Tilboð 24/7
Ókeypis sending yfir 10000 kr
Hámarkaðu sparnaðinn með vidaXL+
Af hverju ættirðu að velja vidaXL?
Bestu tilboðin & afslættir á hverjum degi hjá vidaXL!
Þú færð ókeypis sendingu á pöntunum yfir 10000 kr
Fáðu afslátt með vidaXL+
Skráðu þig á reikningnum þínum í dag og sjáðu vidaXL+ punktana þína vaxa. Því meira sem þú verslar, því meiri afslátt færðu!
Húsgagnastillir
Vinsælar leitir
Karfan er tóm
Fólk spáir oft ekki mikið í undirstöðu fyrir sólhlífina sína þegar það er að hanna útisvæðið. Sólhlífargrunnur er þó ómissandi aukahlutur sem kemur í veg fyrir að hlífin fjúki í burtu. Það kemur þó oft fyrir að undirstaðan sé of létt til að geta haldið sólhlífinni á sínum stað. Rétti standurinn lyftir útisvæðinu á næsta plan og gefur þér ró þegar þú ert útivið og vindurinn fer að sækja í sig veðrið.
Stærsta áskorunin er að átta sig á því hvaða undirstöðu maður á að velja. Valkostirnir eru margir og því getur reynst snúið að velja réttu undirstöðuna fyrir sólhlífina. En hafðu engar áhyggjur — við erum hér til að hjálpa. Í þessum leiðbeiningum fjöllum við um helstu skrefin til að velja rétta standinn.
Eitt mikilvægasta atriði sem þú þarft að hafa í huga við val á undirstöðu fyrir sólhlífina er efniviðurinn. Efnið sem þú velur ákvarðar útlit og endingu standsins. Sólhlífar eru byggðar til að vera geymdar úti allan ársins hring og þær ættu því að vera harðgerar og veðurþolnar. Eftirfarandi efni eru algeng fyrir sólhlífarstanda:
Steypujárn er harðgert og endingargott og heldur sólhlífinni þinni uppréttri í vindasömu veðri. Efnið er einnig veðurþolið og þolir því erfið veðurskilyrði. Það þarf ekki að fylla standa á borð við þessa með efni af neinum toga (hvort sem það er sandur, möl eða annað). Stöðugleikinn kemur úr þyngdinni. Standarnir fást einnig í ýmsum hönnunum sem henta smekk hvers og eins. Þó er þess virði að nefna að ef þú velur steypujárn þá er mikilvægt að það sé dufthúðað svo að það ryðgi ekki í röku umhverfi. Eini ókosturinn við þessa standa er að erfitt getur verið að færa þá.
Undirstöður úr stáli eru traustar, sterkar og beyglast ekki auðveldlega. Ryðfrítt stál er frábær kostur fyrir útihúsgögn þar sem það er ryðþolið og endingargott. Rétt eins og með steypujárn þá þarftu ekki að fylla á undirstöðuna til að hún haldist stöðug. Eini ókosturinn við stál er það er gjarnt á að ryðga. Þó hefurðu kost á að velja dufthúðað stál til að koma í veg fyrir ryð.
Ef þú ert í leit að grunni sem er auðveldur í tilfærslu þá er trjákvoða besti kosturinn. Þetta efni er tilvalið fyrir einstaklinga sem þykir gaman að breyta reglulega til í garðinum. Tilfærsla er auðvelt mál með trjákvoðu. Harðgerð trjákvoðan brotnar auk þess ekki né flagnar. Á móti kemur að það þarf að fylla undirstöðu úr trjákvoðu með vatni og þar er hætta á að vatnið frjósi á veturna og myndi sprungur innan í undirstöðunni.
Auk efniviðarins er ýmislegt annað sem þarf að passa upp á þegar sólhlífargrunnur er keyptur. Þar á meðal eru þyngd, stærð, fylling, stöðugleiki og mál stanga. Skoðum betur mismunandi þætti hér að neðan sem gætu aðstoðað þig við valið.
Þyngd sólhlífarinnar ákvarðar hversu stöðug hún er. Ef þú velur ekki rétta þyngd þá fýkur sólhlífin auðveldlega í burtu þegar vinda tekur. Atriði sem gott er að hafa í huga við kaup á standi er að uppgefin þyngd er í rauninni þyngdin sem standurinn verður þegar búið er að fylla hann. Þó gildir þetta ekki um undirstöður sem ekki þarf að fylla - uppgefin þyngd gefur þá til kynna þyngd undirstöðunnar án fyllingar. Þyngri grunnur er stöðugri og endingarbetri heldur en léttur grunnur.
Flestar undirstöður fyrir sólhlífar eru hringlaga og stærðin gefur því oft til kynna hvað þvermálið á undirstöðunni er. Flestar undirstöður eru 51 cm í þvermál. Þessi stærð passar þægilega undir garðborð án þess að vera fyrir eða taka of mikið pláss í garðinum. Til að tryggja góðan stöðugleika sólhlífarinnar er mikilvægt að þú veljir rétta stærð.
Hægt er að fylla sólhlífarstand með vatni eða sandi til að gefa honum meiri stöðugleika. Sandur er ákaflega góður kostur til að fylla sólhlífarundirstöður þar sem hann er þéttari en vatn og gefur betra jafnvægi. Ef undirstaðan er úr gegnheilu efni eins og t.d. steypujárni þá þarftu ekki að fylla hana með sandi eða vatni.
Þvermál stangargatsins á undirstöðunni hjálpar þér að ákvarða hvort undirstaðan passi við þvermál stangarinnar á sólhlífinni þinni. Minni sólhlífar eru með mjórri stöngum. Þú þarft einnig að taka tillit til lengdar stangarinnar, sérstaklega ef þú vilt setja undirstöðuna undir borðið. Ekki velja grunn sem er of lítill eða of stór til að tryggja að hann passi undir borðið þitt.
Stöðugur grunnur gerir sólhlífinni kleift að standa uppréttri. Fyrir utan þyngdina þá þarf undirstaðan einnig að vera í fullu jafnvægi til að koma í veg fyrir að hlífin halli eða sveiflist fram og til baka. Stillanlegi hnappurinn á undirstöðunni ætti einnig að vera nógu vel skrúfaður í til að halda stönginni fastri.
Skoðaðu frábært úrvalið okkar af undirstöðum til að finna hina einu réttu fyrir sólhlífina þína.
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.
Viltu vita meira?
Nauðsynlegar vafrakökur Vafrakökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsíðunnar, t.d. karfan þín og óskalisti.
Vafrakökur fyrir greiningar og virkni á vefsíðu Vafrakökurnar gera okkur kleift að halda tölu á heimsóknum á síðuna og uppruna netumferðar, sem hjálpar okkur að mæla og bæta afköst. Það hjálpar okkur líka að vita hvaða síður eru vinsælar og hverjar eru síst vinsælar. Öllum upplýsingum frá vafrakökum er safnað upp og nafnleysis gætt. Ef þú samþykkir ekki vafrakökurnar vitum við ekki hvenær þú hefur heimsótt vefsvæðið okkar og getum ekki fylgst með afköstunum.
Vafrakökur fyrir markaðssetningu Vafrakökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að fylgjast með heimsóknum þvert á vefsíður. Tilgangurinn er að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar fyrir hvern notanda og eru þar með gildismeiri fyrir útgefendur og auglýsendur þriðja aðila.