Hvernig þú velur hina fullkomnu sturtuhillu
Sturtuhillur gegna lykilhlutverki við að halda baðherberginu snyrtilegu og vel skipulögðu. Þær hjálpa til við að halda baðnauðsynjum eins og þvottapokum, hárnæringu, rakvélum, sjampói og sápum vel skipulögðum á baðherberginu. Flestar sturtuhillur eru hannaðar til að hanga á sturtuhausnum en þó er auðveldlega hægt að finna einingar sem hanga annars staðar í sturtunni. Sumar sturtuhillur eru með sogskálum sem eru festar við baðherbergisvegginn.
Sturtuhillur fást í mismunandi stærðum og gerðum og því getur verið erfitt að finna besta kostinn fyrir baðherbergið, þá sérstaklega þegar sturtuhilla er keypt í fyrsta sinn. Þessar leiðbeiningar ættu þó að auðvelda þér lífið við valið á sturtuhillunni.
Uppgötvaðu mismunandi gerðir sturtuhilla
Þú getur valið á milli mismunandi tegunda sturtuhilla allt eftir því hvernig baðherbergið þitt er. Hér fyrir neðan skoðum við mismunandi tegundir sturtuhilla.
Hilla sem hangir á sturtunni
Þessi tegund sturtuhilla er þægileg í uppsetningu og auðveld í notkun. Hún er fáanleg með mismunandi festingum, þar á meðal sogskálum, skrúfum og festingartöppum. Mikilvægt er þó að þú gangir úr skugga um að festingarnar virki á baðherbergið þitt áður en þú kaupir hilluna.
Hornhilla
Ef baðherbergið er lítið þá hjálpar hornhilla þér að nýta pláss rýmisins sem best þar sem hillan passar auðveldlega í horn. Hornhillur henta vel fyrir lítil baðherbergi sem rúma ekki stærri hillur.
Veggfestar hillur
Veggfestar hillur eru þyngri en aðrar hillur en þær eru með stærri grind sem hægt er að nota nánast hvar sem er. Auðvelt er að stilla þær þegar þær eru komnar upp á vegg.
Hvaða efni er gott fyrir sturtuhilluna?
Val þitt á efni ákvarðar endingu og útlit sturtuhillunnar. Eftirfarandi eru mismunandi efni sem þú getur valið fyrir sturtuhilluna.
Ál
Sturtuhillur sem framleiddar eru úr áli eru ekki bara vinsælar heldur eru þær einnig á sanngjörnu verði. Þær eru líka sterkbyggðar og þurfa mjög lítið viðhald. Eini ókosturinn er að ál hefur tilhneigingu til að bregðast illa við hörðu vatni og taka á sig rakabletti.
Ryðfrítt stál
Ryðfrítt stál þarf enga kynningu. Það er notað í flest heimilistæki og fylgihluti. Ryðfrítt stál er þekkt fyrir ónæmi gegn ryði og tæringu. Það endist einnig í mörg ár ef vel er farið með það. Það er þó örlítið viðkvæmt fyrir kalki og því gæti verið sniðugt að pússa það reglulega.
PVC
PVC-plastefni er eitt algengasta efnið fyrir baðherbergisfylgihluti eins og skammtara fyrir sápur og krem og tannburstaglös. Það er ódýrt og fæst í mismunandi litum sem henta smekk hvers og eins. Það er hins vegar ekki eins rammgert og stál og því getur það ekki borið mjög þunga hluti.
Aðrir þættir sem þarf að hafa í huga við val á sturtuhillu
Gott er að hafa aðra þætti en tegund og efni í huga áður en sturtuhilla er keypt.
Stærð
Mikilvægt er að taka mál baðherbergisins áður en þú fjárfestir í sturtuhillu. Þú vilt vera viss um að einingin sem þig langar til að setja upp passi fullkomlega á baðherbergið. Notkun hefur einnig áhrif á stærð sturtuhillunnar. Sumir kjósa t.d. að festa hilluna hátt upp svo að börn nái ekki til, á meðan aðrir vilja hafa hilluna nálægt salerninu.
Hönnun
Allskyns hannanir eru í boði og þá má nefna sem dæmi hangandi eða veggfestar sturtuhillur ásamt sturtuhillum sem festar eru með spennustöng. Klassíska vegghengda sturtuhillan er með hefðbundnum standi, en þú finnur auðveldlega frumlegar hannanir sem henta flestum nútímabaðherbergjum.
Grindin
Grindur sturtuhillanna fást í mismunandi hönnunum. Það er ekkert mál að finna grind eftir þínum smekk, hvort sem hún er kringlótt, bein eða sveigð. Grindurnar eru fáanlegar í allskyns gerðum og þú finnur því án efa hillu sem hentar baðherbergisinnréttingunni þinni.
Ráðleggingar varðandi viðhald á sturtuhillunni
Þótt sturtuhillur séu vissulega byggðar til að standast raka þá eru þær engu að síður ekki algjörlega ónæmar fyrir ryði og annarri tæringu. Því er mikilvægt að hugsa vel um hilluna svo að hún haldist í toppstandi í áraraðir. Skoðum hér nokkur góð ráð varðandi umhirðu.
-
Þvoðu grindina með sápuvatni. Þurrkaðu hana með handklæði og leyfðu henni að þorna almennilega.
-
Ef einingin er úr málmi þá er sniðugt að leggja grindina í bleyti í ediklausn í 15-20 mín og skrúbba hana svo vandlega til að ná sápuskán af. Þurrkaðu af grindinni með handklæði og festu hana svo upp aftur.
-
Til að fjarlægja ryð af grindinni þá er gott að þrífa hana vandlega með hvaða hreinsiúða sem til er heimavið. Notaðu mjúkan klút til að þurrka ryðið og leyfðu því að þorna.
-
Þú getur einnig borið króm- eða bílavax á grindina ef hún er með krómhúðun. Það gefur henni slétt og glansandi útlit. Þú setur einfaldlega nokkra dropa af vaxinu á mjúkan klút og nuddar því á grindina.
-
Úðaðu málningu á sturtukörfuna til að koma í veg fyrir að hún ryðgi eða til að hylja ryð sem ekki er hægt að fjarlægja.
Þér er velkomið að skoða úrvalið okkar af sturtuhillum í von um að finna réttu eininguna fyrir baðherbergið þitt.