Hvernig á að velja rétta sápuhaldarann
Sápuhaldari heldur sápuleifum í burtu frá brúnum og baðherbergisyfirborðum. Leifar eiga það til að festast við yfirborð þegar sápan liggur í vatni til lengri tíma. Góður sápuhaldari heldur sápustykkinu þurru, föstu og hreinu sama hvar þú setur haldarann. Hann lengir einnig endingartíma sápustykkisins.
Litlir hlutir eins og þessir eru afar hagkvæmir og þú getur valið úr fjölmörgum valkostum sem henta formi sturtunnar eða veggjum baðherbergisins. Þú getur meira að segja notað sápuhaldara til að lífga upp á baðherbergið. Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að velja rétta sápudiskinn fyrir baðherbergið.
Mismunandi tegundir sápuhaldara
Fyrsta skrefið til að finna rétta sápuhaldarann er að kynna sér algengustu hannanirnar. Þar á meðal eru sápuhaldarar sem hvíla á yfirborði sturtunnar eða vasksins, haldarar með frárennsli og veggfestir haldarar.
Sápudiskar á yfirborð
Þessi tegund sápudiska er algengasta hönnunin. Það sem einkennir þessa tegund er að hægt er að setja hana á nánast hvaða yfirborð sem er í baðherberginu, hvort sem það er á vaskinn, brún baðkarsins eða í sturtuna. Þessir sápudiskar geta verið litlir, stórir, skrautlegir eða einfaldir. Eins og við á um aðra sápudiska þá fylgja stundum aðrir aukahlutir með þessari tegund diska, þar á meðal sogskálar eða innri diskur með áferð til að hleypa lofti að sápustykkinu.
Veggfestir sápudiskar
Veggfestir sápudiskar eru frábærir fyrir lítil baðherbergi þar sem þeir hámarka plássnotkun. Þú getur fest þá á vegg í baðherginu, sturtunni eða nálægt vaskinum með sogskálum eða límpúðum. Þessi tegund sápudiska þarf takmarkað pláss og hún heldur sápunni í þægilegri hæð.
Sápudiskar með frárennsli
Sápudiskar með frárennsli geta bæði verið í formi yfirborðsdisks eða veggfests disks. Eini munurinn á þessum sápudiski og öðrum tegundum er að hann tæmir vatn og sápuleifar sem safnast saman í disknum. Þetta er gert með því að hafa efra lag með rifum eða götum til að tæma vökva. Vatn safnast annað hvort saman á yfirborðinu undir disknum eða í hólf að neðan sem hægt er að hreinsa.
Ending
Óumflýjanlegt er að baðherbergishlutir verði fyrir grófri notkun á einhverjum tímapunkti. Þetta gæti stafað af óhöppum, gæludýrum, notkun barna o.s.frv. Góður sápudiskur á að þola högg, grófa meðhöndlun eða fall. Efni eins og ryðfrítt stál, sílikon, viður og plast eru nógu harðger og sterk til að þola harkalega notkun á baðherberginu. Diskar úr málmi ættu að vera ónæmir fyrir ryði, en viður verður að vera ógropinn til að koma í veg fyrir vatnsdrægni og mygluvöxt.
Ef þig langar í sápudisk sem er einstaklega fínn þá er gler eða postulín góður valkostur. Þessi efni eru þó mjög viðkvæm og því er mikilvægt að þau séu einungis notuð á baðherbergi fyrir fullorðna eða gesti.
Auðveld þrif
Ef sápuleifar eru látnar þorna á sápudisknum þá getur reynst afar erfitt að fjarlægja þær. Mygla getur einnig byrjað að myndast á yfirborði disksins, þá sérstaklega ef ljós skín reglulega á hann. Í samanburði við aðrar gerðir sápudiska þá þurfa módel með frárennsli lítið viðhald. Þó þarf engu að síður að þrífa diska með hólfi að neðan endrum og eins. Sápudiskur ætti að vera auðveldur í þrifum og viðhaldi, alls óháð efniviði.
Einnig er mikilvægt að velja sápudisk sem þolir bleytu með hreinsiefnum eða mikla skrúbbun. Þetta er sérstaklega mikilvægt svo hægt sé að losna við erfiðar leifar. Að lokum skaltu forðast hönnun með krókum og kimum sem erfitt er að komast í þar sem leifar geta safnast fyrir á þeim svæðum.
Nægilegt loftflæði
Blaut sápustykki verða ekki aðeins vatnsósa og byrja að detta í sundur, heldur geta þau einnig verið gróðrarstía fyrir bakteríur. Þó er auðvelt að leysa þetta vandamál með því að kaupa sápudisk sem leyfir sápustykkinu að anda. Sápudiskar með stórum rifum, raufum eða hryggjum tryggja nægilegt loftflæði í kringum sápustykkið. Sama hvað tegund af diski eða haldara þú velur - vertu viss um að velja vöru sem hleypir nægu lofti að sápustykkinu.
Staðsetning eða uppsetning
Baðherbergið getur oft verið yfirfullt af hlutum eins og klósettpappírshöldum og tannburstaglösum sem geta komið óreiðu á rýmið. Sápuhaldari ætti því ekki að taka mikið pláss. Stórir haldarar fyrir mörg sápustykki eru líklegast ekki nógu fyrirferðarlitlir fyrir lítil rými, en þú hefur þó blessunarlega færi á því að kaupa yfirborðsdisk. Einnig er mikilvægt að ganga úr skugga um að haldarinn detti ekki auðveldlega á gólfið þegar þú ert að reyna að ná taki á sápunni.
Ef plássið er lítið þá er veggfestur sápudiskur tilvalinn. Þegar þú festir sápudiskinn á vegginn þá skaltu ganga úr skugga um að hann sé nálægt sturtunni eða vaskinum svo að auðvelt sé að grípa í sápuna þegar þú þarft á henni að halda. Sumar hannanir gera þér kleift að taka diskinn aftur af veggnum ef þig skyldi langa til að færa hann seinna meir.
Ertu í leit að rétta sápuhaldaranum fyrir baðherbergið þitt? Skoðaðu úrvalið okkar af allskyns sápudiskum.