málmi.
-
Lampar úr bambus eða víðitág. Ef þú elskar náttúrulega stemningu eða bóhemstíl þá ættirðu að elska lampaskerm úr bambus. Þú gætir einnig valið lampa úr víðitág. Þessi lampar líta yfirleitt frábærlega út á hvaða heimili sem er.
Veldu réttu stærðina af lampa
Að lokum langar okkur að líta stuttlega á lampastærðir. Það er mikilvægt að þú veljir rétta stærð af lampa - hann má ekki vera of stór eða of lítill. Hér eru nokkur ráð varðandi stærð sem gott er að hafa í huga.
-
Ef þú ert með hengilampa yfir borðstofuborði eða eldhúsborði þá ættirðu að hengja hann upp í 80 - 90 sentímetra hæð.
-
Þumalputtareglan er sú að þvermál lampaskermsins ætti að vera tvöfalt stærra en grunnur lampans.
-
Þegar þú velur gólflampa þá mælum við með því að þú veljir stillanlegan lampa.
-
Þegar kemur að borðlömpum þá ætti grunnurinn að vera í augnhæð.
Ef þú ert með spurningar eða þarft hjálp við að velja nýjan lampa þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar.