Skapaðu notalegt andrúmsloft með kertum
Kerti eru notaleg leið til að útbúa hlýtt, notalegt og heillandi andrúmsloft á heimilinu. Það er fátt betra en að skella sér í afslappandi freyðibað með ilmolíum og kertum. Eða hvað með nöpur vetrarkvöld í sófanum með mjúku teppi, góðri bók og nokkrum kertum? Eða kannski er það síðsumar í garðinum með vinum og vandamönnum og nokkrum fallegum kertum? Það er eitthvað alveg agalega afslappandi og róandi við kerti. Hver elskar ekki kerti?
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af kertum í allskyns lögunum, stærðum og litum. Við erum handviss um að þú eigir eftir að finna kerti sem henta þínu heimili og þörfum. Slakaðu á með kaffibollann og skoðaðu fjölbreytt úrvalið okkar af kertum á þessari síðu.
Kerti fyrir hvaða herbergi sem er
Um leið og maður kveikir á kerti þá gerast töfrar. Það er bara einhver sérstakur blær sem bætist við rýmið. Sérstaklega ef þú bætir ilmkerti við rýmið sem gefur frá sér himneskan ilm.
Þegar kemur að kertum þá eru ýmsar leiðir til að stílfæra þau og hjá vidaXL trúum við því að það eigi að vera kerti í öllum herbergjum heimilisins. Ilmkerti fyrir baðherbergið þegar þú skellir þér í freyðibað eftir langan dag er dásamlegt og svo skulum við ekki gleyma því hversu heillandi það getur verið að setja kerti á sófaborðið í stofunni.
Við bjóðum upp á frábært úrval af kertum og þú ættir því alveg örugglega að geta fundið kerti fyrir hvaða herbergi sem er. Við eigum meira að segja kerti sem þú getur notað utandyra. Ímyndaðu þér bara að geta sitið á veröndinni með heitan drykk yfir góðu spjalli með makanum og fallegu kerti fyrir framan þig. Hversu dásamleg leið til að enda daginn, ekki satt? Ilmkerti eru alveg frábær á baðherbergið bæði til að gefa því góðan ilm og til að skapa friðsælan og róandi blæ hvaða tíma dags sem er. Þú getur meira að segja verið með tvo mismunandi ilma til að búa til þinn eigin ilm. Það eina sem þú þarft er ímyndunaraflið.
Þegar þú stílfærir kerti þá geturðu einnig blandað stórum kertum við sprittkerti. Sprittkerti eru sérstaklega einstök þegar þeim er dreift um á skrautbakka með kubbakertum og krukkum. Trúðu okkur þegar við segjum að þetta sé notalegasta stemning sem hægt er að hugsa sér.
Kerti og ilmolíumeðferð
Er til nokkuð betra en kerti og góð lykt? Ekki samkvæmt okkur. Hvort sem þér finnst best að vera með ilmkerti eða dreifi með ilmolíu og svo nokkrum aukakertum, þá áttu án efa eftir að njóta þess. Andaðu djúpt að þér og finndu róna koma yfir þig. Þetta er fullkomin leið til að slaka á eftir langan dag.
Blandan af kertum og ilmolíumeðferð getur virkilega lífgað upp á heimilð og sett friðsælan blæ á það. Allt eftir því hvaða ilm þú velur þá geturðu skapað alveg réttu stemninguna. Ef þú vilt til dæmis lyfta stemningunni á heimilinu þá er tilvalið að velja sítrusolíu eða piparmyntu. Á kvöldin gætirðu hins vegar frekar kosið lyktir á borð við lofnarblóm eða gæsajurt (öðru nafni lavender og chamomile).
Kerti fyrir öll tilefni
Eins og við nefndum hér að ofan þá er til kerti fyrir hvaða herbergi og hvaða tilefni sem er. Kerti eru frábær leið til að slaka á í hversdagsleikanum og til að bæta hlýju og fágun við heimilið. Skoðum aðeins nokkrar mismunandi tegundir af kertum.
-
LED kerti. Þetta er öruggasta tegundin af kertum og þessi kerti eru sérstaklega frábær þegar börn eru á heimilinu. Með LED kertum þarftu aldrei að hafa áhyggjur af því að gleyma að slökkva á kertunum og svo er auk þess ekki hægt að brenna sig á þeim. LED kerti hafa breyst mikið á síðustu árum. Í dag fást til að mynda kerti sem líta út eins og þau logi í alvörunni.
-
Ilmkerti. Við höfum nú þegar talað um hversu mikið við elskum ilmkerti hér hjá vidaXL. Þau eru hreinlega dásamleg! Þú færð ilmkerti með allskyns lyktum í ýmsum stærðum og lögunum. Ilmkerti er algjörlega ómissandi á baðherbergið þegar þú ferð í bað eða sturtu. Þú gleymir áhyggjunum á augnabliki.
-
Ljósakrónukerti. Þessi háu og mjóu kerti bæta samstundis fágun við hvaða rými sem er. Þau eru stórkostleg við hvaða borðstofuborð eða glugga sem er - eða jafnvel ofan á píanóið.
-
Kubbakerti. Þessi tegund kerta gefur af sér þennan hlýja og notalega blæ sem er svo ómótstæðilegur á köldum vetrarkvöldum. Kertin eru sérstaklega falleg ofan á skrautbakka til að skapa einstaklega afslappandi andrúmsloft.
-
Sprittkerti. Sprittkerti eru alveg ómissandi á öll heimili. Eins og við nefndum hér að ofan þá eru þessi kerti alveg stórkostleg á bakka eða í krukku.
Þegar úr svona miklu er að velja þá ættirðu án efa að geta fundið réttu kertin fyrir þig. Slepptu sköpunargáfunni lausri og skemmtu þér við að finna út úr því hvernig þú vilt stílfæra og sýna kertin.
Slökktu á ljósunum og leyfðu kertunum þínum að skína
Langar þig til að skapa rómantíska stemningu? Kerti eru auðvitað ómissandi partur af rómantíkinni. Ef þig langar til að gera þetta almennilega þá mælum við með því að þú slökkvir á ljósunum til að leyfa kertunum að njóta sín. Þau skapa samstundis rómantíska stemningu. Þau eru líka fullkomin fyrir bíókvöld - þú einfaldlega kveikir á nokkrum kertum og slekkur svo á ljósunum. Þú getur meira að segja verið með kerti í fáguðum kvöldmatarboðum. Það er bara eitthvað róandi og rómantískt við að minnka ljósið eða slökkva á því og vera bara með glóandi kerti.
Kertaathafnir á kvöldin
Ertu með kvöldrútínu? Hvort sem þú ert með kvöldrútínu eða ekki þá bjóðum við upp á nokkur frábær ráð. Kvöldathafnir eru dásamleg leið til að slaka á eftir langan dag og þær hjálpa þér að aftengja þig og leyfa streitunni og áhyggjunum að líða úr þér. Ef dagurinn hefur verið langur og stressandi þá þarftu tíma til að róa þig niður áður en þú svífur inn í draumalandið. Hér kemur kvöldrútínan inn sem gæti orðið nýi besti vinur þinn. Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur valið til að búa til kvöldrútínu með kertum:
-
Kvöldrútína fyrir húðina. Ef þú ert ekki með kvöldrútínu fyrir húðina nú þegar, þá mælum við með því að þú búir til rútínuna. Jafnvel þótt það sé bara tveggja skrefa rútína. Kveiktu á nokkrum kertum á baðherberginu á meðan þú tekur húðina á þér í gegn. Gefðu þér í leiðinni smá andlitsnudd með puttunum og dragðu andann djúpt inn. Þú gætir jafnvel viljað setja klassíska tónlist á líka til að hámarka afslöppunina.
-
Slökktu á öllum raftækjum. Ef þú getur, prófaðu þá að slökkva á sjónvarpinu og símanum klukkutíma áður en þú ferð í bólið. Prófaðu í staðinn að lesa bók, setja afslappandi tónlist á og kveikja á nokkrum kertum. Eða jafnvel gera nokkrar teygjur. Þetta mun hjálpa huga og líkama að detta í rétta gírinn fyrir svefn.
-
Útbúðu heitan drykk að þínu vali. Helltu upp á gómsætt jurtate, heitt súkkulaði eða heita mjólk með hunangi og kanil og kveiktu á nokkrum kertum í leiðinni. Ef þér finnst gott að skrifa í dagbók þá er kvöldið alveg tilvalinn tími í það til að renna yfir liðinn dag.
Það skiptir ekki máli hvernig kvöldrútínu þú skapar, kerti eiga alltaf eftir að bæta friðsælli og afslappaðri stemningu við rýmið.
Skapaðu hlýtt andrúmsloft með kertum
Þegar kemur að því að hanna heimilið þá er gott að reyna að búa til hlýtt og notalegt heimili sem þér finnst gott að vera á. Þér ætti að líða vel þegar þú kemur heim. Hvort sem þú ætlar að hanna baðherbergið, stofuna eða eldhúsið þá ættirðu að fókusera á að búa til andrúmsloft sem þér finnst heimilislegt. Hér hjá vidaXL teljum við kerti vera frábæra leið til að bæta hlýju við hvaða herbergi sem er. Þegar úr svo mörgum mismunandi kertum er að velja þá geturðu auðveldlega valið kerti sem henta þínum persónuleika og stíl. Og gestirnir eiga eftir að heillast af glóandi ljósunum þegar þeir stíga inn fyrir dyrnar.
Til að búa til einstaklega hlýtt og notalegt andrúmsloft þá mælum við með því að þú nælir þér í teppi og púða líka. Þú gætir jafnvel líka viljað bæta við nokkrum plöntum við hönnun heimilisins. Plöntur eru önnur auðveld leið til að búa til hlýtt og heillandi heimili. Svo er líka sniðugt að hugsa um litaþemað fyrir heimilið.
Ef þú ert í leit að afslappandi og friðsælu yfirbragði þá eru náttúrulegir jarðtónar tilvaldir. Litir á borð við drappaðan og dökkgrænan setja róandi og jarðtengjandi blæ á heimilið. Ef þú vilt hins vegar frekar skapa líflegt andrúmsloft þá er sniðugt að velja kerti í skærum litum.
Við erum handviss um að þú eigir eftir að finna frábær kerti sem setja frið og ró á heimilið, sama hvernig þú velur að sýna eða stílfæra kertin.
Verslaðu nýju kertin þín hjá vidaXL
Hér hjá vidaXL elskum við kerti, sem er einmitt ástæðan fyrir því af hverju við bjóðum upp á svona mikið af þeim. Hvort sem þú ert í leit að kubbakertum, sprittkertum, útikertum eða öðruvísi kertum þá eigum við þau alveg örugglega. Skoðaðu því fjölbreytt úrvalið okkar og finndu kerti í uppáhaldslitnum, -löguninni eða -stærðinni þinni fyrir heimilið. Ef þú þarft hjálp við að velja nýju kertin þín eða ef þú ert með spurningar, þá er þér meira en velkomið að hafa samband við þjónustuverið okkar. Við hlökkum til að aðstoða þig við að finna réttu kertin fyrir heimilið þitt.