Hvernig á að velja sjónvarpsstand sem hentar
Sjónvarpsstandur er ómissandi á samverustað heimilisins og heillar augað þegar horft er á sjónvarpið. Sjónvarpsstandur er ekki einungis hagnýtur fyrir sjónvarpið heldur ýtir hann auðveldlega undir innréttingar stofunnar. Rétti standurinn hjálpar þér að stilla sjónvarpinu upp á ákjósanlega hátt og veitir einnig gott geymslupláss fyrir hina ýmsu hluti.
Sumir sjónvarpsstandar eru með lausn fyrir margmiðlunartæki sem heldur leiðslum úr augsýn og gefur skápnum nett og stílhreint útlit. Sjónvarpsstandar fást í fjölmörgum gerðum, stærðum, efniviðum og stílum og þú finnur því vafalaust eitthvað sem hentar þér.
Skoðaðu úrvalið okkar til að finna sjónvarpsstand sem hentar þér
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á frábært úrval af sjónvarpsskápum í góðum gæði sem mæta þörfum hvers og eins. Við höfum fullan skilning á því hversu mikilvægt er að finna réttu eininguna fyrir sjónvarpið og við höfum því sett saman lista yfir hinar ýmsu gerðir standa til að auðvelda þér valið.
Við bjóðum upp á allt frá nútímalegum hönnunum til sveitalegra hannana. Sjónvarpseiningarnar falla vel við útlitið í stofunni og bjóða upp á góða geymslulausn fyrir fjarstýringar, DVD-diska og margmiðlunartæki. Við bjóðum upp á standa í mismunandi hönnunum, lögunum, stærðum og efnum og því finnurðu án efa stand sem hentar stofunni þinni.
Sama hver smekkurinn eða stíllinn þinn er og sama hvort þú ert í leit að skáp sem fellur vel inn í innréttingarnar eða grípur augað einns og sér - þú finnur rétta skápinn hjá okkur. Skoðaðu stórt úrvalið okkar til að finna rétta sjónvarpsstandinn fyrir þig.
Mismunandi gerðir sjónvarpsstanda
Til eru þrjár megingerðir af sjónvarpsskápum. Þú getur valið stand sem fellur vel við stílinn þinn almennt eða stand sem er öðruvísi og grípur augað í stofunni. Sjónvarpsskápar fást í allskyns efnum, stærðum og lögunum.
Standar með opnum hillum
Standar með opnum hillum verða sífellt vinsælli, þá sérstaklega meðal þeirra sem kjósa minimalíska og fyrirferðarlitla hönnun. Þessi tegund sjónvarpsstanda lítur út eins og lág bókahilla og hún er góður kostur fyrir litlar stofur þar sem hún fær rýmið til að virka stærra. Gott er að hafa í huga að hillur sem eru nálægt gólfinu eru gjarnar á að safna ryki og því er gott að þurrka af þeim reglulega.
Lokaðir skápar
Sjónvarpseiningar með skápum bjóða upp á ríflega geymslu. Þessi tegund sjónvarpsstanda fæst í tveimur gerðum. Önnur gerðin er með skápum eða skúffum á neðri helmingnum og opnu yfirborði á efri helmingnum þar sem sjónvarpið er.
Hin gerðin er með geymslu á neðri helmingnum og stærri skáp að ofan fyrir sjónvarpið. Þegar skápnum er lokað þá sést ekki í sjónvarpið. Sjónvarpsskápar með hurðum á lömum sem fela sjónvarpið eru góður kostur fyrir formleg rými. Minna ryk fellur líka á sjónvarpið sem þýðir að þú þarft ekki að þurrka af því eins reglulega.
Vegghengdir sjónvarpsstandar
Eins og nafnið gefur til kynna hanga veggfastir sjónvarpsstandar á veggnum og þurfa því ekkert gólfpláss. Þessi tegund standa er bæði nútímaleg og stílhrein. Líkt og standar með opnum hillum eru vegghengdir standar kjörinn kostur fyrir minni stofur. Þeir eru yfirleitt nokkuð litlir í stærð til að forðast of mikið álag á vegginn, sem þýðir að geymslupláss er oftast af skornum skammti.
Hvaða efni er tilvalið fyrir sjónvarpseininguna?
Einn mikilvægasti þátturinn í vali á sjónvarpsskáp er efniviðurinn. Þú getur valið á milli nokkurra efna fyrir sjónvarpsstandinn þinn. Kíkjum hér á fjögur algengustu efnin.
Viður
Viður er algengasti efniviðurinn í sjónvarpsskápum og hann er frábær leið til að setja hlýjan svip á stofuna. Sjónvarpsstandar úr viði eru afar harðgerir og endingargóðir. Þeir fást með mismunandi áferðum sem henta allskyns innréttingum. Harðviður eins og hlynur, eik og tekk er besti kosturinn fyrir þá sem vilja góð gæði og endingu. Fyrir hefðbundið útlit er sniðugt að skoða viðarstanda með dökkri áferð. Ljósari áferðir eru tilvaldar fyrir innréttingar í nútímalegum eða sveitalegum stíl.
Málmur
Málmur er þekktur fyrir einstakan styrk og endingu. Sjónvarpsstandar úr málmi eru oft dufthúðaðir til að koma í veg fyrir tæringu eða ryð. Þeir eru frábær valkostur fyrir nútímaleg eða iðnaðarleg heimili en þeir eru einnig fallegir á sveitabæi eða heimili með sveitalegum stíl.
Gler
Flestir glerstandar eru með málmgrindum til stuðnings. Glerið gefur einingunum opið og gagnsætt útlit sem minnkar drasl og fær rýmið til að virka stærra. Glerstandar með háglansandi áferð geta bætt retrólegum sjarma við eignina. Temprað gler er með góðri endingu en þó er sniðugt að setja sjónvarpsstand úr gleri á stað sem ekki er mikið labbað framhjá til að koma í veg fyrir sprungur og rispur.
MDF
MDF (spónaplata) er ódýrari valkostur en tré. Það er get úr nokkrum viðarlögum sem límd hafa verið saman. Þetta gefur viðarlegt útlit en efnið er þó léttara en gegnheill viður. MDF er frábær efniviður fyrir veggfesta sjónvarpsstanda. Það er ekki eins harðgert og viður en þó nógu slitsterkt til að þola daglega notkun. Ef þú ert í leit að sjónvarpsstandi í skandinavískum stíl með hreinum línum í hlutlausum lit þá er MDF gott val fyrir þig.
Hvernig á að velja rétta stílinn fyrir sjónvarpsstandinn
Í leit að sjónvarpsstandi er gott að hafa í huga hvaða litir og hvaða stíll hentar best í stofuna. Við munum öll eftir þeim tíma þegar eini möguleikinn undir sjónvarpið var stór og fyrirferðarmikill klumpur. Sá tími er blessunarlega liðinn. Í dag finnurðu stand í hvaða stíl sem er. Þú getur valið á milli hefðbundinna, nútímalegra og sveitalegra standa í litum eins og gráum, svörtum og hvítum.
Hvítir
Hvítur er einn vinsælasti liturinn fyrir húsgögn og er oft tengdur hreinleika. Hvítir sjónvarpsstandar birta oft upp á þreytt rými og þeir henta einstaklega vel við nútímalegar innréttingar.
Veggfestir
Veggfestir sjónvarpsstandar eru flott og stílhrein viðbót við hvaða stofu sem er. Þeir krefjast einungis veggpláss (ekki gólfpláss) og þú getur stillt standinn algjörlega í rétta stöðu við sófann. Þessi tegund sjónvarpsstanda býður upp á frábæra leið til að gera stofuna að nútímalegu og stílhreinu rými.
Gráir
Grár er hlutlaus litur sem virkar vel með mörgum öðrum litum. Ef þú ert í leit að einföldum en íburðarmiklum standi þá er grár sjónvarpsstandur frábært val fyrir þig. Hvort sem innréttingarnar eru rómantískar, sveitalegar, iðnaðarlegar eða innblásnar af hafinu, frönsku landslagi eða bandarískri hönnun frá miðri síðustu öld þá hentar grá sjónvarpseining prýðilega inn í rýmið.
Svartir
Svartir sjónvarpsstandar eru góður valkostur ef stofan er nútímaleg. Svartur er einnig fjölhæfasti liturinn þar sem hann fellur vel inn við ýmsa liti og stílbrigði.
Hvaða stærð af sjónvarpseiningu þarftu?
Fyrsta skrefið í átt að réttri sjónvarpseiningu er að komast að stærðinni á sjónvarpinu. Veldu sjónvarpsstand með að minnsta kosti 5-8 cm auðu plássi sitthvoru megin við sjónvarpið. Passaðu líka að það sé nóg pláss fyrir framan og aftan sjónvarpið.
Nóg pláss til beggja hliða tryggir að sjónvarpinu sé stillt örugglega upp á standinum. Það kemur líka í veg fyrir að standurinn líti út eins og hann sé ofhlaðinn. Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að velja sjónvarpskáp í réttri stærð.
Mældu sjónvarpið þitt
Til að finna rétta stærð sjónvarpsins skaltu mæla á ská frá horni til horns. Stærð sjónvarpsins telst vera hornalína sjónvarpsins, ekki hæð og breidd, og stærð standsins takmarkar stærð sjónvarpsins. Ef sjónvarpið er ekki með plasma- eða flatskjá þá þarftu einnig að gera mælingar á dýpt þess til að tryggja að það passi vel á standinn.
Rétti staðurinn fyrir sjónvarpsstandinn
Skipulag stofunnar og staðsetning leiðslna er einn af lykilþáttunum í staðsetningu standsins. Nokkur atriði geta hjálpað þér að finna rétta staðinn fyrir sjónvarpseininguna.
-
Forðastu að setja standinn fyrir framan glugga. Þú ferð á mis við náttúrulega birtu og það gerir þér einnig erfiðara fyrir að sjá á skjáinn.
-
Þegar þú hefur fundið rétta stöðu fyrir sjónvarpsstandinn þá skaltu mæla fjarlægðina á milli standsins og sófans. Ef um 32 tommu sjónvarp er að ræða þá skaltu hafa fjarlægðina 120-150 cm. 40/42 tommu sjónvarp þurfa 150-245 cm fjarlægt og öll stærri sjónvörp þurfa 180-275 cm fjarlægð.
Mældu sætishæðina þína
Að lokum þarftu að mæla hver hæð sjónvarpsstandsins ætti að vera. Þú gerir það með því að mæla fjarlægðina á milli gólfsins og sjónlínunnar þinnar. Neðri helmingur sjónvarpsins ætti að vera í beinni línu við sjónlínuna þína til að sjónvarpsáhorfið verði sem best.
Viðhald á sjónvarpsstandinum
Óháð tegund, stærð eða stíl sjónvarpseiningarinnar þá er mikilvægt að þú viðhaldir einingunni til að tryggja sem besta endingu. Mismunandi efni geta krafist mismunandi viðhalds. Eftirfarandi eru ábendingar varðandi viðhald á sjónvarpseiningunni:
-
Forðastu að þrífa sjónvarpsstand úr MDF með vatni. Notaðu aðeins blautan klút og þurrkaðu standinn samstundis eftir hreinsun. Ef sjónvarpsstandurinn er með óhreinindum sem erfitt er að fjarlægja þá er gott að nota smávegis af mildri sápu.
-
Ef sjónvarpsstandurinn er með viðarfótum þá er gott að bera viðarolíu á þá þegar þeir þorna eða þegar fer að sjá á þeim. Ekki nota vax, lakk eða ertandi hreinsiefni sem geta skemmt áferðina.
-
Notaðu rétta tegund efnis til að þrífa sjónvarpsstand úr gleri. Gamlar tuskur eða klæði draga ekki nógu vel í sig hreinsiefnið og skilja því eftir sig rákir. Klútur sem ekki er með ló er ákjósanlegur þar sem hann skilur engar leifar eftir sig.
-
Notaðu svamp eða gegnblautan klút með sápuvatni til að þrífa standinn. Þurrkaðu standinn eftir hreinsun.
Skoðaðu úrvalið okkar af sjónvarpsstöndum og finndu rétta standinn fyrir stofuna þína.