Veldu rétta legubekkinn fyrir heimilið
Legubekkur er þægilegur og munaðargjarn staður til afslöppunar. Hann er sígilt húsgagn í stofuna og veitir ýtrustu þægindi. Hér höfum við líka ákaflega fjölhæft húsgagn - þú getur notað bekkinn til að fá þér lúr, lesa bók, fá þér í gogginn og margt fleira.
Eins og með flest húsgögn þá fást legubekkir í mismunandi efnum, stílum og litum og þú finnur því án efa bekk sem hentar þínu heimili og lífstíl. Ef þú ert í leit að rétta legubekknum og veist ekki hvar þú átt að byrja, þá erum við hér til að aðstoða þig. Við höfum sett saman þessar einföldu leiðbeiningar til að hjálpa þér að átta þig á því að hverju þú átt að huga í leitinni að nýjum legubekk.
Hvaða tegundir af legubekkjum eru til?
Legubekkur er eitt vinsælasta húsgagn sem fyrirfinnst, einmitt út af þægindunum. Hann er svo sannarlega ekki nýr á nálinni og hefur þróast til að mæta þörfum notandans betur og betur með árunum. Bekkirnir fást í mismunandi stílum sem passa vel við mismunandi innréttingar, hvort sem þær eru hefðbundnar eða nútímalegar. Eftirfarandi eru algengustu tegundirnar af legubekkjum.
Armalaus legubekkur
Armalaus legubekkur er með bakstoð á einum enda og engum örmum. Þú getur sett hann hvert sem er, öfugt við bekki með örmum. Þú getur líka auðveldlega sett bekkinn upp við vegg til að spara pláss þegar gesti ber að garði.
Legubekkur með einum armi
Þessi tegund legubekkja er með stökum armi sem teygir sig frá bakstoðinni. Armurinn nær um hálfa lengdina af stólnum og hann hentar fullkomlega upp við vegg. Þú getur einnig notað þessa tegund bekks með öðrum stólum. Þannig nýtist bekkurinn vel sem aukasæti á setusvæðinu þegar þú færð heimsóknir.
Legubekkur með tveimur örmum
Legubekkur með tveimur örmum er tilvalinn til að horfa á sjónvarpið og slaka á. Hann hentar best í stofuna eða svefnherbergið þar sem þægindin eiga að vera í fyrirrúmi. Þó verður að segjast að þessi tegund bekkja er sérstaklega hönnuð til að geta hallað sér aftur á bak og bekkirnir setja því kannski ekki beint stílhreint útlit á rýmið.
Legubekkur með tveimur endum
Legubekkur með tveimur bakstoðum er með tveimur endum en engum örmum. Hönnunin á þessum bekkjum gerir þá tilvalda við enda rúmsins. Þó þeir henti ekki til að halla sér aftur þá eru þeir engu að síður þægilegir og grípa þar að auki augað.
Hvaða áklæði ættirðu að velja fyrir legubekkinn þinn?
Legubekkir fást með ýmsum áklæðum. Valið á efni hefur áhrif á útlitið, endinguna, þægindin, þyngdina og verðið. Hér að neðan skoðum við betur áklæðin sem þú getur valið fyrir legubekkinn þinn.
Míkrófíber
Hér höfum við eitt af algengustu efnunum fyrir áklæði á legubekk. Efnið er ekki aðeins þægilegt, heldur er það vel varið gegn blettum. Það er einnig lítt ofnæmisvaldandi og þarfnast lítils viðhalds. Míkrófíber er gert úr fíngerðum þráðum úr gerviefni sem búið er að vefa saman í efni. Trefjarnar eru þéttofnar og því festast ofnæmisvaldar og ryk ekki svo auðveldlega í efninu. Efnið dregur þar að auki ekki í sig vökva. Legubekkur úr míkrófíber er því tilvalinn fyrir heimili með börnum eða gæludýrum.
Tauefni
Þegar kemur að húsgögnum þá er tauefni vinsælasta áklæðið. Efnið er afar fjölhæft, sem þýðir að þú getur auðveldlega sett persónulegan svip á legubekkinn. Það er auk þess ódýrara en önnur áklæði á borð við leður. Þú getur sett einstakan stíl á rýmið án þess að þurfa að borga formúu fyrir það. Eini ókosturinn við tauefni er að það endist ekki eins vel og önnur efni og getur þar að auki laðað að sér ryk, bletti og lyktir.
Gervileður
Gervileður, einnig þekkt sem leðurlíki, er yfirleitt samansett úr lagi af plasti sem fest hefur verið á pólýesterefni. Helsti kosturinn við þetta efni er að það er ákaflega fjölhæft og auðvelt er að móta það í ýmis form og stærðir af legubekkjum. Það fellur fullkomlega í hvern krók og kima og útkoman verður afar falleg. Gervileður endist einnig afar vel, þökk sé nýjustu tækni. Svo eru legubekkir úr gervileðri afar viðhaldslitlir. Efnið er þægilegt í þrifum og dregur ekki í sig vökva.
Val á legubekk í réttum stíl
Annar mikilvægur þáttur sem þú þarft að hafa í huga er stíll legubekksins. Mikilvægt er að þú veljir bekk sem hentar stílnum á heimilinu. Þú hefur úr nokkrum stílum að velja allt eftir innanhússhönnuninni á heimilinu.
Nútímalegur stíll
Ef heimilið er í nútímalegum stíl, veldu þá legubekk í björtum lit sem grípur augað í dempuðu rými. Þú getur valið einfalt og stílhreint módel eða módel í nýjum efnum á borð við míkrófíber til að ýta undir nútímalegan stílinn.
Hefðbundinn stíll
Ef stíllinn á heimilinu er hefðbundinn, veldu þá bómullaráklæði eða leðuráklæði. Ef heimilið er hinsvegar í léttari og fágaðri stíl, veldu þá bómull eða hör í ljósum tónum. Legubekkur með einum armi lítur einnig frábærlega út í hefðbundnum innréttingum. Veldu módel með snúnum viðarfótum og armi í stíl.
Sveitalegur stíll
Sveitastíllinn snýst um að færa sveitalega tóna hingað og þangað á heimilið. Ef heimilið er í sveitalegum stíl, þá er sniðugt að velja stóran og mikinn legubekk. Bómull og hör henta einnig frábærlega með þessum stíl. Svo eru legubekkir með fótum og örmum úr viði einnig tilvaldir. Þessar tegundir bekkja virka einnig vel með öðrum viðarhúsgögnum.
Iðnaðarstíll
Það getur verið erfitt að finna legubekk í iðnaðarstíl, en þó eru nokkrir möguleikar í boði sem passa fullkomlega í iðnaðarleg rými. Legubekkur með dökku leðuráklæði og málmgrind lítur frábærlega út á iðnaðarlegu heimili. Veldu módel með hreinum línum og engum krúsídúllum til að koma í veg fyrir að bekkurinn sé á skjön við aðra hluti í rýminu.
Minimalískur stíll
Ef heimilið er í minimalískum stíl þá mælum við með því að þú veljir straumlínulaga legubekk. Módel með málmgrind eða einföldum fótum setja fágað yfirbragð á rýmið án þess að trufla heildarmyndina. Tilvalið væri að velja stílhreint leðuráklæði, en míkrófíber virkar líka vel ef ráðstöfunarféð er af skornum skammti.
Í hvaða lit ætti legubekkurinn að vera?
Nýr legubekkur er klárlega mikil fjárfesting og þú þarft því að sjá til þess að þú veljir bekk sem þú færð gleði af í áraraðir. Gott er að hafa nokkur atriði í huga til að tryggja að þú veljir vel. Mundu þó að við erum öll með mismunandi smekk. Hér koma nokkur góð ráð varðandi litinn á legubekknum.
Bjartur eða dempaður litur
Þú þarft að ákveða hvort þú viljir bekk sem fellur inn í rýmið eða bekk sem grípur augað. Aðrir hlutir í rýminu hafa hér áhrif á lit legubekksins. Þú gætir til dæmis valið legubekk sem er í andstæðum lit við gólfið. Þetta fær bekkinn til að fanga augað í staðinn fyrir að falla inn í rýmið. Ef þú ert til dæmis með dökkt viðargólf þá myndi virka vel að velja legubekk í ljósum lit. Þú þarft einnig að hafa stöðu bekksins í huga. Ef þú ætlar að setja bekkinn fyrir framan glugga sem hleypir mikilli birtu inn í rýmið, veldu þá ljósan lit á bekkinn svo að hann aflitist ekki.
Hugsaðu um framtíðina
Legubekkur er mikil fjárfesting sem þú þarft að lifa með í mörg ár. Þetta þýðir að þú þarft ekki aðeins að kaupa bekk sem er í góðum gæðum heldur einnig bekk sem þú munt elska í langan tíma. Því er best að forðast mjög nýstárlega liti þar sem þeir detta mjög líklega úr tísku áður en þú veist af. Reyndu að hugsa um liti sem þér hefur alltaf þótt fallegir. Þetta gætu til dæmis verið litir sem þér finnst gaman að klæðast. Það er einnig mikilvægt að þú hugsir út í það hvernig heimili þú munt eiga í framtíðinni. Hvernig gætirðu til dæmis fundið upp á að breyta innréttingunum á næstu árum?
Skoðaðu tóna sem virka vel með mismunandi litasamsetningum
Til að tryggja að þú munir kunna að meta legubekkinn í mörg ár, þá mælum við með að þú veljir lit sem virkar vel með allskyns litasamsetningum. Þannig geturðu gert heimilið upp hvenær sem er, án þess að þurfa að kaupa ný húsgögn. Best er að velja hlutlausa tóna, en þá bindurðu þig auðvitað við aðra hlutlausa tóna. Sumir bjartir litir virka vel með mismunandi tónum.
Lífstíllinn þinn gæti einnig haft úrslitaáhrif
Þú vilt auðvitað vera viss um að legubekkurinn haldist í góðu standi og þú þarft því að taka lífstílinn þinn með í reikninginn. Veltu fyrir þér hvernig lífstíllinn þinn gæti haft áhrif á legubekkinn. Eru til dæmis börn eða gæludýr á heimilinu? Hversu oft tekurðu til? Hvernig hefurðu hugsað þér að nota legubekkinn? Ef þú átt börn eða gæludýr þá er best að forðast að vera með legubekk í ljósum litum sem eru gjarnir á að vera skítsælli. Á heimili án barna eða gæludýra geturðu auðveldlega valið hvítan eða drappaðan legubekk.
Verslaðu fyrsta flokks legubekki á netinu
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á frábært úrval af hágæðalegubekkjum. Við eigum bekki í allskyns litum og stílum sem henta heimili hvers og eins. Það skiptir því ekki máli hvort heimilið sé í hefðbundnum, nútímalegum eða iðnaðarlegum stíl - þú finnur án efa eitthvað sem hentar þínum smekk. Jafnvel vandlátasta fólk ætti að geta fundið rétta legubekkinn. Legubekkirnir okkar eru þar að auki gerðir úr úrvalsefnum með góðu notagildi sem bæta stíl við heimilið.