Val á réttu framdyrunum fyrir heimilið
Útidyrahurðin er andlit heimilisins, verndar heimilið gegn óprúttnum aðilum og setur tóninn fyrir gesti og nágranna hvað varðar útlit heimilisins. Hvort sem þú ert að byggja nýtt heimili eða þarft einfaldlega að skipta um hurð, þá er mikilvægt að þú vitir að hverju þú ert að leita þegar þú kaupir hurð. Kaup á nýrri útidyrahurð snýst þó um meira en að velja hönnun sem þér líkar.
Þetta gætu verið efni, stærð, stíll og allt þar á milli. En þú þarft engar áhyggjur að hafa. Við höfum tekið saman þessar gagnlegu leiðbeiningar til að hjálpa þér að átta þig á hinum ýmsu kostum og göllum varðandi mismunandi efni og hannanir svo að þú getir tekið betri ákvörðun þegar þú verslar útidyrahurð fyrir heimilið.
Hvaða tegundir af útidyrahurðum eru til?
Leitin að réttu útidyrahurðinni hefst með því að skilja hvaða mismunandi tegundir af hurðum eru í boði. Gerðirnar eru flokkaðar eftir því efni sem er notað í byggingu hurðanna. Hægt er að búa til hurðar úr ýmsum efni, en þó eru nokkur efni sem henta best í verkið. Hér að neðan skoðum við nokkrar tegundir af útidyrahurðum.
Hurðar úr gegnheilum við
Framdyr úr viði eru vinsælasti kosturinn þar sem þær eru endingargóðar, traustar og hægt er að lita þær eða mála í nánast hvaða lit sem er. Viður er náttúrulega fallegur og gefur heimilinu lúxusútlit sem önnur efni ná hreinleika ekki að gefa. Hann bætir einnig náttúrulegri fegurð og hlýju við heimilið. Viðarhurðar eru yfirleitt gerðar úr gegnheilum viði sem nær í gegnum alla hurðina. Þar að auki er auðvelt að saga við niður í réttu stærðina og skera hann út eða sanda, sem gerir hann að afar fjölhæfum kosti. Viður fæst einnig í mismunandi tegundum. Hér eru harðviðartegundir á borð við eik, sedrusvið, mahóní og ösp besti kosturinn. Ókosturinn við viðarhurðar er þó að þær þurfa reglulegt viðhald til að koma í veg fyrir skekkjur og fölnun. Þú gætir einnig þurft að setja hurðina upp í skjóli til að vernda hana gegn leiðinlegu veðri.
Stálhurðar
Stálhurðar eru sterkari og endingarbetri en viðarhurðar og þær eru tilvaldar fyrir heimili sem þurfa mikið öryggi og góða orkunýtingu. Stálhurðar eru þó ekki gerðar úr 100% stáli. Þær eru oft með viðarkjarna á milli tveggja stálplatna. Útidyrahurðar úr ryðfríu stáli eru tiltölulega ódýrar og veita sama veðurþol og öryggi og önnur dýrari efni geta veitt. Hurðar úr ryðfríu stáli þurfa líka afar lítið viðhald. Stál getur hins vegar orðið afar heitt þegar það stendur í sól.
Útidyrahurðar úr áli
Eins og með stálhurðar þá eru álhurðar gerðar með einangrunarkjarna sem er þakinn málmlagi. Ál er ónæmt gegn ryði og tæringu, sem gerir það að einum besta kostinum fyrir framdyr. Útidyrahurðar úr áli eru þægilegar í viðhaldi og þurfa ekki bæsi, lakk eða málningu af neinum toga. Þær eru einnig traustar og slitsterkar og fást tilbúnar með lökkun til að gefa heimilinu stílhreint og nútímalegt yfirbragð. Ál hefur hins vegar tilhneigingu á að tútna út þegar það verður fyrir hita. Framhurðar úr áli henta hins vegar ekki öllum heimilisstílum. Þær geta einnig verið dýrar og auðveldlega tekið á sig vatnsbletti.
Framdyr úr spónaplötu
Ef þig langar í hurð með fallegu viðarútliti en vilt helst að hún sé auðveld í viðhaldi, þá er hurð úr spónaplötu besti kosturinn. Spónaplötur líkja oft eftir áferð og útliti æðamynsturs í gegnheilum við, sem þýðir að hurðin lítur alveg eins út og viðarhurð en er þó með aukinni endingu. Framhurðir úr spónaplötu eru endingargóðar og með betra þoli gegn dældum heldur en stálhurðar. Flestar hurðar með spónaplötu eru með svampeinangrun sem hjálpar til við að varðveita hita. Þar að auki er hægt að bæsa og mála spónaplötu.
Framdyr úr plasti
Útidyrahurðar úr plasti eru ódýrar og öruggar. Ólíkt viði þá á plast ekki á hættu að klofna, sem þýðir að efnið er afar viðhaldslítið. Þar að auki eru plasthurðar veðurþolnar og fást í fjölmörgum litum sem ættu að henta hvaða innréttingum sem er. Helsti ókosturinn við plasthurðar er frágangurinn – ekki er hægt að mála þær eða bæsa eins og við. Ef þú fílar hins vegar plastútlitið þá er það frábær valkostur í stað viðarhurðar. Plast er ennfremur létt, sem þýðir að það er auðvelt í uppsetningu og setur ekki álag á lamirnar.
Útidyrahurð úr gleri
Glerhurðar eru vinsæll kostur fyrir nútímaleg heimili og það er auðvelt að sjá af hverju það er. Þær hleypa náttúrulegri birtu inn og gera heimilið bjartara og rúmbetra. Þar að auki eru útidyrahurðar með glerplötum stílhreinar og fallegar. Þetta er frábær leið til að setja flott áhrif á gestina. Glerhurðar eru einnig auðveldar í þrifum. Þær verða þar að auki ekki fyrir ryði eða skekkingu og svo haldast þær í toppstandi í mörg ár með lágmarksviðhaldi.
Hvaða stærð af útidyrahurð ættirðu að velja?
Eitt af því mikilvægasta sem þú þarft að hafa í huga við kaup á framdyrum er stærðin á hurðinni. Útidyrahurðar fást í mismunandi stærðum og þú þarft því að hafa í huga hvaða stærð þú vilt velja svo að hurðin passi í dyrakarminn. Hér að neðan skoðum við staðlaðar hurðastærðir til að hjálpa þér að velja hurð í réttri stærð.
Stöðluð stærð á útidyrahurðum
Þegar kemur að útidyrahurðum er lítill breytileiki í stærðum. Þetta er afar heppilegt þar sem þetta gerir húseigendum auðveldara fyrir þegar kemur að því að velja réttu stærðina.
Stöðluð mál á útidyrum eru 914 mm x 2,032 mm. Þú gætir líka fundið mjórri hurðar sem eru allt að 762 mm á breidd eða hærri hurðar sem eru allt að 2,438 mm.
Stöðluð stærð á tvöfaldri hurð er 1,828 mm x 2,032 mm. Hurðin gæti líka verið tvöföld breidd á stakri hurð en þó í sömu hæð.
Þú þarft einnig að ákvarða þykkt núverandi hurðarinnar. Stöðluð þykkt útidyrahurða er 19.05 mm til 25.4 mm.
Hvernig þú tekur mál á útidyrahurð
Það er mikilvægt að taka öll nauðsynleg mál frekar en að gera ráð fyrir því að hurð í staðlaðri stærð passi. Það er lítið pláss fyrir mistök þegar þú kaupir framdyr. Málin þurfa að vera rétt. Hér eru leiðbeiningar varðandi hvernig þú mælir útidyrahurðina.
Breidd dyranna – Til að komast að breidd dyranna þá skaltu mæla dyraopið á þremur stöðum: efst, í miðjunni og neðst. Í eldri byggingum gætu málin verið mismunandi á mismunandi stöðum á hurðinni - notaðu alltaf stærstu stærðina.
Hæð dyranna – Taktu mál efst og niður á hvorri hlið dyraopsins. Ef ein hliðin er hærri en önnur, notaðu þá stærstu stærðina. Þú gætir þurft að standa á stól eða stiga til að komast efst upp að dyrakarminum og þú skalt því ekki hika við að biðja vini og vandamenn um aðstoð.
Þykkt dyranna – Ef þú ert einungis í leit að hurð til að koma í stað gömlu hurðarinnar og langar að halda gamla dyrakarminum eins og hann er, þá þarftu líka að mæla þykkt hurðarinnar. Það eina sem þú þarft að gera hér er að mæla þykkt núverandi hurðarinnar.
Hvaða stíll hentar þínu heimili?
Þú getur valið sterkustu, öruggustu og endingarbestu hurðina en það breytir því ekki að eignin á ekki eftir að líta vel út ef hurðin passar ekki við útlit heimilisins. Bestu útidyrnar blanda saman virkni og stíl. Þær gefa flotta mynd af heimilinu og gefa í skyn hvað koma skal innan fjögurra veggja heimilisins. Hér eru nokkrar tegundir af útidyrahurðum sem væri gott fyrir þig að þekkja.
Hefðbundnar
Hurðar í hefðbundnum stíl gefa heimilinu tímalausa fegurð. Þessi tegund hurða þróaðist úr evrópskum stíl frá 18. og 19. öldinni. Bæsaðar og málaðar hurðar í hefðbundnum stíl eru oft með þiljum eða jafnvel gleri.
Nútímalegar
Heimili í nútímalegum stíl náðu vinsældum um miðja 20. öld. Þessi tegund framdyra setur einfaldleika í forgang í staðinn fyrir skrautatriði. Hurðarnar eru með sléttum og hreinum línum sem fullkomna nútímaleg og minimalísk heimili.
Grófar
Heimili í grófum stíl búa yfir gömlum, náttúrulegum og áferðarfallegum hönnunaratriðum. Framhurðar úr viði og hamraðar lamir eru frábært val fyrir heimili í grófum stíl. Hurð í grófum stíl er því fullkominn kostur ef þú átt sumarbústað, sveitakofa, sveitabýli eða heimili í miðjarðarhafsstíl.
Hvaða lit og áferð ættirðu að velja?
Val á rétta litnum verndar hurðina og ýtir undir fallegt útlitið. Til að fá sem mest út úr náttúrulegri fegurð viðarins þá skaltu hafa mismunandi æðamynstur og bæsi í huga. Þú hefur úr ýmsum málningarlitum að velja ef þig langar til að mála hurðina.
-
Æðamynstur
Mismunandi viðartegundir búa yfir mismunandi æðamynstri. Mynstrin geta verið bein, kvistótt eða læst saman. Útkoman af bæsinum fer eftir æðamynstrinu og náttúrulegum lit viðarins. Mahóníviður er til dæmis með einstöku æðamynstri sem lítur út eins og gárur, á meðan eik er með áberandi mynstri sem er svipað kattaraugum.
-
Viðarbæs
Viðarbæs er yfirleitt viðarvörn og litur sem er borinn á viðinn til að undirstrika náttúrulegan litinn á berum viðinum. Þú getur til dæmis valið viðarbæs með valhnotuáferð fyrir eik og þannig náð fram dökkbrúnni áferð. Viðarbæs er hannað til að ná fram náttúrulegri fegurð æðamynstursins í viðnum og það er því gagnsætt, ólíkt málningu sem ekki sést í gegnum.
-
Málningarlitir
Sem betur fer hefurðu úr ýmsu að velja. Þú getur valið klassískan svartan lit, bjartan lit til að fríska upp á þreytta hönnun eða farið djörfu leiðina með gulri eða rauðri hurð. Málaðar hurðar eru einnig frábærar til að leyfa persónuleikanum að skína og auka fegurð heimilisins.
Verslaðu framdyr hjá vidaXL
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á frábært úrval af fallegum útidyrum sem bæta stíl og hagnýtni heimilisins. Þú hefur úr ýmsum kostum að velja hvort sem hurðin er í hefðbundnum, grófum eða nútímalegum stíl.
Hvort sem þú ert í leit að framdyrum fyrir glænýtt heimili eða til að koma í stað gömlu hurðarinnar þá eigum við réttu hurðina fyrir þig. Skoðaðu úrvalið okkar í dag til að finna útidyrahurð sem uppfyllir þínar þarfir.