Skipuleggðu þig betur með verkfæraskáp
Er komin þreyta í þig yfir að verkfærin séu út um allt í bílskúrnum? Við þekkjum þetta. Með verkfæraskáp þarftu aldrei aftur að detta yfir verkfærin eða vesenast við að finna réttu tólin. Í staðinn verður leikur einn að finna áhöldin í verkfæraskápnum. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af tólaskápum í ýmsum stærðum og litum og við eigum því án efa rétta skápinn fyrir þig. Skoðaðu úrvalið af áhaldaskápum á þessari síðu.
Til hvers er verkfæraskápur og af hverju ættirðu að eiga svoleiðis?
Áhaldaskápar fást bæði með eða án hjóla. Ef þú velur skáp með hjólum þá ertu í rauninni að fá hreyfanlegan skáp sem þú getur fært um allt heimilið og þannig komið skipulagi á allskyns áhöld. Skáparnir fást í fjölmörgum stærðum og þú getur því geymt áhöld í ýmsum stærðum allt eftir sjálfum skápnum. Litlir skápar eru tilvaldir fyrir hversdagsleg áhöld og stærri skápar eru frábærir fyrir fagfólk. Verkfæraskápar eru ómissandi til að halda bílskúrnum eða áhaldaskúrnum vel skipulögðum og snyrtilegum. Sumum áhaldaskápum er auk þess hægt að læsa og verkfærin þín haldast því örugg frá óprúttnum aðilum.
Hvort sem þú ert með skúr heimavið eða í atvinnuskyni þá er verkfæraskápur alveg tilvalinn til að halda tólum og áhöldum vel skipulögðum. Flestir af skápunum eru með hjólum og handfangi til að auðvelda tilfærslu. Áhaldaskápar eru örugg og skilvirk leið til að geyma tól og verkfæri og henda reiður á þeim.
Rétt geymsla á verkfærum
Hér hjá vidaXL elskum við verkfæri og við bjóðum því upp á fjölbreytt úrval af þeim. Ef þú ert eins og við þá áttu líklegast alls konar tól og áhöld. Það eru kannski hamrar og skrúfjárn á víð og dreif um heimilið, handahófskennd garðáhöld í bílskúrnum eða rafdrifin tól einhvers á þriðja staðnum. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því af hverju verkfæraskápar eru frábærir - þeir hjálpa þér að koma reiðu á verkfærin og halda heimilinu snyrtilegu. En eru til aðrar góðar leiðir til að geyma tólin þín og af hverju þarf maður yfirhöfuð að geyma verkfæri á réttan hátt?
Rétt geymsla tryggir betri endingu á tólum og svo eru þau alltaf til reiðu þegar þú þarft á þeim að halda. Hér hjá vidaXL viljum við meina að það sé vel þess virði að hugsa vel um verkfæri, sama hvaða verkfæri það eru. Skoðum aðeins betur skipulag, geymslu og viðhald á verkfærum svo að þau endist alveg örugglega eins lengi og mögulegt er.
Fylgdu leiðbeiningum varðandi geymslu
Það er fyrst og fremst mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningum varðandi geymslu á verkfærum. Sumir framleiðendur eru með sérstök fyrirmæli hvað varðar geymslu og viðhald á tólum. Ef svo er, þá ættirðu að fylgja fyrirmælunum til að tryggja góða endingu á verkfærunum.
Ef það er mögulegt þá mælum við með því að þú geymir upprunalega kassa og hlífar til að halda verkfærunum hreinum og öruggum. Við mælum einnig með því að þú fjárfestir í verkfærakassa fyrir minni tól og svo verkfæraskáp fyrir verkfæri af öllum stærðum.
Þrífðu verkfærin eftir hverja notkun
Við mælum líka með því að þú þrífir verkfærin þín eftir hverja notkun. Þurrkaðu af þeim með handklæði eða klút til að fjarlægja ryk, fitu, leifar og óhreinindi. Ef þú þarft að þrífa garðáhöld þá skaltu þrífa alla leðju og óhreinindi vel af. Síðast en ekki síst skaltu ganga úr skugga um að öll áhöldin þín séu algjörlega þurr áður en þú gengur frá þeim.
Geymdu verkfærin á þurrum og öruggum stað
Geymdu alltaf tólin á þurrum og öruggum stað. Vatn og raki getur eyðilagt verkfæri og því er best að geyma þau ekki í skúr eða svipuðum aðstæðum. Svo ættirðu aldrei að geyma verkfærin þín á jörðinni eða gólfinu. Geymdu þau frekar í verkfæraskáp, á hillu eða vegghengdri krókatöflu o.s.frv.
Verslaðu verkfæri og verkfæraskápa í netverslun vidaXL
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af tólum og tólaskápum. Við eigum skápa í ýmsum stærðum og hönnunum, með eða án hjóla. Þú finnur líka veggfestanlega skápa. Úrvalið er mikið og það er því mjög líklegt að við eigum verkfæraskáp sem hentar þínu verkstæði, tólum eða þörfum.
Ef þú þarft aðstoð við að velja nýja verkfæraskápinn þinn eða ef þú ert með spurningar, þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar. Við elskum að hjálpa kúnnunum okkar við að finna réttu tólin og leiðir til að halda tólunum vel skipulögðum. Við aðstoðum þig því með gleði.